Morgunblaðið - 18.11.2009, Qupperneq 11
Hver var ábyrgð stjórnvalda?
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
Í BÓK sinni Umsátrið – Fall
Íslands og endurreisn, sem
kemur út hjá bókaforlaginu
Veröld í dag, veltir Styrmir
Gunnarsson, fyrrverandi rit-
stjóri Morgunblaðsins, upp
þeirri alvarlegu spurningu
hvort aðgerðir eða aðgerða-
leysi ríkisstjórnar Geirs H.
Haarde kunni að varða við
lög um ráðherraábyrgð.
Styrmir ræðir þann mögu-
leika að einhverjir ráðherrar í ríkisstjórn Geirs
H. Haarde verði dregnir fyrir landsdóm.
Styrmir segir ekki ólíklegt að ofangreind
spurning eigi eftir að komast á dagskrá í um-
ræðum um skýrslu rannsóknarnefndar Alþing-
is, sem eigi að birtast í byrjun febrúar 2010.
Almenningur hefur orðið fyrir „fjártjóni“
Orðrétt segir í kaflanum Hver er ábyrgð rík-
isstjórnar og ráðherra?:
„Yfirleitt hefur verið litið svo á í stjórnmála-
umræðum á Íslandi, að ráðherrar beri fyrst og
fremst pólitíska ábyrgð og falli störf þeirra kjós-
endum ekki í geð, sé þeim refsað með því að
svipta þá völdum í næstu kosningum... Bæði
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
sem báru sameiginlega pólitíska ábyrgð á lands-
stjórninni frá vori 2007, hurfu frá stjórnmála-
afskiptum snemma árs 2009 vegna veikinda, en
bæði hefðu átt erfitt uppdráttar hefðu þau hald-
ið áfram þátttöku í stjórnmálum eftir hrunið
haustið 2008.“
Styrmir vitnar í lög um ráðherraábyrgð, m.a.
í 13. grein laganna, en þar segir m.a.: „Hafi ráð-
herra bakað almenningi eða einstaklingi fjártjón
með framkvæmd eða vanrækslu, sem refsiverð
er eftir þessum lögum, skal og þegar þess er
krafist, jafnframt hegningunni dæma hann til að
greiða skaðabætur, en um skaðabótaskyldu
hans fer eftir almennum reglum.“
Styrmir heldur áfram: „Nú er auðvitað ljóst,
að bankahrunið leiddi til þess að „hagsmunum
ríkisins“ var stofnað í „fyrirsjáanlega hættu“ og
að almenningur hefur orðið fyrir „fjártjóni“.
Eiga þessi lagaákvæði við um aðgerðir eða að-
gerðarleysi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde og
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur?“
Styrmir spyr hvað Páll Hreinsson, formaður
rannsóknarnefndar Alþingis, hafi átt við þegar
hann sagði í útvarpsviðtali í ágústlok að engin
nefnd hefði orðið að flytja þjóð sinni jafn erfið
tíðindi og rannsóknarnefndin mundi flytja
henni. „Er hugsanlegt að Páll Hreinsson hafi
með þessum orðum viljað undirbúa jarðveginn
fyrir tillögu af hálfu rannsóknarnefndarinnar
um að einhverjir ráðherrar í þeirri ríkisstjórn,
sem sat í hruninu og aðdraganda þess, verði
dregnir fyrir landsdóm?“
Styrmir segir að það verði Alþingis að ákveða
hvort ráðherrum skuli stefnt fyrir landsdóm.
Leggi rannsóknarnefndin slíkt til, komi það í
hlut einhverra þingmanna, sem sátu á Alþingi
bæði fyrir og eftir kosningar 2007, „að taka
ákvörðun um, hvort félagar þeirra og vinir í
þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
hafi gerzt brotlegir við ákvæði laga um ráð-
herraábyrgð, og verði þess vegna fyrstu ráð-
herrarnir í gervallri Íslandssögunni, sem fái á
sig slíka ákæru.“
Styrmir segir að þingmenn þessara flokka,
sem sátu á þingi fyrir kosningarnar 2009 geti
talist meðábyrgir fyrir aðgerðum eða aðgerð-
arleysi þáverandi ríkisstjórnar og spyr hvort
þeir af þeim sökum séu hæfir til að taka þátt í af-
greiðslu slíkrar tillögu á Alþingi.
Hverjir voru meðábyrgir?
