SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Side 16

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Side 16
16 14. febrúar 2010 H ver er bakgrunnur skáldsins? Ertu héðan úr Reykjavík og fórstu strax að skrifa eða varstu í einhverju námi áður? „Móðir mín heitir Ingibjörg Herdís Hall- dórsdóttir og er sjúkraliði, pabbi er fiskverkandi og heitir Óskar Kjartan Guðmundsson. Ég ólst upp í Breiðholti til sjö ára aldurs, þá tók Graf- arvogurinn við til ársins 2000, þá fluttum við í Vest- urbæinn. Ég var í Breiðholtsskóla og Foldaskóla og síðan MR. Ég byrjaði í lögfræði í háskólanum en hætti því námi. Ég gleymdi reyndar að þakka einum manni í ræðunni í gær. Það var sá sem stal töskunni minni hálfum mánuði fyrir jólaprófin. Þetta var lítil, svört taska og það stóð Forrest Gump á henni. Maðurinn þekkir hana ábyggilega af lýsingunni ef hann les þetta. Ég var í fornbókabúðinni hans Braga, þegar hann var við Vesturgötuna, og lagði hana frá mér á ganginum. Ari Gísli Bragason var að sýna mér gamla bók eftir Arngrím lærða bak við, en þegar ég kom aftur fram var taskan horfin, allar lagabækurnar og glósur vetrarins. Ég hafði verið nokkuð áhuga- og samviskusamur í náminu, en tók þetta sem merki um að ég ætti að snúa mér að öðru. Hér með færi ég þessum þjófi þakkir fyrir inngripið.“ Þannig að þjófurinn hefur valdið því að þú fórst að leggja fyrir þig skriftir? „Ég fór reyndar í frí fyrst en færði mig síðan í lyfjafræði haustið eftir. Þar varð ég líka fyrir undarlegri upplifun. Ég vaknaði einn morguninn þegar ég átti að mæta í skól- ann og fékk það á tilfinninguna að ég væri að mæta í tíma fyrir einhvern annan. Þetta var einn af þessum gráu nóv- emberdögum – ég fékk sterklega á tilfinninguna að ein- hver hefði hringt í mig og beðið mig að mæta í fyrirlestra og dæmatíma dagsins og glósa því hann kæmist ekki sjálfur. Ég ákvað að gera uppreisn gegn þessu og mæta ekki. Ég lét reyndar ýmislegt trufla mig á meðan ég var í námi, hlustaði á tónlist og las mikið frjálst, skáldverk og ljóð, og fiktaði krampakennt við skriftir. Ég fann að ég festi ekki yndi í Háskólanum og man það skýrt þegar ég byrjaði að hripa niður af einhverri alvöru athugasemdir í bók með það að markmiði að verða rithöfundur. Ég sótti Mokka og mætti þangað með David Hume en hafði miða inni í henni þar sem ég skrifaði athugasemdir mínar nið- ur. Ég var hálffeiminn við að fólk áttaði sig á að ég væri farinn að daðra við rithöfundinn. Sú bók er ansi snjáð miðað við hvað hún er lítið lesin, ég notaði hana ein- göngu til að fela að ég væri búinn að færa mig í ritstörfin – kannski líka fyrir sjálfum mér. Ég fór einmitt niður á Mokka núna í vikunni til að skrifa þakkarræðuna fyrir af- hendingu verðlaunanna. Ég settist í sama sætið og ég sat jafnan í þegar ég var að byrja að vinna við þetta. Mokka er kaffihús ríkt af fastakúnnum, þess vegna var yfirleitt sama fólkið þarna þegar ég mætti á mínum tíma, allir í sínu sæti og þetta eina yfirleitt laust fyrir mig. Sætið er innst á bekknum sem er á móti afgreiðsluborðinu.“ Ein senan í bókinni gerist á Mokka, þar sem titillinn verður til þegar söguhöfundur heyrir orðið Bankster notað sem einhverskonar samsuðu úr orðunum banker og gangster og verður brjálaður. Er það þá sena sem þú upplifðir úr sæti þínu á Mokka? „Mér finnst Mokka svo verndað umhverfi, meira að segja tíminn hefur lágmarksáhrif á það. Mokka var eins fyrir uppsveifluna, í uppsveiflunni og er eins í nið- ursveiflunni. Alltaf þetta sama afslappaða umhverfi. Þannig að mér fannst upplagt að hafa eina af aðalsen- unum þar, kraftmestu senuna eiginlega, þegar söguhetj- an rís upp. En senan er skálduð. Maður heyrði oft fólk tala saman á kaffihúsum og götuhornum. Eðlilega féllu oft stór orð.