Morgunblaðið - 18.11.2009, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
Þ
eir eru ekki margir, ís-
lensku músíkantarnir sem
geta státað af jafn löngum
og gifturíkum starfsferli
og Magnús Eiríksson. Magnús
hefur lifað og hrærst í músík í
hálfa öld og staðið í framlínu
bransans megnið af þeim tíma,
með margar íslenskar söngperlur í
möppunni undir hendinni. Það er
því frá mörgu að segja fyrir mann
sem svo víða hefur komið við, svo
mörgu fólki kynnst og svo marga
fjöruna sopið.
Bókin Reyndu aftur er titluð
sem ævisaga en það er ekki alls-
kostar rétt nafngift, því frekar er
um viðtalsbók að ræða – eða jafn-
vel skrásetta einræðu Magnúsar
þar sem skrásetjarinn Tómas Her-
mannsson kemur lítt við sögu utan
að sjá til þess að TDK-spólan rúlli
örugglega í upptökutækinu. Hér
hefur engra heimilda verið leitað
hjá þriðja aðila, engin ytri rann-
sóknarvinna til að dýpka bak-
grunninn. En það er ábyggilega
viss kúnst að fá hæglætismann
eins og Magnús til að opna sig svo
sem raun ber vitni, svo því sé
haldið til haga, og af allri orðræð-
unni að dæma líður poppskáldinu
vel í návist Tómasar; Magnús læt-
ur allan fjandann flakka og virðist
reiðubúinn að draga ekkert undan.
Fyrir bragðið kemst lesandinn í
tæri við fullt af stórmerkilegum
frásögnum af ævintýralegu sukki
og svínaríi, í bland við einlægar og
tregablandnar játningar um ást-
ina, lífið og tilveruna. Af þeim
samtölum sem í bókinni koma
fram víkur Magnús sér aldrei und-
an, nema þegar hann eitt sinn er
ekki í stuði til að ræða um Gleði-
bankann og Eurovision. En það
mál afgreiðir
hann síðar án
undanbragða.
Framsetning
þeirra samtala sem bókin geymir
– rúntað um landið og spjallað um
leið – hentar stemningunni í efn-
inu bráðvel; er laus við alla tilgerð
og hátíðleika, eins og stundum vill
verða þegar ævi afreksfólks er
gerð upp. Magnús er alþýðlegur í
fasi, fullkomlega laus við hroka og
yfirlæti, og þar af leiðir að frá-
sögnin verður eins og tveggja
manna tal Magnúsar og lesandans,
og nándin skapar vináttusamband
að kalla.
Þá er popparinn mikli af bók-
inni að dæma svolítið þversagnar-
kenndur karakter; hann er prin-
sippmaður varðandi menn og
málefni en samt sem áður breysk-
ur og mótstöðulítill þegar hinir
ýmsu vímugjafar eru annars veg-
ar; um leið og nálgun hans á lífið
er í grunninn einföld og næstum
því stráksleg er sýn hans á hið
víðara samhengi hlutanna spök
bæði og djúp, og hér fer maður
sem horfir sáttur um öxl þegar
komið er fram í septembermánuð
æviáranna, svo vitnað sé í annan
jöfur dægurtónlistarinnar. Frá-
sagnirnar í bókinni eru oftast
fróðlegar því í ferli Magnúsar
felst heilmikil poppsagnfræði; þær
eru á stundum átakanlegar og
sömuleiðis sprenghlægilegar í
bland, og þegar upp er staðið er
Reyndu aftur hinn mesti skemmti-
lestur, kryddaður vel með safarík-
um bransasögum um Magnús og
samferðamenn hans og -konur.
