Morgunblaðið - 11.12.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2009
Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra
viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið.
13 dagar til jóla
Á MORGUN, laugardag, kl. 12-14,
standa íbúar Hlíða, Holta og Norð-
urmýrar, fyrir skottmarkaði á bíla-
stæði Kjarvalsstaða.
Á skottmarkaðnum er heim-
ilisbíllinn notaður sem sölubás og
getur fólk selt allt milli himins og
jarðar úr bílskottum sínum. Íbúa-
samtökin héldu slíkan skottmarkað í
fyrsta sinn í september síðastliðnum
við frábærar undirtektir. Skráning
bíla á markaðinn hefur verið mjög
góð og hefur nú þegar farið fram úr
heildarskráningu bíla seinast þegar
markaðurinn var haldinn.
Skottmarkaður
við Kjarvalsstaði
Á SUNNUDAG nk. kl. 15, mun fær-
eyska söngkonan Eyvör Pálsdóttir
halda tónleika í Rammagerðinni,
Hafnarstræti 19. Aðgangur er
ókeypis. Eivör er með tvenna tón-
leika í Fríkirkjunni um helgina sem
fljótt seldist upp á. Það er því kær-
komin sárabót fyrir þá sem ekki
fengu miða að líta við í Ramma-
gerðinni.
Eivör með tónleika
í Rammagerðinni
ÞRENNIR
ókeypis tón-
leikar standa
Akureyr-
ingum til
boða um
helgina.
Fyrsta skal
telja jólagjöf
kvennakórs-
ins Emblu til
bæjarbúa;
tónleika í kvöld kl. 20 í Ketilhúsinu.
Boðið verður upp á hefðbundin
jólalög og jólalög eftir akureyrsk
tónskáld.
Jólagjöf Tónlistarskólans og
Leikfélags Akureyrar er tónleikar
á morgun, laugardag, kl. 17 í Rým-
inu þar sem ýmsir listamenn koma
fram. Þeir sem vilja geta skilið eftir
jólagjafir undir jólatré og þeim
verður komið til barna sem minna
mega sín. Miðar verða afhentir í
miðasölu Samkomuhússins.
Á sunnudaginn verða svo Jóla-
söngvar Kórs Akureyrarkirkju í
kirkjunni kl. 17 og kl. 20. Á efnis-
skránni eru falleg og hátíðleg jóla-
lög úr ýmsum áttum.
Þrennir tónleikar
í pakka Akureyringa
JÓLASKÓGURINN verður formlega opnaður í
Heiðmörk nú um helgina og verður opið kl. 11-16
tvær helgar fram að jólum. Borgarstjórinn í
Reykjavík mun mæta á morgun og höggva fyrsta
tréð. Fólki gefst kostur á að koma, fá lánaðar sagir
og velja sér tré í skóginum. Varðeldur, kakó og
piparkökur á staðnum. Trén eru á sama verði og
undanfarin ár, óháð stærð.
Jólamarkaðurinn á Elliðavatni verður opinn alla
helgina kl. 11-17 eins og undanfarið og verður þar
fjöldi handverksmanna með vörur sínar, auk þess
sem rithöfundar lesa úr bókum sínum og barokk-
kórinn tekur lagið á Hlaðinu. Harmonikkuleikarar
þenja nikkur sínar og Svavar Knútur trúbador
kemur og tekur lagið fyrir gesti á sunnudag.
Jólaskógurinn opnaður í Heiðmörk
Á MORGUN, laugardag, verður haldinn
jóla- og góðgerðardagur á Álftanesinu.
Skemmtunin fer fram á skólasvæðinu og
stendur kl. 13-17. Þar gefst bæjarbúum
frábært tækifæri til þess að koma saman
og láta gott af sér leiða.
Meðal annars verður jóla- og hand-
verksmarkaður ásamt kransa- og jólatré-
sölu. Fugla- og náttúruverndarfélag
Álftaness stendur fyrir ljósmyndasýningu
og Norræna félagið kynnir sænsk jól, þá
sér í lagi Lúsíuhátíðina. Þá munu rithöfundar koma og lesa upp úr nýút-
komnum bókum sínum á bókasafninu. Kvenfélagið verður með laufa-
brauðssölu og Blakdeild UMFÁ verður með kökubasar. Álftaneskórinn
tekur lagið ásamt hljómsveitinni Snjólugt. Þá verður RKÍ með fatasöfnun
auk þess sem safnað verður fyrir Mæðrastyrksnefnd.