Hann bendir á, í ljósi skýringa á ákvæðum
laga um ráðherraábygð, að ætla megi að bæði
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, svo
dæmi séu nefnd, gætu talist meðábyrg í aðgerð-
arleysi, sem leitt hafi til þess fjártjóns fyrir al-
menning, sem áður hafi verið vikið að, og að
hagsmunum ríkisins hafi verið stofnað í „fyr-
irsjáanlega hættu.“
Undir lok kaflans segir: „Margir þingmenn
mundu líta svo á, að Alþingi ætti engan annan
kost en fylgja tillögu rannsóknarnefndarinnar
um ákæru á grundvelli laga um ráðherraábyrgð
og landsdóm eftir, kæmi hún fram. Þjóðin
mundi áreiðanlega skiptast í tvo hópa. Sumir
mundu líta á það sem hneyksli að ganga svo
langt í uppgjöri vegna bankahrunsins að ákæra
ráðherra á grundvelli laga um ráðherraábyrgð.
Aðrir mundu telja, að það væri nauðsynlegt að
láta á það reyna fyrir dómi, hver ábyrgð ráð-
herra væri. Slík málsmeðferð yrði til þess að
ráðherrar í ríkisstjórnum framtíðarinnar
mundu gæta sín vel bæði á því, sem þeir gerðu
og líka hinu, sem þeir létu ógert.“
Styrmir Gunnarsson ræðir þann möguleika í nýútkominni bók sinni Umsátrið – Fall Íslands og
endurreisn, að einhverjir ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde verði dregnir fyrir landsdóm
Styrmir
Gunnarsson
Á Bessastöðum Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á ríkisráðsfundi 2007.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
Styrmir Gunnarsson vitnar í 2. grein laga um ráðherraábyrgð frá árinu
1963, sem hefur verið breytt tvisvar síðan, þ.e. 1982 og 1998, en þar seg-
ir: „Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt
í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starf, er hann hefur orð-
ið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi
eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins,
önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrir-
sjáanlega hættu.“
Hann vitnar einnig í 10. grein laganna: Loks verður ráðherra sekur eftir
lögum þessum... „ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því að fram-
kvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt
ekki sé framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann læt-
ur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða
veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir.“
Lög um ráðherraábyrgð
Vordraumar & vetrarkvíði
– félagsþjónusta í andstreymi
Málþing
Samtaka
félagsmálastjóra
á Íslandi
Salnum í Kópavogi
föstudaginn
20. nóvember 2009
kl. 13:00 til 17:00
RáðstefnustjóRi
jón Björnsson,
fv. félagsmálastjóri,
sálfræðingur og rithöfundur
Málþingið er öllum opið
sem láta sig
velferðarmál varða
GjALD
kr. 4000
DAGsKRá
setning
Gunnar M. sandholt, félagsmálastjóri,
formaður samtaka félagsmálastjóra á Íslandi
staða sveitarfélaganna og velferðarþjónustunnar
Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga
„á Íslandi eru allir jafnir en sumir jafnari...“
steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra unifeM á Íslandi
Hjartað sanna og góða.
jón ásgeir Kalmansson, siðfræðingur
forysta til framfara – lykilþættir til árangurs í stjórnun
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna Háskólans í Reykjavík
KAffiHLé
fagmennska í félagsþjónustu
– kjarni málsins á öllum tímum
nanna K. sigurðardóttir, félagsráðgjafi
Í kolli mínum geymi ég gullið
Gerður Kristný, rithöfundur og skáld
N
Ý
PR
EN
T
eh
f.
BARNAVERNDARNEFND
Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í
gær að níu ára drengur, sem tekinn
var úr umsjá ömmu sinnar til að
senda í fóstur, verði áfram hjá henni
þar til niðurstaða liggur fyrir í for-
sjármáli móður hans, sem verður
væntanlega í janúar eða febrúar á
næsta ári. Jafnframt náðist sam-
komulag um stuðningsúrræði við
eldri bróður drengsins.
Nefndin bakkar
Eins og fram hefur komið hefur
móðir bræðranna forræði yfir þeim,
en Barnaverndarnefnd hefur vistað
þá hjá ömmu þeirra. Í liðinni viku
var yngri drengurinn tekinn frá
ömmunni. Dögg Pálsdóttir lögmað-
ur gagnrýndi þá ákvörðun og taldi
að Barnaverndarnefnd hefði ekki
fylgt ákvæðum barnaverndarlaga. Í
kjölfarið var ákveðið að vista dreng-
inn á vistheimili á meðan Barna-
verndarnefnd fjallaði um málið.
Dögg sendi meðal annars kvörtun
til Barnaverndarstofu og óskaði eft-
ir því að kannað yrði hvort vinnu-
brögð Barnaverndar hefðu verið
lögum samkvæmt. Málið hefur verið
sent áfram til félagsmálaráðuneytis-
ins.
Yngri drengurinn
áfram hjá ömmu sinni