Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 37

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 37
97 - um, sem sótt hefur um inngöngu hefur verið neitað, að tilgangur felagsins og störf hafa verið kynnt fyrir alþjóð, og með undanþágu er hverjum æskumanni ís - lands heimil innganga í felagið, og félagið heldur ekki "leynisamkomur". Og hver heldur því svo fram að M. F. í. Æ. se klíka ? Það hefur komið í ljós að ýmsir telja félagið ekki hafa rétt til að bera það nafn, sem það ber. Vil ég biðja lesendur að athuga tilgang félagsins hér að framan gaumgæfilega. Þeir munu þá sjá, að það er ekki gert ráð fyrir neinni innanfélagsstarfsemi þ. e. kynningum og skemmtunum innan félagsins sjálfs, heldur eingöngu starfsemi mitt á meðal æskufólksins, svo sem fyrsta mál þess ber vitni. Því, vegna markmiðsins og skipulags hefur félagið rétt til að bera slíkt nafn, og félag, sem eingöngu hefur á stefnuskrá sinni að vekja áhuga æsku fslands á fram- tíð þess og menningu, það getur með rétti borið nafnið Menningarfélag íslenzkrar æsku. Það félagsform, sem er á M. F. f. Æ. , hefur nu þegar sýnt, að það er eitt hið bezta, sem völ er á: Að mynda hóp viljugs og duglegs fólks, sem vill fórna frístundum sínum og peningum, til eflingar skilnings og þroska æskunnar, til að hun sé fær að takast á herðar þær skyldur, sem til hennar eru gerðar og leysa þau vandamál, er að henni steðja. Og við höfum fengið staðfestingar á þessu hjá hinum mörgu mönnum, sem við leituðum til í sambandi við fyrsta baráttumál fé- lagsins, "handritaundir skriftirnar". II. Viðbrögð "efribekkinga" við fyrsta máli félagsins. Með þessari fyrirsögn á ég við tilburði þeirra og sprellugosalæti, þegar "handritaundirskriftirnar" voru komnar í heila höfn, þ. e. í hendur sendiherra Dana, félaginu til sóma og íslenzkri æsku til heiðurs og stolts. Hið fyrsta er þeim datt í hug, var að festa upp þá lofgrein, sem var um félagið í Morgunblaðinu, en klína þær svo aftan við, að maður nokkur, er mun vera einn mesti ógæfumaður fslands í dag, væri fjáröflunarmaður félagsins. Það er dáldið hryggilegt, að menn, sem efribekkingar, komnir nær á kosninga- aldur, sem sagt að ná fullum réttindum í þjóðfélagi okkar, kunni ekki að stilla geð sitt betur og láta slík barnaskrílslæti koma í ljós. Og það skulu þeir vita, að þetta er ekki rétta leiðin til að öðlast aðdáun okkar 3. bekkinga, sem þeir virðast þrá svo mjög. - - Þegar nokkrir menn ur stjórn M. F.f. Æ. komu í skól- ann 2. des. tók á móti þeim öskureiður og spriklandi hópur helztu stórlaxanna í hópi þeirra efribekkinga. Menn þessir beittu nu allri sinni mælsku til að segja okkur, að við hefðum, eftir því, sem við komumst næst, drýgt einhver stórglæp. En því miður bugaði reiðin rökrétta hugsun og stillingu þessara manna. M. a. lét einn mektar leiknefndarmaður það ut ur sér, að hann hefði haldið að þetta væri Menntamálaráð, eða eitthvað svoleiðis fínt og þess vegna skrifað undir. Margir létu sér um munn fara það, að þeir hefðu aldrei skrifað undir, ef þeir hefðu vitað hverjir gengust fyrir þessu. Eins og þeir hafi verið að skrifa undir einhverja traustsyfirlýsingu á M. F. í. Æ., nei, þeir voru að skrifa undir ávarp og áskorun til dönsku þjóðarinnar. Margt fleira skringilegt og fróðlegt um innræti ýmsra efribekkinga kom þarna í Ijós, en vegna rumleysis læt ég þess ógetið. Það er þó eitt enn, sem mig langar til að minnast á; Þorsteinn Gylfason hefur verið að breiða þá sögu át um skólann, að allir skólastjórarnir, nema einn, hafi bara hlegið að tilmælum M. F.f.Æ. um undirskriftirnar, og bar hann nafn- greindan skolastjóra fyrir þessu. Þar eð ég vissi þetta ósannindi hringdi ég í þennan skólastjóra, og sagði hann þetta algjöran heilauppspuna ur Þorsteini. Hann hefði aðeins sagt honum, að það hefði verið haldinn skólastjórafundur og þeir viljað ræða málið við okkur, sem alveg er rétt. - Ég vil birta hér eitt bréf af mörgum, sem okkur barst frá skólastjórunum :

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.