Meðfram bókinni Reyndu aftur
hefur útgáfan Sögur gefið út sam-
nefnda safnplötu, sem hefur að
geyma 12 af helstu dægurlaga-
perlum Magnúsar. Það eru lög
sem hvert mannsbarn þekkir, en
hér fá lögin nýjan búning því
Magnúsi til fulltingis er hljóm-
sveitin Buff, og það sem meira er,
þeir hafa fengið frjálsar hendur
við útsetningu laganna. Tækifærið
er tekið höndum tveim, svo ekki
sé meira sagt. Buffliðar eru bráð-
flinkir spilamenn og útkoman eftir
því skemmtileg; einkum er „Gleði-
bankinn“ áberandi vel heppnaður í
meðförum Buffsins. Bókin og plat-
an Reyndu aftur eru þegar allt er
upp gert ómissandi fyrir aðdá-
endur Magnúsar Eiríkssonar, og
hinum ætti líka að vera prýðisvel
skemmt.
Endurminningar
Reyndu aftur
bbbmn
Tómas Hermannsson skrásetti.
Sögur útgáfa, 2009. 248 bls.
BÆKUR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í framlínunni „Þeir eru ekki margir, íslensku músíkantarnir sem geta stát-
að af jafn löngum og gifturíkum starfsferli og Magnús Eiríksson.“
Gamli, góði vinur
JÓN AGNAR
ÓLASON
JOHNNY Depp verður líklegast
tekjuhæsti Hollywoodleikarinn og
mun þá toppa menn á borð við Tom
Cruise, Mel Gibson og Tom Hanks,
þegar hann fær launaseðilinn fyrir
nýjustu „Pirates of the Caribbean“-
myndina.
Áætlað er að hinn 46 ára stjörnu-
leikari sem leikur aðalpersónu
myndarinnar, Captain Jack
Sparrow, fái um 2,5 milljarða ísl kr.
fyrir myndina „Pirates of the
Caribbean: On Stranger Tides“, en
áætlað er að hún verði frumsýnd
árið 2011.
Talið er að yfirmenn Depps hafi
ákveðið að borga honum þessa
rausnarlegu upphæð, þar sem sam-
starfsleikarar hans úr síðustu 3 sjó-
ræningjamyndum, Keira Knightley
og Orlando Bloom, vilja hvorugt
vera með í þessari.
Geoffrey Rush mun koma til með
að leika Captain Barbossa, einnig
eru sögusagnir um að Penelope
Cruz komi til með að leika hlutverk
í myndinni.
Depp tekjuhæstur
í Hollywood
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið)
Mið 18/11 kl. 19:00 Aukas Sun 29/11 kl. 19:00 Aukas. Sun 13/12 kl. 19:00
Fös 20/11 kl. 19:00 9.K Fim 3/12 kl. 19:00 Aukas Fös 18/12 kl. 19:00 aukas.
Sun 22/11 kl. 19:00 10.K Lau 5/12 kl. 19:00 13.k Lau 19/12 kl. 19:00
Mið 25/11 kl. 19:00 aukas Sun 6/12 kl. 19:00 aukas. Þri 29/12 kl. 19:00
Fim 26/11 kl. 19:00 11.K Fim 10/12 kl. 19:00 aukas. Mið 30/12 kl. 19:00
Fös 27/11 kl. 19:00 12.K Fös 11/12 kl. 19:00 14.K
Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt.
