Morgunblaðið - 18.11.2009, Blaðsíða 18
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009
FULLTRÚAR
Samfylkingarinnar í
minnihluta bæj-
arstjórnar í Reykja-
nesbæ leggja sig fram
um að koma því á
framfæri að Reykja-
nesbær sé eitt þeirra
sveitarfélaga sem
hafa fengið bréf frá
Eftirlitsnefnd sveitar-
félaga vegna afkomu
ársins 2008. En til viðbótar hafa
þeir, ólíkt flestum öðrum minni-
hlutum í sveitarfélögum sem hafa
fengið slíkt bréf, hamast við að
sverta bæði bæjarstjórann og sam-
félag sitt. Fyrir nokkrum dögum
birtist grein frá Ólafi Thordersen í
Morgunblaðinu um hinn hræðilega
bæjarstjóra og slæma fjárhags-
stöðu sveitarfélagsins
sem er allt honum
einum að kenna.
Hinn 13.11. kom
svo önnur frá Guð-
brandi Einarssyni
sem útlistar mat
þeirra á hinni hræði-
legu stöðu Reykjanes-
bæjar. Áhersluatriðið
í greinunum er svo
alltaf það sama, þau
skilaboð að allt sé
þetta Árna Sigfússyni
bæjarstjóra að kenna.
Með greinum sínum staðfesta
þessir greinarhöfundar þá sögu
sem gengur í bænum að þeirra
eina mögulega leið til valda sé að
sverta Árna Sigfússon bæjarstjóra
sem mest, þannig – og aðeins
þannig – geti þeir sjálfir hugs-
anlega náð skárri árangri en þeir
gerðu í síðustu kosningum.
En hverjar eru staðreyndir um
fjármál Reykjanesbæjar? Því mið-
ur eru hér lágar skatttekjur á
hvern íbúa. Það er verkefni sem
meirihluti bæjarstjórnar vinnur að
alla daga að breyta með því að búa
til störf sem gefa af sér hærri
laun. Ennfremur er staðreynd að
hér er lítill kostnaður við að veita
þjónustu í samanburði sveitarfé-
laga, en þrátt fyrir það eru gæði
þjónustunnar mikil. Þetta er stað-
fest með tölum í árbók sveitarfé-
laga og góðri útkomu Reykjanes-
bæjar í þjónustukönnunum.
Eignastaða Reykjanesbæjar er
sterk og yfirlýsingar minnihlutans
um annað eru hreinar rangfærslur.
Hér hafa verið byggðir upp inn-
viðir samfélagsins og allur aðbún-
aður s.s. skóla, menningar, íþrótta,
og atvinnulífs, er til mikillar fyr-
irmyndar.
Skuldastaða Reykjanesbæjar er
lægri á hvern íbúa en meðaltal
íbúa landsins, það er staðfest í ár-
bók sveitarfélaga og allar reikni-
reglur Samfylkingarinnar breyta
engu um það. Ef breyta á sam-
anburðartölum hjá Reykjanesbæ
verður að gera það einnig hjá öll-
um öðrum sveitarfélögum landsins
til þess að samanburðurinn verði
réttur.
Árið 2008 var hins vegar erfitt
ár í rekstri sveitarfélaga. Reykja-
nesbær tók á sig tap vegna HS
Orku upp á 4 milljarða króna, auk
annarra fjármagnsliða upp á u.þ.b.
3 milljarða til viðbótar. Allt kostn-
aðarliðir sem ekki var unnt að
gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun
ársins þegar hún var unnin. Af
þeirri ástæðu var eðlilegt að Eft-
irlitsnefnd sveitarfélaga sendi
sveitarfélaginu bréf til að kanna
stöðuna. Það mál er nú í réttum
farvegi.
Ég vil skora á fulltrúa Samfylk-
ingarinnar í bæjarstjórn Reykja-
nesbæjar að taka upp málefnalegri
og jákvæðari umræðu um sveitar-
félagið en þeir hafa viðhaft upp á
síðkastið, hætta að gera lítið úr
þeim góðu verkum sem hér hafa
verið unnin og halda umræðunni á
málefnalegum nótum en ekki per-
sónulegum.
Tilræðið við Árna Sigfússon
Eftir Böðvar
Jónsson »Ég vil skora á full-
trúa Samfylking-
arinnar í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar að taka
upp málefnalegri og já-
kvæðari umræðu
Böðvar Jónsson
Höfundur er bæjarfulltrúi
í Reykjanesbæ.
