Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 35

Skólablaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 35
Skammdegi ! OrðiS eitt kemur mér til þess að skjálfa. Ef til vill vegna þess, að ég heyrði það fyrsta sinn, þá er amma mín sat og tautaði yfir prjonunum sínum. Þá var hún vön að hjúfra sig lengra nið- ur í körfustólinn sinn og sveipa betur ullarsjalinu um herðar sér. Skammdegi ! Vetur í bæ og borg, og kuldinn ræð- ur ríkjum. Vindurinn hvín, og það þýtur í gamla skólahúsinu í brekkunni. Snjón- um kyngir niður, og frostið bítur mig í andlitið. En það er ekki þessi hamslausi brunagaddur, sem færir penna mínum líf og fjör, heldur skammdegið, sem ríkir í huga mér. Og þess vegna fer ég að dæmi fvars Ingimundarsonar, sem gerði sorgina útlæga úr huga sér með því að tala um hana. I. Dapur, svo angurvær og dapur sem vængbrotinn svanur á tjörn situr ungur drengur 1 aftanskininu og skrifar, skrif- ar um skammdegið. Hví er hann dapur ? Hví er hjarta- blómið hans visnað? Eru það veðurguð- irnir og myrkrið, sem valda honum á- ^yggjum? Eða er það hin tilbreytingar- lausa skólaganga? Nei, það er hvorugt. Það er einmitt tilbrey tingin sjálf ! II. Skólapiltur á leiksviði! Ef til vill hlægilegt. En í huga hans er það alvara, stærsta stund lífsins. Að baki liggur löng vinna og mikið erfiði, - en ánægju- legt erfiði. Starf hans er eins og blóm, sem vex í huga hans. Þegar úrslitastundin rennur upp, springur blómið út, og aldrei hafa augu hans litið jafndýrlegt blóm. Angan þess breiðist út yfir nóttina, og það er marglitt sem regnboginn. Þetta unaðs- lega blóm eru laun piltsins. Einnar nátt- ar gleði. Eilíf nótt, unaðsnótt. Áþess- ari nóttu gæti hann dáið með blóm í hönd og bros á vör. III. "Úti er ævintýr." Barnið hrekkur við og neitar endalokunum, en amma samdi ekki söguna, og Ijúflingur verður að sofna. Morgunn næsta dags, og pilturinn hrekkur við. Við rúmstokkinn liggur vis- ið blóm. Hvar er gleðin, sem vafði hann örmum í gærkveldi? Hvar er hin eilífa nótt? Allt er horfið : gleðin, nóttin, blómið. Það voru hverful laun. Blómið var að vísu fagurt á yfirborðinu, en hver hreppir regnbogann? Og uppi stendur skólapilturinn í aftanskininu með visið hjartablóm og á að skrifa um skammdegið. IV. í hönd fara rótlausar hugsanir og andvökur, og hægláti drengurinn líkist stjórnlausri skútu, sem reikar um reg- inhöf. Hann grípur í hvert hálmstráið á fætur öðru til þess að rífa sig upp úr þessum vonbrigðum og lífsleiða. Eitt þessara stráa, sem ekkert duga, er fvar gamli Ingimundarson. Þó að barnið eigi erfitt með að sætta sig við svo skjótan endi á ævin- týrinu, sofnar það að lokum. Og hið sama mun pilturinn gera. Hans bíður hinn tilbreytingarlausi svefn, sem er eins daufur og leiðinlegur og hin úrelta latína. En þegar hann festir blund að end- ingu og þessi tilbreyting er orðin að fjarlægum atburði, byrjar nýtt blóm að skjóta rótum. Það vex stöðugt og blómg- ast fram á hinztu stund, veitir honum gleði og ánægju með ilmi sínum og út- liti. Það er traust og haldgott og verður á endanum fegurra en allar næturfjól- urnar, því að "fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla". Það er blóm minninganna. Frh. á bls. 83.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.