Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 23
- 83 - 'AA/kAR LLtA J5LEÍ/II<A R FURNSDWR í Gunnlaugs sögu. Höfundurinn beitir þessu listarbragði til a<5 vekja eftir- væntingu í hjarta lesandans. f kaflanum ÍSLENZKU fornsögurnar eru odauð- j leg listaverk, sem þjóðin hefur varðveitt , öldum saman. Þær eru ritaðar á tíma- bilinu frá ofanverðri 12. öld til önd- verðrar 14. aldar. En atburðirnir, sem | sagt er frá, gerðust minnst einni og hálfri öld áður. Sögurnar eru því byggð- i ar á munnmælum. Höfundarnir hafa safnað til sín sögum og vinzað hið bezta | úr og steypt því saman í eina heild. Þeir hafa einnig bætt samtölum við frá eigin brjósti án sögulegra heimilda. f fornsögunum er mjög víða brugðið ; upp meistaralegri lýsingu á skapsmunum j manna. Má þar nefna frásögnina í Egils j sögu, þegar Egill var hjá Aðalsteini kon- j ungi eftir dauða Þorolfs bróður síns. Snilldarleg er lýsingin á harmi Egils, sem verður að lokum að þoka fyrir fé- græðginni. f sumum fornsögunum eru drauga- og kynjasögur, sem 'hafa á sér þjóð- sagnablæ. Má þar nefna kaflann í Eyr - j byggju um Fróðárundur. Þar urðu ýms- j ir kynjaatburðir vegna álaga, sem lögð höfðu verið á ársalinn Þórgunnu. Einnig eru tunglskinslýsingar, sem varpa , draugalegum blæ á frásögnina. Er tungl- j ið þá látið vaða í skýjum. í frásögn- inni í Grettlu s:L viðureign Grettis við Glám er þessi stutta og ömurlega tungl- skinslýsing : "Tunglskin var mikit úti ok gluggaþykkn; hratt stundum fyrir, en stundum dró frá. NÚ í því er Glámr j fell, rak skýit frá tunglinu, en Glámr hvessti augun upp í móti." Það er eins og kalt vatn renni milli skinns og hör - unds við lestur þessarar draugalegu lýs- i ingar. í uppistöðu margra fornsagna er meginþráðurinn oíinn úr örlagatrúnni. Hún kemur víða fram í draumum, svo sem í draumum Guðrúnar Ósvífursdóttur I í Laxdælu og draumi Þorsteins á Borg í Sturlunga sögu um ÞÓrurnar tvær á Þingvöllum kemur örlagatrúin Ijóslega fram, þegar eldri Þora spyr systur sína, hvaða mar.n hún vildi helzt eiga. Yngri Þora segir, að allt muni "ætlat fyrir, ok gerir því ekki hugsan fyrir slíku at bera eða geipa þar um nökkut." Þessi lífsskoðun, að "eigi má sköpum renna" kemur einnig glöggt fram í vís- unni, sem Þórir jökull kvað í Örlygs- staðabardaga 1238. f síðasta vísuorð- inu segir hann; "Eitt sinn skal hverr deyja." Einkenni á stíl fornsagnanna er, að höfundurinn dylst sjálfur bak við frá- sögnina. Sögumaðurinn er fyrst og fremst áhorfandi. Stíllinn er einfaldur og eðlilegur. Mikið hefur verið ritað um sann- leiksgildi sagnanna. Hafa sumir viljað trúa hverju orði, sem í sögunum er, en aðrir viljað fara varlega í sakirnar. En fornsögurnar eru sígild listaverk, hvort sem þær eru sannar eða ekki. Þær eru andlegur fjársjóður, sem hélt lífinu í íslenzku þjóðinni á niðurlæging- artímum hennar og blés krafti í hana í sjálfstæðisbaráttu hennar. jón R. Stefánsson. SKAMMDEGI, frh. af bls. 95. Hér er trikið sagt, en fátt af viti. En ég bið íonáts, pví að dagurinn er stuttur, Ijósið lítið og andinn snauður sem eyðimörk. Þetta er Ijóðið mitt um gleðina, sem varði eina nótt, óðurinn um dapurleikann. Sjálfsagt ekki skemmtilegt aflestrar, en "þat verð stundum, at mönnum verðr harms síns at léttara, er um er rætt." Reykjavík, 20. jan. 1958. Þ. G.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.