FORMAÐUR
Tannréttingafélags
Íslands, Kristín
Heimisdóttir, skrif-
aði greinarkorn í
Morgunblaðið,
fimmtudaginn 12.
nóvember sl. þar
sem hún hvetur
landsmenn til að
horfa til framtíðar
og styðja byggingu
Ráðstefnu- og tónlistarhúss.
Kristín hefur að líkindum nýlega
séð ljósið og áttað sig á mikilvægi
ferðaþjónustunnar fyrir þjóð-
arbúið, þar sem líkur eru á að
Evrópuþing tannréttingarsérfræð-
inga verði haldið í Reykjavík árið
2013. Til þess þurfa Kristín og fé-
lagar góða ráðstefnuaðstöðu og
hvetja því til þess að umrætt hús
verði klárað sem fyrst. Það er
gott og blessað og hefur komið
margoft fram hjá fólki sem vinnur
við ferðaþjónustu og skipulag ráð-
stefna og funda að stærri og betri
aðstaða fyrir þessa tegund ferða-
mennsku yrði greininni til fram-
dráttar. Aðgerðir til að auka
þessa ferðamennsku hafa að sjálf-
sögðu verið töluverðar undanfarin
ár og það er meira að segja til
sérstök stofnun sem heitir Ráð-
stefnuskrifstofa Íslands. Stefnu-
mótun í ferðaþjónustu, sem Krist-
ín kallar eftir hófst formlega árið
1996 og er viðvarandi.
En að öðru. Kristín notar þetta
tilefni til að sýna einum markhópi
íslenskrar ferðaþjónustu ótrúlega
lítilsvirðingu, hroka og dónaskap.
Til þess að bera saman ráð-
stefnugesti annars vegar og
venjulega „túrista“ hins vegar
gerir hún sig seka um að nota
áratuga gamlar klisjur og for-
dóma til að gera lítið úr stærsta,
tryggasta og verðmætasta gesta-
hópi okkar, Þjóðverjum. Hún
dregur upp óskemmtilega mynd
af Þjóðverjum sem sníkjudýrum á
Íslandi og íslenskri náttúru, hokr-
andi í íslenskum hálendiskofum,
borðandi gamalt spaghetti, sem
þeir að sjálfsögðu komu með að
heiman til að forðast útgjöld á
ferðalaginu. Nokkru síðar talar
Kristín um það að ráðstefnugestir
(andstætt Þjóðverjum auðvitað)
borgi töluverð ráðstefnugjöld,
dvelji á hótelum, borði á veitinga-
húsum og séu ekki með innflutt
pasta í bakpokanum, sem sam-
kvæmt bókum Kristínar er vænt-
anlega að finna í farangri allra
Þjóðverja sem hingað koma.
Kristínu og fleirum sem enn
burðast með gömlu fordómana og
klisjurnar um Þjóð-
verja langar mig að
benda á eftirfarandi:
Þjóðverjar hafa frá
því að Íslendingar
hófu að safna töl-
fræðiupplýsingum um
ferðamennsku til
landsins, ávallt trónað
í efstu sætum hvað
fjölda gesta varðar og
oft verið fjölmennasti
hópurinn. Ef við tök-
um árið 2008 sem
dæmi, þá liggur fyrir að Þjóð-
verjar voru okkar verðmætustu
gestir. Þetta ár voru þeir næst-
fjölmennasti hópurinn á eftir
Bretum. En ef betur er rýnt í töl-
fræðina þá kemur í ljós að Þjóð-
verjar voru miklu verðmætari
gestahópur en Bretarnir, þar sem
þeir dvöldu hér að jafnaði helm-
ingi lengur (gistu helmingi oftar á
hótelum, gistiheimilum og öðrum
tegundum gististaða) og hafa þar
af leiðandi skilið eftir sig töluvert
meiri fjármuni í landinu. Það er
nefnilega svo að Þjóðverjar dvelja
hér allra þjóða lengst á ferðum
sínum um landið og eru oftar en
ekki fjölmennasti hópurinn. Að
auki eru ferðahættir Þjóðverja
með þeim hætti, að þeir ferðast
oftast á dýrasta tíma (borga hátt
verð) og eiga viðskipti við ferða-
þjónustufyrirtæki og önnur fyri-
tæki um allt landið (sem á sjaldn-
ar við um ráðstefnugesti). Flestir
Þjóðverjar sem hingað koma
leigja sér annað hvort bílaleigubíl
eða ferðast í skipulögðum hóp-
ferðum, gista á hótelum eða í ann-
arri tegund gistingar, borða og
drekka á veitingahúsum, kaupa
sér minjagripi og í síauknum mæli
aðrar vörur og ýmsa afþreyingu
þar að auki. Nýjustu tölur um
fjölda gesta til landsins styðja
þessa fullyrðingu, en frá janúar til
september 2009 hafði þýskum
gestum okkar fjölgað um 18%
samanborið við árið 2008. Ég hvet
Kristínu til að kynna sér betur at-
vinnuveginn ferðaþjónustu áður
en hún skrifar um hann næst. Ég
mun allavega kynna mér tannrétt-
ingar mjög vel áður en ég fer að
tjá mig um þær opinberlega.
