SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 15
14. febrúar 2010 15
JÓNSI er kunnastur fyrir að vera forsöngvari
Sigur Rósar en þau eru ótal mörg verkefnin
sem hann hefur sinnt utan sveitarinnar í
gegnum tíðina og væntanleg sólóplata er að
vissu leyti nokkurs konar framlenging á
þeirri starfsemi. Flest þeirra hafa farið til-
tölulega lágt, alltjent gagnvart hinum al-
þjóðlega poppheimi. Jónsi þarf alltaf að vera
að sýsla eitthvað og Sigur Rós ein svalar
ekki sköpunarþörfinni.
Tónlistarlega varð hans fyrst vart í grugg-
sveitinni Stoned, skömmu eftir 1990. Þar
söng hann og lék á gítar og tónlistin var
Smashing Pumpkins-legur grautur. Þeim
pælingum var síðan fram haldið með hljóm-
sveitinni Bee Spiders sem gerði skurk í
Músíktilraunum um miðjan tíunda áratug-
inn. Áður en Sigur Rós fór á flug vann Jónsi
m.a. sem upptökumaður og tók t.d. upp
kassettu árið 1997 fyrir gímaldin, Gísla
Magnússon (son Megasar). Sama ár tók
hann upp plötu Soðinnar fiðlu, Ástæðan
fundin, og söng m.a. inn á plötu dip árið
1999, Hi-camp meets lo-fi, en um sam-
starfsverkefni Sigtryggs Baldurssonar og Jó-
hanns Jóhannssonar var að ræða. Þar not-
aðist hann við listamannsnafnið Frakkur.
Sama ár lögðu hann og Sigur Rós skáldkon-
unni Diddu lið á plötu hennar Strokið og
slegið. Ári síðar kom tónlist Sigur Rósar og
Hilmars Arnar Hilmarssonar við Engla al-
heimsins út á plötu og var það fyrirtæki Sig-
ur Rósar, Krúnk, sem gaf út. Var það fyrsta
platan sem kom út á þess vegum en um
hönnun umslags sáu Gustur & Frakkur,
sem voru leyninöfn Jónsa og Ágústs Ævars
Gunnarssonar, fyrrverandi trymbils Sigur
Rósar.
Árið 2004 kom Jónsi einn fram sem
Frakkur á fimm ára afmæli Tilraunaeld-
hússins sem var haldið í Klink og Bank.
Það gerði hann með pomp og prakt, hann
leiddi þar með trommuslætti hóp barna og
unglinga sem voru uppábúin í einkenn-
isbúninga, marseraði inn í salinn af miklum
glæsileik og svo út aftur. Árið 2006 gáfu
Jónsi og unnusti hans, Alex Somers, út
myndabókina Riceboy Sleeps sem átti eftir
að bera með sér ýmis tengd verkefni. Opn-
uðu þeir sýningu í Galleríi Turpentine sama
ár í tengslum við útgáfuna og sýndu myndir
og myndbandsverk. Þremur árum síðar,
eða í fyrra, kom svo út platan Riceboy
Sleeps, sem var tekin upp með órafmögn-
uðum hljóðfærum, en auk þess komu Ami-
ina og stúlknakórinn Kópavogsdætur við
sögu. Platan kom út á heimsvísu í gegnum
hið fornfræga Parlophone Records í júlí
2009.
„Síðan ég kynntist Jónsa fyrst (fyrir tíu ár-
um síðan) hefur hann alltaf verið að bauka
eitthvað í eldhúsinu sínu, svefnherberginu
og stofu, að búa til tónlist til viðbótar við þá
sem hann gerir með Sigur Rós,“ skrifar um-
boðsmaður hans, John Best, á vefsíðu Sig-
ur Rósar. „Það var raftónlistarplatan, óraf-
magnaða platan, poppplatan o.sfrv. Okkur
datt aldrei í hug að þetta kæmi út, þær virt-
ust meira þjóna þeim tilgangi að seðja þá
miklu listrænu orku sem Jónsi býr yfir.“
Best ræðir síðan aðeins um gerð plöt-
unnar og endar svo á háu nótunum.
„Ég hef ekki verið jafn spenntur yfir plötu
síðan ég heyrði Ágætis byrjun í fyrsta skipti,
fyrir meira en tíu árum síðan. &%$?! eigi
það! Eruð þið tilbúin!?“
Þessa mynd tóku systur Jónsa, þær Lilja og Inga, eins og hann ræðir um í viðtalinu.
Ljósmynd/Lilja og Inga Birgisdætur
Í leit að lífi …
ar þægilegt kannski. Það þarf ekki mikið
að tala um hvað þarf að gera. Núna var
maður kominn í þá stöðu að þurfa að
draga vagninn og þykjast vita hvað væri
best þó að maður vissi það ekki endilega.
Að taka ákvarðanir þó að maður hefði
ekki hugmynd um hvað væri að fara að
gerast. Mér fannst þetta gott. Að henda
sér út í djúpu laugina og sjá bara hvað
gerist.“
Söngröddin var svo tekin upp í stof-
unni heima hjá Jónsa og ýmsu var síðan
bætt við, alls kyns dótaríi úr hljóð-
smölum smurt snyrtilega ofan á hljóð-
myndina.
