Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 16
FÉLAGSLÍF menntlinga hefur verið allviðburðaríkt að undanförnu, og koma þriðjubekkingar þar töluvert við sögu. Kæruæði þriðjubekkinga fekk útreið að makleikum, enda féllust þeim hendur og lýstu kærur sínar að mestu leyti vit- leysu, og fannst mörgum, sem það væri það eina, sem þeir hefðu sagt rétt í þessu máli. Félagsandi í skolanum er vægast sagt lélegur og furðulegt, hvað miklu er ábótavant. Tökum t. d. skíðaferðir. i fyrra var fyrir atbeina Valdimars Örn- ólfssonar og nokkurra skíðaáhugamanna komið á fót skíðaferðum fyrir menntlinga. Það var mikið talað um þetta í skólanum og þótti flestum ágætt og létust mundu koma, en hverjar urðu heimturnar? Það komu svo fáir, að ferðirnar lögðust niður. fþróttafélagið, sem hefði að réttu lagi átt að styðja þessa starfsemi með ráðum og dáð, lét ferðirnar afskiptalaus - ar og stóð á móti kaupum á stöngum til notkunar við brautarlagningu, þangað til þeir, sem báðu um stengurnar, keyptu og létu skrifa hjá íþróttafélaginu. Ef forkólfar íþróttafélagsins halda, að þeir eigi ein^öngu að safna í sjóði og skila þeim af ser digrum, þá hafa þeir tekið skakkan pól í hæðina. íþróttafélagið á ekki aðeins að kaupa handbolta og sjá um handboltamótið, heldur líka efla aðra íþróttastarfsemi í skólanum og nota til þess sjóði sína. í íþróttafélaginu gilda, eins og kunn- ugt er, aðrar reglur um stjórnarkjör og málatilbúnað allan heldur en í öðrum félögum. Stjórn íþróttafélagsins skipar sjálf eftirmenn sína, og segja þeir, sem til þekkja, að sá háttur sé hafður á til þess að vondir menn komist ekki í stjórnina. Þetta væri skiljanlegt, ef stjórn xþróttafélagsins ynni einhver stór- virki, sem engir aðrir en ofurmenni og séní gætu unnið, en séu athuguð afrek stjórnarinnar, þá er þetta ákvæði lítt skiljanlegt. Heyrst hefur, að þessu muni verða breytt, en um það veit ég ekki gjörla. Um framkvæmdina á handbolta- mótinu mætti skrifa langt mál, en ég ætla hér aðeins að stikla á stóru. Tvisvar var leikjum frestað. í fyrra skiptið voru þeir spurðir álits, sem hagsmuna höfðu að gæta. En í seinna skiptið ákvað stjórnin að hafa atkvæða- greiðslu um málið. Síðan var spurt, hvort menn vildu láta fresta, en þá féllu atkvæði jöfn. Nú skyldi maður ætla, að málið væri útkljáð, tillagan felld með jöfnum atkvæðum, en snilling- arnir í stjórninni voru- á öðru máli. Þeir komust að þeirri skarplegu niður- stöðu, tillagan var samþykkt með jöfn- um atkvæðum og mun vizka þeirra lengi uppi. Einnig setti það leiðan svip á mótið, er lið, sem skráð hafði verið og leikið hafði einn leik, mætti ekki til leiks og tilkynnti ekki forföll. Eitt félag hafa menn í þriðjabekk stofnað, "Menningarfélag íslenzkrar æsku". Félag þetta stóð fyrir undirskriftasöfn- un um endurheimtingu handritanna og er ekkert nema gott um það að segja. Þau tíðindi spurðust um félagið, að það hygðist taka Grænlandsmálið á dagskrá. Ennfremur fréttist það, að inntökuskil- yrði í félagið væri m.a. landspróf. Ýmsum þykir sem hroka og uppskafn- ingshætti þriðjubekkinga séu lítil tak- mörk sett og væri þeim sæmra að stíga ofan úr skýjunum , kasta hrokanum fyrir borð og reyna að samlaga sig háttum og venjum skólans. Frh. á bls. 68.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.