Jóla- og góðgerðardagur á Álftanesi
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„VIÐ veiðum eingöngu fyrir okkar
vinnslu og viljum fá að veiða í nokkur
ár á þeim svæðum sem við fundum.
Það þarf að finna fleiri svæði til þess
að allir þessir bátar geti stundað
veiðarnar, annars fer illa,“ segir
Bergur Garðarsson, skipstjóri á
Hannesi Andréssyni SH. Skipið
veiðir sæbjúgu til vinnslu hjá Reyk-
ofninum-Grundarfirði ehf. og eru
starfsmenn fyrirtækisins frum-
kvöðlar í veiðum og vinnslu á þessari
dýrategund sem fram á síðustu ár fór
rakleitt í sjóinn aftur þegar hún
slæddist með á öðrum tegundum. Nú
virðist komin hörkusamkeppni um
kvikindið.
Fyrirtækið Reykofninn-
Grundarfirði ehf. var stofnað um
veiðar og vinnslu á sæbjúgum á árinu
2003. Stjórnendur fyrirtækisins
höfðu áhuga á að reyna eitthvað nýtt
og prófuðu ýmislegt áður en sæbjúg-
un komu til sögunnar. „Það vildi
þannig til að bróðir minn bjó í nokkur
ár í Japan. Við fórum að skoða teg-
undir sem hægt er að finna hér og
eru markaðsvara í Asíu. Að lokum
ákváðum við að einbeita okkur að sæ-
bjúgum,“ segir Kári Pétur Ólafsson,
matvælafræðingur og fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins.
Hann tekur fram að tilraunaveiðar
og vinnsla hafi ekki verið neinn dans
á rósum.
Plógurinn þróaður
„Ég var búinn að vera á bátum og
skipum af öllum stærðum og gerðum
og á veiðum í öllum kerfum en var við
vinnu á dýpkunarskipi í Færeyjum
þegar Reykofninn spurðist fyrir um
það hvort ég væri til í að gera tilraun
með sæbjúgnaveiðar. Ég tók snúning
á þessu í Breiðafirði. Þar var mikið
drasl og skeljadót eftir þunga plóga
sem notaðir eru við hörpuskelsveiðar
enda hafði gengið illa að veiða þar,“
segir Bergur Garðarsson.
Hann hefur leitað víða og fundið
nokkrar góðar veiðislóðir, meðal
annars í Faxaflóa. Jafnframt hefur
verið unnið að þróun veiðarfæranna.
Bergur segir að keyptir hafi verið
plógar frá Kanada sem aðallega eru
notaðir við ígulkerjaveiðar. Þeir hafi
ekki hentað að öllu leyti en þeim hafi
verið breytt talsvert.
Eins og að slá blómagarð
Bergur leggur áherslu á að ganga
þurfi vel um þessa auðlind, ef hún
eigi að endast. Lífverurnar þurfi frið
til að skríða upp á steinana og nær-
ast. Hann notar neðansjáv-
armyndavél við leitina og segir að til-
finningin sé eins og að slá blómagarð.
„Ef það er djöflast á þessu allan sól-
arhringinn fer illa,“ segir hann.
Fleiri bátar hafa fengið veiðileyfi og
sumir þeirra sótt á sömu veiðisvæði.
„Við höfum fundið öll þessi svæði og
gert rannsóknirnar. Ekki er langt
síðan við fundum svæði sem gefa
nógu mikið af sér til þess að gera út
einn bát og standa undir einni verk-
smiðju. Ef við fáum ekki að njóta
þess þá getum við ekki rekið vinnslu
og bát allt árið,“ segir Kári.
Veiðarnar eru stöðvaðar í júní og
júlí þegar nýting aflans er léleg
vegna hrygningar en vinnslan er
starfrækt aðra mánuði ársins, þegar
nægt hráefni fæst. Hannes Andr-
ésson SH landar ýmist á Akranesi
eða í Bolungarvík og aflanum er ekið
til Grundarfjarðar.
Tæplega tuttugu starfsmenn eru í
vinnslunni og þrír á sjó.
Ætti að fullvinna allt
Reykofninn vinnur hráefnið í mis-
munandi afurðir, eftir óskum við-
skiptavina og markaða. Sumt er full-
unnið í neytendaumbúðir en annað
er unnið minna. Hluti hráefnisins er
seldur í fæðubótarefni enda hafa
margir kaupendur á Asíumarkaði
trú á lækningarmætti afurða úr sæ-
bjúga.