„Er þetta þá búið?“ segir Jónsi með
kersknislegan glampa í augum. Blaða-
maður hlær hátt og Jónsi sömuleiðis.
Aumingja maðurinn er vanur að sitja í
klukkustundir með misskemmtilegum
blaðamönnum, þyljandi upp sömu sög-
una æ ofan í æ. Viðtalið er reyndar alveg
að verða búið, þó að það sé ekki gefið
upp. En áfram höldum við, í sama slaka
gírnum.
Ekki aftur snúið
Í desember fór lagið „Boy Lilikoi“ í spil-
un, fólk sem skráði sig fyrir fréttabréfi frá
opinberri heimasíðu Jónsa
(www.jonsi.com) gat halað því lagi niður
frítt. Myndband við lagið „Go Do“, sem
verður fyrsta formlega smáskífan, er þá
komið út, en leikstjórar eru þeir Árni &
Kinski, Stefán Árni Þorleifsson og Sig-
urður Kjartansson. Þeir hafa unnið
nokkur myndbönd fyrir Sigur Rós áður.
Þessi lög eru eins og Jónsi lýsti verkferl-
inu; villt og „crazy“. Gáskafull og grall-
araleg nánast og að því leytinu til nokkuð
á skjön við þá hljóma sem fólk þekkir frá
Sigur Rós.
„Þetta er mjög rytmískt, og takturinn
dálítið hreinn og beinn,“ segir Jónsi. „Og
svo syng ég á ensku í fyrsta skipti. Það er
dálítið „scary“ líka.“
Jónsi segir að þegar hann hafi séð
hvernig platan var að þróast hafi hann
ákveðið að fara alla leið með þetta; gefa
plötuna út um allan heim, túra rækilega
o.s.frv.
„Eftir þessa törn með Nico og Samuli
varð ekkert aftur snúið. Þá var þetta
spurning um allt eða ekkert. EMI verða
svo bara að treysta mér. Þeir ættu að geta
gert það, eftir að hafa lært að vinna með
Sigur Rós. Þeir hafa ekkert með þetta að
segja, maður getur hvað sem er í raun-
inni. Nema kannski að prumpa í míkró-
fón, en ég veit það ekki … Umboðsmað-
urinn sér um þetta allt saman, ég reyni
bara að halda mig hérna heima og skipti
mér sem minnst af slíku.“
Tónleikaferðalagið hefst svo um leið og
platan kemur út og stendur í ellefu mán-
uði.
„Við erum að fara að spila út um allar
trissur. Þetta verða 1.000-2.000 manna
staðir. Gaukurinn (hlær). Helst langar
mig til að hafa ekki neitt upphitunar-
atriði en ég held að það þurfi að vera. Er
það ekki? Mig langar bara til að fólk komi
og hlusti á tónlistina. Á tónleikum þarf
fólk alltaf að bíða eftir því sem það kom
til að sjá og þarf að hlusta á eitthvað rusl
sem það fílar ekkert á meðan (hlær). En
ég er svona að spá í þetta. Ég er þá ennþá
að safna í band. Alex kemur með mér,
Úlfur Hansson (Klive) spilar á bassa og
vonandi einhverja elektróník. Ég er ekki
viss hvort Samuli meikar að koma, hvað
þá Nico. En þetta verða að vera menn
sem geta hangið með mér í ár.“
Spilar Sigur Rós endalaust?
Jónsi gerir tónlist, en svo mikið meira
líka. Hann hefur gefið út bækur, málað
myndir, hannað umslög, smíðað o.fl. og
o.fl. Allur pakkinn, heildarhugmyndin á
bak við tónlistina og allt sem fylgir, um-
slög, sviðsmynd og fleira virðist skipta
Jónsa miklu máli.
„Já, mér finnst þetta allt saman frekar
mikilvægt. Umslögin, myndböndin, mér
finnst þetta allt saman mjög skemmti-
legt. Ég fékk systur mínar, þær Lilju og
Ingu, til að vinna umslagið og það var al-
veg frábært. Stundum leitar maður langt
yfir skammt að einhverju. En svo gekk
þetta fjölskyldusamstarf svona glimrandi
vel upp. Ég var auðvitað smeykur um að
eitthvað myndi slettast upp á vinskapinn
en svo varð þetta bara gaman.“
En hvað með Sigur Rós?
„Heyrðu … við erum bara hættir.“
Þögn.
„Nei, djók. Við erum bara í pásu, það
eru allir í þessu barnastússi. Við erum líka
að fara að stokka þetta upp býst ég við.
Erum búnir að losa okkur við Sundlaugina
og erum komnir í skúrinn til Orra. Sveitin
er aftur orðin bílskúrssveit! Við vorum að
endurvinna gömul lög og þá fórum við að
spila allir saman fjórir og það var alveg of-
boðslega gaman. Við fundum okkur vel í
þeim gír og ég býst við að við höldum
áfram á þeirri braut í ár.“
’
Núna var maður
kominn í þá stöðu að
þurfa að draga
vagninn og þykjast vita
hvað væri best þó að mað-
ur vissi það ekki endilega.
Að taka ákvarðanir þó að
maður hefði ekki hug-
mynd um hvað væri að
fara að gerast.