Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 29

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 29
Mig dreymdi um land þar sem svalir vindar blésu að kvöldum heiðra sólskinsdaga runnar skiftu ökrum og akrar engjum fagur fuglasöngur blandaðist Ijufum lækjarniði enginn var ríkur og annar fátækur enginn góður og annar vondur enginn kátur og annar hryggur hvorki var stríð né heldur friður hvorki óvinir né heldur vinir hvorki fangelsi né heldur frelsi menn átu án saðnings teygðu úr limum án hvíldar lágu í faðmi kvenna án ástar. Mig dreymdi um land þar sem enginn var sjukur og enginn heilbrigður enginn dó og enginn lifði.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.