SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 4
4 14. febrúar 2010
Valentínusardagurinn er á enskunni kenndur við dýr-
ling, Saint Valentine, en alls óvíst er af hverju dagur
ástarinnar heitir eftir honum. Margir dýrlingar gengu
undir nafninu Valentine en engar heimildir tengja dýr-
ling með þessu nafni við rómantíska ást.
Bæði Rómverjar og Grikkir fögnuðu hátíðum sem
tengdust hjónabandi og frjósemi í febrúar og hugs-
anlegt er að þegar kristnin fór að breiðast út hafi
þessar hátíðir verið yfirfærðar í hið kristna tímatal og
þannig hafi dagur heilags Valentínusar orðið til.
Sú saga sem er einna vinsælust í dag segir frá því
að ungur prestur að nafni Valentínus hafi í trássi við
fyrirskipan rómversks keisara gefið saman unga her-
menn og ástmeyjar þeirra. Þegar keisarinn komst að
svikunum lét hann handtaka prestinn og fleygja hon-
um í fangelsi. Áður en hann var tekinn af lífi skrifaði
hann fyrsta valentínusarkortið til stúlku sem hann
elskaði.
Þessi saga er líklega uppspuni frá grunni en sögu
valentínusarkortanna má sannarlega rekja aftur til
ársins 1400 þegar „Hæstarétti ástarinnar“ var kom-
ið á fót í París á Valentínusardag.
Óþekktur uppruni
Valentínusardagsins
séu þiggjendur, sem af einhverjum ástæðum er ekki
hægt að gera til hæfis og karlarnir vonlausir gefendur. Af
hverju eru karlarnir ekki spurðir að því hvað þeir vilja?
Ef við höldum okkur við þetta afmarkaða efni, Valent-
ínusardaginn, þá er svarið að sjálfsögðu að á einhverjum
tímapunkti breyttist sá siður að konur og karlar skiptust
á litlum ástarmiðum, valentines, 14. febrúar, og varð að
rómantískri kvöð fyrir karlmenn að heilla elskuna sínu
upp úr skónum. Hér á Íslandi höfum við rétt fengið smá
smit af þessum degi og hefur í raun mismikið farið fyrir
N
iðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var af
súkkulaðiframleiðandanum Lindt Lindor,
virðast staðfesta þá gömlu kreddu að menn
hafi ekki hugmynd um hvað konur vilji, að
minnsta kosti ekki þegar kemur að rómantík. Könn-
unin var gerð í Bretlandi í tilefni Valentínusardagsins
og um tvöþúsund og eitthundrað manns tóku þátt.
Í ljós kom að um sjötíu og átta prósent kvennanna
vildu helst fá rómantísk bréf eða ástarljóð á Valent-
ínusardaginn, en réttur helmingur karlanna hafði lagt í
slíkar skriftir. Samkvæmt svörunum var það sá tími og
alúð sem skrifin útheimta sem konunum þótti eft-
irsóknarverð, og fimmtíu og sex prósent sögðust
myndu verða fyrir vonbrigðum ef þær fengju ást-
arjátningu á Facebook-síðurnar sínar. Mennirnir voru
hins vegar líklegri til að vilja koma þessu hratt frá,
rúmlega fimmtungur þeirra sagðist líklegast myndu
senda smáskilaboð, um tíu prósent að þeir myndu
senda tölvupóst og játuðu sex prósent karlkyns þátt-
takenda að hafa fengið „lánað“ úr ástarjátningum ann-
arra en kvittað sjálfir undir.
Sú spurning sem liggur til grundvallar er „Hvað er
það sem konur vilja?“ og spurt er í ákveðnu samhengi,
í þessu tilfelli, og oftar en ekki, í sambandi við róm-
antískar væntingar. Forsendurnar eru þær að konur
honum ár frá ári. En þetta er alvörumál í Bretlandi, þar
sem siðurinn er upprunninn, og sérstaklega í Bandaríkj-
unum. Það er um margt merkilegt að hann hafi náð að
lifa svo góðu lífi þar vestra, þar sem kvenfrelsis- og
kynlífsbyltingin breytti þjóðfélaginu á örskömmum
tíma.
Samskiptasíðan Facebook er einn nýjasti vettvangur
rómantískra tilburða. Þar bæði byrja sambönd og enda
og það verður varla framþróun í sambandinu án þess að
sameiginleg ákvörðun sé tekin um að breyta „róm-
antíska statusnum.“ Það er því ekki skrýtið að vefurinn
sé nú þegar undirlagður af valentínusartilstandi sem á
líklega enn eftir að ná hápunkti sínum. Þar má þó líka
finna ótal síður þar sem deginum er harðlega mótmælt,
aðallega á þeim forsendum að hann sé ekki lengur dagur
ástarinnar heldur tilbúningur auglýsingagúrúa.
En það er ekki við daginn að sakast, í upprunalegri
mynd á hann lítið sameiginlegt með þeim degi sem hann
er í dag. Og Íslendingar, sem enn hafa ekki boðið hann
velkominn í hóp sérmerktra hátíðisdaga á bankadaga-
tölunum sem prýða skrifborð út um land allt, geta enn
ákveðið hvernig honum eigi að hátta. Ef spurt er bæði
„Hvað vilja konur?“ og „Hvað vilja karlar?“ og kynin
reyna að gefa hvort öðru brotabrot af því sem hitt vill,
þá verður niðurstaðan örugglega þekkari en hitt.
Rauðar rósir, hjörtu og súkkulaði eru dæmigerðar táknmyndir Valentínusardagsins og heill iðnaður er nú orðin til í kringum þennan febrúardag.
Reuters
Að gefa og þiggja
Valentínusardagurinn; dagur ásta eða átaka?
Vikuspegill
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is
Í eina tíð játuðu bæði menn og
konur ást sína á Valentínus-
ardaginn með því að skiptast á
litlum ástarmiðum.
Í dag hefur hefðin þróast þann-
ig að ætlast er til þess að karl-
maðurinn geri eða kaupi eitt-
hvað rómantískt handa ástinni
sinni.
Í stað þess að vera dagur fallegra ástarjátninga er
14. febrúar orðinn neysluhátíð og illa liðinn af mörg-
um.
einfalt & ódýrt!
2 stk.
í pk.
ÍM vatnsde
igsbollur
m/rjóma, s
úkkulaði
og sultu, 2
stk.
298kr.pk.
Bolla Bolla Bolla Bolla Bo
Bolla Bolla Bolla Bolla Bo