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Lau 21/11 kl. 19:00 Aukas. Sun 29/11 kl. 14:00 Aukas Sun 27/12 kl. 14:00
Sun 22/11 kl. 14:00 Lau 5/12 kl. 14:00 Sun 27/12 kl. 19:00
Lau 28/11 kl. 14:00 Aukas Sun 13/12 kl. 14:00
Nýjar aukasýningar í sölu. Tryggðu þér miða strax
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fös 20/11 kl. 19:00 Aukas Sun 13/12 kl. 20:00 48.K Sun 17/1 kl. 20:00
Fös 20/11 kl. 22:00 Aukas Fös 18/12 kl. 19:00 49.K Fim 21/1 kl. 20:00
Sun 22/11 kl. 20:30 39.K Fös 18/12 kl. 22:00 50.K Fös 22/1 kl. 20:00
Fim 26/11 kl. 20:00 40.K Lau 19/12 kl. 16:00 Lau 23/1 kl. 19:00
Fös 27/11 kl. 19:00 41.K Sun 27/12 kl. 22:00 Lau 23/1 kl. 22:00
Fös 27/11 kl. 22:00 42.K Mán 28/12 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 20:00
Þri 1/12 kl. 20:00 43.K Fös 8/1 kl. 19:00 Fös 29/1 kl. 19:00
Fös 4/12 kl. 19:00 44.K Fös 8/1 kl. 22:00 Lau 30/1 kl. 19:00
Fös 4/12 kl. 22:00 45.K Fös 15/1 kl. 19:00 Sun 31/1 kl. 20:00
Lau 12/12 kl. 19:00 46.K Lau 16/1 kl. 19:00
Lau 12/12 kl. 22:00 47.K Lau 16/1 kl. 22:00
Sala hafin á sýningar í janúar
Jesús litli (Litla svið)
Fim 19/11 kl. 20:00 Fors Sun 29/11 kl. 20:00 Aukas Fim 10/12 kl. 20:00 Aukas
Lau 21/11 kl. 20:00 Frums Lau 5/12 kl. 16:00 4.K Fös 11/12 kl. 19:00 7.K
Lau 28/11 kl. 20:00 2.K Lau 5/12 kl. 20:00 5.K Fim 17/12 kl. 20:00 8.K
Sun 29/11 kl. 16:00 3.K Mið 9/12 kl. 20:00 6.K Lau 19/12 kl. 21:00 9.K
Forsala í fullum gangi.
Djúpið (Litla svið/Nýja svið)
Þri 24/11 kl. 20:00 Aukas Mið 25/11 kl. 19:00 Aukas Mið 25/11 kl. 21:00
Síðustu sýningar! Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé.
Dauðasyndirnar (Litla sviðið)
Sun 22/11 kl. 14:00 Fim 3/12 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00 Aukas
Mið 2/12 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 16:00 Aukas Þri 8/12 kl. 20:00 Aukas
Síðustu sýningar. 20% afsláttur til Vísa kreditkorthafa
Við borgum ekki (Stóra svið)
Fim 19/11 kl. 20:00 Lau 28/11 kl. 19:00 aukas Fös 4/12 kl. 19:00 aukas
Uppsetning Nýja Íslands.
Rautt brennur fyrir (Nýja svið)
Mið 18/11 kl. 20:00 Fors Fös 20/11 kl. 20:00 2.K Sun 29/11 kl. 20:00 4.K
Fim 19/11 kl. 20:00 Frums Lau 21/11 kl. 20:00 3.K Lau 5/12 kl. 20:00 5.K
Ekki við hæfi barna
Bláa gullið (Litla svið)
Lau 21/11 kl. 15:00 Lau 28/11 kl. 15:00
Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið.
Sannleikurinn (Stóra sviðið)
Lau 21/11 kl. 22:30 Aukas. Lau 12/12 kl. 19:00 Aukas.
Fös 4/12 kl. 22:30 Aukas. Lau 12/12 kl. 22:00 Aukas.
ATH ! SÍÐUSTU SÝNINGAR
Jesús litli frumsýnt 21. nóv
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Kardemommubærinn (Stóra sviðið)
Mið 18/11 kl. 18:00 Aukas. Sun 22/11 kl. 17:00 Sun 29/11 kl. 20:00 Aukas.
Sun 22/11 kl. 14:00 Sun 29/11 kl. 17:00
Allra síðasta sýning 29. nóvember kl. 20:00!
Frida ... viva la vida (None)
Fim 19/11 kl. 20:00 Síðasta
sýning!
Allra síðasta sýning 19. nóvember!
Brennuvargarnir (Stóra sviðið)
Fös 20/11 kl. 20:00 Lau 28/11 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00
Lau 21/11 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00
Fös 27/11 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 20:00
Nýjar sýningar komnar í sölu!
Utan gátta (Kassinn)
Fim 19/11 kl. 20:00 aukas. Fim 26/11 kl. 20:00 Aukas. Fim 3/12 kl. 20:00 Aukas.
Aukasýningar komnar í sölu!
Völva (Kassinn)
Fös 20/11 kl. 20:00
Síðasta sýning 20. nóvember!