Ferðast upp á
þýska mátann
Eftir Bjarnheiði
Hallsdóttur
Bjarnheiður Hallsdóttir
»Ef við tökum árið
2008 sem dæmi, þá
liggur fyrir að Þjóð-
verjar voru okkar verð-
mætustu gestir.
Höfundur er ferðamálafræðingur og
framkvæmdastjóri ferðaskrifstof-
unnar Katla DMI í Reykjavík.
EINS og við vitum öll þá eru
það hinir svokölluðu innherjar
sem hafa fengið peningana okkar
til að gufa upp. Í síðustu viku
hitti ég og lögfræðingur minn
einn slíkan. Hann heitir Michael
Tovar, er Bandaríkjamaður, titl-
aður forstjóri og vinnur í Laus-
anne í Sviss. Á árunum 1990 til
2008 starfaði undiritaður hjá
stórfyrirtækinu Tetra Pak sem er
með höfuðstöðvar sínar hér í
Lundi. Frá 2000 til 2008 var ég
markaðsstjóri hjá fyrirtækinu.
Ég hætti í júní í fyrra.
Frá 1. ágúst 1995 til 1. ágúst
1997 starfaði ég sem verk-
efnastjóri í dótturfyrirtæki Tetra
Pak í Sádi-Arabíu. Ég var á
tveggja ára samningi hjá Tetra
Pak í Lausanne. Kona mín og
sonur okkar dvöldu líka í Ryadh
stóran hluta samningstímans.
Konan var í launalausu leyfi úr
sinni vinnu.
Tetra Pak borgaði eftirlaun í
svissneskum frönkum inn á
reikning og hef ég skírteini frá
1997 um hvað upphæðin ætti að
vera nú. Þar er búist við 4%
aukningu á ári og það stóðst að
því er ég best fæ séð út 2007.
Málið er að nú vantar 43%!
Fyrirtækið vill að við kyngjum
þessu. Við erum nokkur hundruð
sem höfum tapað 30-70% af eft-
irlaunafé okkar. Flestir okkar
eru tæknimenn og er vinnudagur
oft langur og erfiður í framandi
löndum. Ég hef komið til margra
landa en þó er Sádi-Arabía það
einkennilegasta. Það er þó önnur
saga.
Árið 2006 fengu tveir snillingar
(Ítali og Bandaríkjamaður) hjá
Tetra Pak í Lausanne þá hug-
mynd að færa peningana til Gu-
ernsey og nú var tækifæri til að
auka arðsemina, stóð í fína
liðskrúðuga bæklingnum sem við
fengum.
Síðan voru peningarnir fluttir
til eyjarinnar Manar (Isle of
Man) til Hong Kong Bank Coo-
peration (HSBC). Nú í október
voru peningarnir komnir í Zürich
Life sem einnig er á Mön. Passið
ykkur á Mön!
Bandaríkjamenn og Svisslend-
ingar eru á sérsamningi hvað
þessa eftirlaunapeninga varðar!
„Vegna sérstakra skattaaðstæðna
í heimalandi mínu, Bandaríkj-
unum,“ segir Michael Tovar
mér?!
Upphaflega voru peningarnir í
svissneskum frönkum en hafa
verið í Bandaríkjadölum og það
sem nú er eftir er í evrum.
Hér er um að ræða innherja
sem hafa þénað á öllum tilfærsl-
unum. Tetra Pak hefur auk þess
notað auglýsingafyrirtæki til að
sannfæra okkur um ágæti til-
færslunnar árið 2006.
Þeir þurftu að nota endurskoð-
unarfyrirtæki nýlega til þess að
ná afgangnum frá HSBC.
Fyrirtækið er að sjálfsögðu
með duglega lögfræðinga og þeir
gefa loðin svör varðandi málið til
lögfræðings okkar.
Það er greinilegt að Michael
Tovar er einn af arkitektunum á
bak við þessar tilfærslur allar.
Hann og Ítalinn Roberto Bettini
skrifuðu undir bréfið fræga 2006.
