Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 4
64 - lauk þaðan landsprofi vorið 195 6. En hugurinn stefndi til framhaldsnáms og settist hann því næsta haust í 3.bekk Menntaskólans í Reykjavík og var þar við nám 2 vetur, en þá varð dálítið hlé á námsferli hans. Hann stundaði verkamannavinnu eftir það og hafði í hyggju að taka til óspilltra málanna við námið eftir áramót. Heitasta ósk hans var að innritast í "Læknadeild Háskóla íslands" og leggja síðar meir stund á skurðlækningar. Og víst er um það, að eigi skorti hæfi- leikana til þess, því að bæði var góð greind og lagni fyrir hendi. Eftirfarandi frásögn skýrir þetta nánar. Eins og títt er um kaupstaðarbörn var Árni sendur í sveit og féll .onum sveitarlífið vel í geð, einkum voru það þó dýrin, sem áttu hug hans allan. Dag nokkurn veitti Árni því eftirtekt, að hundurinn á bænum var eitthvað vesæll, og komst Árni að því, að hundurinn þjáð- ist af illkynjuðu hálsmeini. Folkið á bænum færði það þá í tal, að ekki væri hægt að gera annað en farga dýrinu. Tok Árni það þá til bragðs, að hann skar hundinn upp við meininu og hafði hann þó fátt áhalda nema vasahníf og ether- glas. En hundurinn gréri brátt sára sinna og varð alheill. Þetta atvik sýnir, hve nærfærinn hann var við málleysingj- ana, alltaf léði hann lítilmagnanum lið og mátti aldrei neitt aumt sjá. Sömu sögu er að segja um dvöl hans hér í skóla, við bekkjarbræðurnir þekkt- um hann aldrei að öðru en góðu. Á þessum árum eru margir unglingar við- kvæmir og leitandi, þeir velta fyrir sér lífsgátunni miklu og vandamálum heims- ins. Einn þessarra unglinga var Árni, ekkert mannlegt var honum óviðkomandi. Stundum var hann stuttur í spuna og kaldhæðinn, en undir niðri bjó viðkvæmni og hlýtt hjarta. Við bekkjarbræðurnir munum ávallt minnast hans sem göfugs drengs og biðjum góðan Guð að vernda foreldra hans og yngri bræður.og styrkja þau í s orginni. Útför Árna var gerð 7. nóv. frá Fossvogskapellu að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal bekkjarbræðrum hans og öðrum skólasystkinum. Blessuð veri minning hans. Bekkjarbróðir. JÓLAHUGLEIÐING, frh. af bls. 65. opna. Augu mín líta nu bréfið, sem fyrir nítján öldum var skrifað vegna þræls : Bréf Páls postula til Filemons. Og ég les : "Ég bið þig þá fyrir barnið mitt, sem ég hefi getið í fjötrum mínum, hann Onesimus, sem áður var þér óþarf- ur, en nú er þarfur bæði þér og mér. Sendi ég hann nú samt til þín aftur, og er hann þó sem hjartað í brjósti mér." Og ennþá les ég : "Því að vísast hefur hann þess vegna orðið viðskila við þig um stundar- sakir, að þu síðan skyldir fá að halda honum eilíflega; ekki lengur eins og þræli, heldur þræli fremri eins og elskuðum bróður, mjög kærum mér, en hve miklu fremur þó þér, bæði sem manni og kristnum. " Og ég les áfram. Hvert orð er þrungið af kærleika. Kærleika, sem barnið í jötunni kveikti og kveikir enn í hjörtum þeirra, sem á það trua. * Ég lít upp frá lestrinum. Nu skil ég dálítið betur, hvað engillinn vildi benda fjárhirðunum á, er hann talaði um fögnuð og frelsara. Ég finn, að það er hið bezta hlutskipti, sem nokkr- um getur hlotnazt í þessum heimi : að hvíla í náðarfaðmi frelsarans og taka á móti þeim kærleika, sem hann vi!.l veita okkur. Þetta reyndu Páll, Onesimus og Filemon, og enn í dag hafa margir reynt það sama. Þess vegna er það bæn mín, að skólasystkini mín mættu færast nær Frelsaranum á þeirri fæðingarhátíð hans, sem nú fer í hönd. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól. Skrifað á jólaföstu 1958.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.