Oliver! (Stóra sviðið)
Lau 26/12 kl. 20:00 Frums. Sun 3/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 16/1 kl. 15:00
Sun 27/12 kl. 16:00 Aukas. Sun 3/1 kl. 20:00 6. K Lau 16/1 kl. 19:00
Sun 27/12 kl. 20:00 2. K Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 23/1 kl. 15:00
Þri 29/12 kl. 20:00 3. K Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Fös 29/1 kl. 19:00
Mið 30/12 kl. 20:00 4. K Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 30/1 kl. 15:00
Lau 2/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 10/1 kl. 20:00 8. K Lau 30/1 kl. 19:00
Lau 2/1 kl. 20:00 5. K Fim 14/1 kl. 19:00
Miðasala hafin!
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Lau 21/11 kl. 13:30 Lau 28/11 kl. 13:30 Lau 19/12 kl. 15:00
Lau 21/11 kl. 15:00 Lau 28/11 kl. 15:00 Sun 20/12 kl. 15:00
Sun 22/11 kl. 13:30 Lau 12/12 kl. 13:30 Sun 27/12 kl. 15:00
Sun 22/11 kl. 15:00 Lau 12/12 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 15:00
Fös 27/11 kl. 13:30 Sun 13/12 kl. 13:30 Mið 30/12 kl. 15:00
Fös 27/11 kl. 15:00 Sun 13/12 kl. 15:00
Miðaverð aðeins 1500 kr.
Leitin að jólunum (Leikhúsloftið)
Lau 28/11 kl. 11:00 Lau 5/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 13:00
Lau 28/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 14:30
Lau 28/11 kl. 14:30 100.sýn. Sun 6/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 11:00
Sun 29/11 kl. 11:00 Sun 6/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 13:00
Sun 29/11 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 14:30
Sun 29/11 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 11:00
Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 13:00
Lau 5/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 14:30
Miðasala hafin - tryggið ykkur sæti!
Maríuhænan (Kúlan)
Mið 2/12 kl. 10:00 Fös 4/12 kl. 10:00 Sun 6/12 kl. 13:30
Mið 2/12 kl. 17:00 Fös 4/12 kl. 17:00 Sun 6/12 kl. 15:00
Fim 3/12 kl. 10:00 Lau 5/12 kl. 13:30
Fim 3/12 kl. 17:00 Lau 5/12 kl. 15:00
Danssýning fyrir þau allra minnstu - gestasýning frá Noregi
Listdansskóli Íslands - nemendasýning
framhaldsdeildar (Stóra sviðið)
Mán 30/11 kl. 20:00
Miðaverð 1500 kr. - frítt fyrir 12 ára og yngri
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Lilja (Rýmið)
Fim 19/11 kl. 20:00 Aukas Fös 20/11 kl. 20:00 Aukas Lau 21/11 kl. 20:00 Aukas
Allra síðustu sýningar
Lykillinn að jólunum (Rýmið)
Fim 26/11 kl. 17:00 fors. Sun 29/11 kl. 15:00 3. k Sun 6/12 kl. 13:00
Fös 27/11 kl. 17:00 frums. Lau 5/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 15:00
Lau 28/11 kl. 13:00 2. k Lau 5/12 kl. 15:00
Forsala er hafin
K=Kort Aukas.= Ný sýning Fors.=Forsýning Frums.= Frumsýning
Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Á morgun kl. 19.30 » Schumann og Brahms I
Hljómsveitarstjóri: Eva Ollikainen
Einleikari: Antti Siirala
Robert Schumann: Píanókonsert
Johannes Brahms: Sinfónía nr. 4
Fim. 26. nóv. kl. 19.30 » Uppáhalds rómantík
Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba
Einsöngvari: Inessa Galante
Gioacchino Rossini: Vilhjálmur Tell, forleikur
Pjotr Tsjajkovskíj: Capriccio italien
Vinsælar aríur eftir Giuseppe Verdi (Aida),
Vincenzo Bellini (Norma), Gioacchino Puccini
(Madama Butterfly) og Pjotr Tsjajkovskíj
(Spaðadrottningin og Évgéní Ónégin).