SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 8
8 14. febrúar 2010 E inn áhrifamesti og ódælasti tískuhönn- uður heimsins í dag, Alexander McQueen, lést á fimmtudagsmorguninn. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg, hengt sig, aðeins fertugur að aldri. Lee Alexander McQueen fæddist 16. mars árið 1969 í London og ekki með neina silfurskeið í munni. Faðir hans starfaði sem leigubílstjóri og móðir hans var kennari, þau eignuðust sex börn og var McQueen yngstur þeirra. Snemma var ljóst hvert stefndi með pilt en sagan segir að hann hafi verið byrjaður að gera kjóla á systur sínar á unga aldri. McQueen var aðeins sextán ára þegar hann komst að sem lærlingur hjá hinu virta klæðskera- fyrirtæki Anderson & Sheppard. Þaðan fór hann að vinna hjá Gieves & Hawkes og hinum frægu leik- búningahönnuðum Angels and Berman’s. Um tví- tugt eyddi hann tíma hjá fatahönnuðinum Koji Tatsuno áður en hann fór til Ítalíu að vinna fyrir Romeo Gigli. Hann sneri aftur til London árið 1994 og fór þá í fatahönnunarnám í Central Saint Mart- ins College of Art and Design. McQueen vakti strax athygli fyrir hæfileika og var útskriftaverkefni hans keypt í heild sinni af bresku tískudívunni Isabellu Blow. Hún var óþreytandi að tala máli hans þótt framan af væri hann hundsaður fyrir „hlægilegar leikhúsflíkur“ sínar. McQueen og Blow voru miklir vinir en hún framdi sjálfsmorð árið 2007 og er það talið hafa átt þátt í áhrifaríkri ákvörðun hans um að taka líka sitt eigið líf. Móðir McQueen lést einnig 2. febrúar síð- astliðinn og átti hann erfitt uppdráttar eftir lát hennar. McQueen var samkynhneigður og opinberaði það fyrir fjölskyldu sinni þegar hann var átján ára. Árið 2000 giftist hann unnusta sínum, George For- syth, heimildamyndagerðarmanni, en hjónaband- inu lauk nokkrum árum síðar. McQueen kom á sínum tíma með ferskan andblæ inn í tískuheiminn, hann rokkaði hann upp og var sýninga hans alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu þó þær hlytu oftar meiri gagnrýni en lof, sérstaklega þegar hann starfaði sem að- alhönnuður Givenchy-tískuhússins. Þar var hann í fimm ár áður en hann setti á lagg- irnar sín eigin merki; Alexander McQueen og McQ sem er hversdagslegri lína. Um hæfileika McQueen þarf ekki að orðlengja, hann var meðal annars val- inn fatahönnuður ársins í Bretlandi fjórum sinnum á árunum 1996 til 2003 og var sæmdur CBE-orðu bresku krúnunnar árið 2003. McQueen var mikill áhuga- maður um köfun og notaði innblásturinn sem hann fékk úr köfuninni í hönnun sína eins og sást á tískusýningu hans í haust þegar hann sýndi vor- og sumarlín- una 2010. Hann sótti líka innblástur í pönkið og nýrómantíkina og var vor- og sum- arlínan 2010 hjá McQ innblásin af neð- anjarðarmenning- unni í London á níunda áratugn- um. Afhjúpa átti nýjustu vorlínu hans á tísku- vikunni í París þann 9. mars næstkomandi. Vikuspegill Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þessar fjaðrir sáust á sýningu á haust og vetrarlínu McQueen 2006-2007. Kventískan vor/sumar 2010 var augljóslega innblásin af sjávarlífverum. Herratíska McQueen haust/vetur 2010-’11 var sýnd í janúar. Meistari McQueen fallinn frá Leikkonan Sarah Jessica Parker og McQueen mættu saman í veislu í Metropolitan-safninu 2006. Parker var mikill aðdáandi McQueen. Reuters Tískuhönnuðurinn Alexander McQueen var ódæll en áhrifamikill ’ Lee Alexander McQueen fædd- ist 16. mars árið 1969 í London og ekki með neina silfurskeið í munni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.