„Varst þú ekki að skjóta á boð-
berann,“ spurði konan mín þegar
ég kom af fundinum. „Nei, ég er
viss um að ég skaut á arkitekt-
inn!“
Tetra Pak og innherjarnir
Eftir Gunnar
Finnlaugsson »Hér er um að ræða
innherja sem hafa
þénað á öllum tilfærsl-
unum.
Höfundur er mjólkurverkfræðingur
og búsettur í Lundi í Svíþjóð.
VÖFFLUILMUR
og glaðværar raddir
mættu gestum fé-
lagsmiðstöðvarinnar
Frosta við Frostaskjól
miðvikudaginn 4. nóv-
ember síðastliðinn. Það
var félagsmið-
stöðvadagurinn í
Reykjavík 2009 og ung-
lingar buðu systkini,
foreldra, afa, ömmur
og aðra áhugasama velkomna í fé-
lagsmiðstöðina sína þetta kvöld.
Svipað var ástatt í flestum þeim 23
félagsmiðstöðvum í Reykjavík þar
sem unglingar og starfsfólk tóku
höndum saman þetta kvöld. Víða
notuðu unglingarnir tækifærið og
stóðu fyrir fjáröflun vegna ýmissa
verkefna og seldu veitingar og
vörur. Sums staðar skoruðu ungling-
ar á foreldra sína og aðra gesti í
spurningakeppni, tölvuleiki, borð-
tennis, billiard og fótboltaspil. Ann-
ars staðar voru leiksýningar,
myndasýningar, tónlistarflutningur
og aðrar uppákomur. Eitt var þó
sammerkt með félagsmiðstöðvunum
þetta kvöld. Þar skemmtu sér allir
hið besta.
Félagsmiðstöðvar í Reykjavík
eiga sér áratuga sögu
þótt starfsemin hafi
breyst í takt við tíð-
arandann frá því Fella-
hellir hóf starfsemi
sína í Breiðholti 9. nóv-
ember 1974. Viðfangs-
efnin hafa alla jafna
tekið mið af áhuga
unglinganna á hverjum
tíma, þörfum þeirra og
væntingum til starf-
seminnar en blómlegt
félagsstarf og stuðn-
ingur við menningu
ungs fólks hefur ávallt verið rauður
þráður í starfsemi félagsmiðstöðv-
anna.
Félagsmiðstöðvadagurinn í
Reykjavík var fyrst haldinn í nóv-
ember 2005. Markmiðið var að
kynna það starf sem þar fór fram
fyrir foreldrum og öðrum áhuga-
sömum. Hugmyndin kviknaði upp-
haflega hjá framsýnum frí-
stundaráðgjafa og hafði legið í dvala
nokkur misseri. Tilefnið var m.a.
umræða um félagsmiðstöðvarnar
sem vígi unglinganna þar sem marg-
ir foreldrar höfðu sjaldan eða aldrei
komið, jafnvel þótt unglingarnir
eyddu þar lunganum af sínum frí-
tíma. Fyrsti félagsmiðstöðvadag-
urinn mæltist vel fyrir og nokkrir
foreldrar kíktu í heimsókn þennan
fyrsta félagsmiðstöðvadag. Síðan þá
hefur gestum fjölgað jafnt og þétt og
í ár var víða troðið út úr dyrum þeg-
ar leikar stóðu sem hæst.
Aðsókn á félagsmiðstöðvadaginn í
ár helst í hendur við aukna aðsókn
unglinga í starf félagsmiðstöðvanna
það sem af er árinu. Starfið blómstr-
ar og unglingarnir láta til sín taka í
starfinu, ýmist sem virkir þátttak-
endur í því sem þar fer fram eða við
skipulag og framkvæmd starfsins,
enda unglingar dugmikið fólk.
Unglingar, frístundaráðgjafar,
foreldrar og aðrir góðir gestir fé-
lagsmiðstöðvadagsins í Reykjavík
2009 – takk fyrir frábæra skemmtun
og ánægjulega samveru, sjáumst á
félagsmiðstöðvadeginum að ári.
Innlit í heim unglinganna
Eftir Eygló
Rúnarsdóttur » Starf félagsmið-
stöðvanna í Reykja-
vík blómstrar eins og
gestir unglinganna á fé-
lagsmiðstöðvadaginn 4.
nóvember sl. urðu vitni
að.
Eygló Rúnarsdóttir
Höfundur er verkefnastjóri unglinga-
starfs ÍTR og formaður Félags fag-
fólks í frítímaþjónustu.