Stærstu kaupendurnir eru í Kína,
Singapore og Suður-Kóreu. Kári
segir að verðið fyrir afurðirnar
mætti vera hærra en gengið bæti
það verulega upp nú um stundir.
„Það er verið að selja mikið óunnið
úr landi. Ég hefði viljað sjá allar
þessar afurðir fullunnar hér, til þess
að skapa störf. Staðan er sú að við
höfum ekki efni á að senda hráefnið
óunnið úr landi. Allir verða að taka
þátt í því,“ segir Bergur.
Bergur hefur ánægju af þessu
harki eftir að hafa kynnst nánast öll-
um tegundum veiða. Hann vitnar til
kanadískrar sölukonu sem vakti at-
hygli á því að sjórinn væri fullur af
verðmætum en Íslendingar sæju
ekkert nema sporða. „Þetta er að
sumu leyti rétt hjá henni. Það eru
margar afurðir sem bíða eftir því að
verða nýttar,“ segir hann.
Greiða sitt til samfélagsins
Fyrirhugað er að afnema sjó-
mannaafsláttinn á næstu árum og
Bergur bregst illa við því, eins og
fleiri. „Það er eins og menn séu búnir
að gleyma því hvað miklar fjarvistir
við erfiðan aðbúnað geta verið slít-
andi. Sjómenn leggja sitt til sam-
félagsins. Þeir sem eru á betri skip-
unum eru sem betur fer með
þokkaleg laun og greiða há-
tekjuskatt,“ segir hann og vekur um
leið athygli á því að sjómenn greiði
hluta af útgerðarkostnaði skipanna
með olíugjaldi sem tekið er af
óskiptu aflaverðmæti. „Þetta var
sett á til bráðabirgða fyrir þrjátíu ár-
um þegar útgerðin átti í miklum
rekstrarerfiðleikum. Ég held að fólki
myndi ekki líka það ef taka ætti
hluta af rekstri og viðhaldi vinnu-
staðar þess af laununum,“ segir
Bergur.
Skipstjórinn Bergur Garðarsson hefur verið lengi á sjó, á ýmsum bátum og veiðum. Hann nýtur sín í frumkvöðla-
starfinu við sæbjúgnaveiðar. Þeir eru þrír á Hannesi Andréssyni SH og leggja upp á Akranesi og í Bolungarvík.
Þarf að finna
fleiri veiðisvæði
Sæbjúgað brimbútur sem áður var
fleygt er orðið eftirsótt hjá sjómönnum
Frumkvöðlarnir vilja ekki láta bola
sér út af þeim svæðum sem þeir fundu
Brimbútur Íslendingum hefur hing-
að til ekki dottið í hug að borða sæ-
bjúgu. Þau eru sælkeramatur í Asíu.
Í HNOTSKURN
»Margar tegundir eru til afsæbjúgum/hraunpussum.
Brimbútur er veiddur hér.
»Brimbútur er 15-40 smlangur og 5-10 sm á þykkt.
Hann er sívalur og mjókkar til
endanna.
»Húðin er þykk og virðistleðurkennd en er samt
mjúk viðkomu.
»Sæbjúgu finnast í stórumhópum eða breiðum.
»Þau eru líffræðilega skyldkrossfiskum og ígulkerum
þótt útlitið gefi það ekki til
kynna.
»Sæbjúgu þykja herra-mannsmatur í Asíu og
jafnvel talin búa yfir lækn-
ingamætti.
Fjölskylduhjálp Íslands
Neyðarkall
frá Fjölskylduhjálp Íslands
Hátt í 16000 einstaklingar eru nú án atvinnu auk þeirra þúsunda, sem
minna mega sín í þjóðfélaginu. Stór hópur þessa fólks reiðir sig á að-
stoð Fjölskylduhjálparinnar nú um hátíðirnar.
Tökum höndum saman og leggjum okkar að mörkum til að allir geti
haldið gleðileg jól.
Tekið er á móti matföngum að Eskihlíð 2-4
í Reykjavík þriðjudaga kl. 9-13, miðviku-
daga kl. 9-18 og fimmtudaga kl. 9-13. Símar
Fjölskylduhjálparinnar eru 551 3360 og 892
9603. Einnig er tekið á móti framlögum á
reikningi Fjölskylduhjálpar Íslands bnr.
101-26-66090, kt. 660903-2590. Netfang:
fjolskylduhjalp@simnet.is