“ Hvernig endaðirðu sem starfsmaður í banka? „Ég byrjaði hjá Landsbankanum sem sumarstarfs- maður árið 1999. Fyrir utan sumarið 2002, þegar ég vann sem hjólbörugutti við fornleifauppgröft í Reykholti í Borgarfirði og á Hólum í Hjaltadal var ég sumarstarfs- maður hjá Landsbankanum til ársins 2005; fékk þá fast- ráðningu. Með fullri vinnu náði ég að jafnvægisstilla lífið, skipuleggja skriftirnar og taka þetta föstum tökum. Það er hálfgerð frumregla að skrifa alltaf eitthvað á hverjum einasta degi, líka eftir Bessastaðabúgí.“ Þú segist yfirleitt vera skrifstofumaður, en hvað er það nákvæmlega sem þú gerir í bankanum? „Þau voru reyndar að stríða mér eitthvað í dag í vinnunni að ég skyldi ekki kalla mig bankamann, þannig að ég held að ég gangist við því núna: Hæ, ég heiti Guð- mundur og er bankamaður. Starf mitt er samt lítið tengt enska orðinu „banker“. Ég er mest í því að ljósrita og skanna fyrir þá sem sinna ákvarðanatökunni í fyrirtæk- inu, græja fundargögn og þess háttar. Ég sinni þjónustu við starfsfólk, það nefnist rekstrarþjónusta sem er deild á starfsmannasviði. Þetta er ekki mjög skilgreint starf, maður þarf bara að vera sveigjanlegur og með vel fitu- sprengda þjónustulund.“ Vinir þínir í bankanum, vissu þeir að þú varst að skrifa þetta? „Nei, ekki á meðan ég var að skrifa. Nema einn, Pétur Örn, sem er núna í slitastjórninni. Ég mætti honum ein- mitt á ganginum daginn eftir að bankinn féll og hann sagði við mig: „Skáld, það þarf að skrifa um þetta!“ Ég tók hann á orðinu og lét vita að ég væri með hríðir. Stundum minnti ég hann á þær en hann fékk ekkert að lesa.“ Hvernig voru viðbrögð vinnufélaganna þegar bókin kom út? „Mjög jákvæð. Hinir neikvæðu hafa alveg hlíft mér. Margir hafa lesið Banksterinn og margir talað um að kaupa bókina eftir að ég fékk verðlaunin. Fólk þarf jú mismikið til að koma sér út í bókabúð. Mér var síðan tek- ið með kostum og kynjum þegar ég mætti til vinnuna eft- ir verðlaunaathöfnina. Blóm og sælgæti á borðinu. Aldrei hafa beðið mín svona mörg skeyti í inboxinu eins og þeg- ar ég kveikti á tölvunni um morguninn. Mér brá, því venjulega er samhengi á milli magns skeyta í inboxinu og álagsins yfir daginn en í þetta sinn tengdust þau ekki vinnunni, dagvinnunni það er að segja – hamingjuósk- irnar með viðurkenninguna voru innilegar og frekar margar.“ En aftur að verkinu sjálfu, það er ára hógværðar og næmni í henni. Atriðin og uppákomurnar eru svo raun- verulegar að maður hefur það á tilfinningunni að þú hafir séð þetta eða upplifað. Í það minnsta að þetta hafi gerst hvort sem þú hefur séð það eða ekki. „Já, örugglega, einhvers staðar. Atvikin áttu sér að minnsta kosti stað í höfðinu á mér. Það er oft með texta, skáldaðan texta, að hann hefst með einum dropa af raun- veruleika. Eitthvað sem maður upplifir en fiktar svo í, breytir viðbrögðum, afleiðingum, sem svo hlaða eintóm- um skáldskap utan á sig. Þannig er Bankster ekki saga mín. Ég er einhleypur og var einhleypur meðan á þessu öllu stóð. Ástarsamband Markúsar og Hörpu er járna- bindingin í verkinu. En ég var ákveðinn í því að það þyrfti að skrifa um þetta hrun og það þyrfti að gera það með ákveðnum hætti. Þegar ég var að melta hvaða nálgun ég ætti að hafa hitti ég gamlan bekkjarfélaga úr MR sem, eins og Vésteinn í bókinni, er sagnfræðingur í doktorsnámi, „Skáld, það þarf að skrifa um þetta!“ Það vakti þónokkra athygli þegar 32 ára skrifstofumaður í banka fékk tilnefningu til hinna íslensku bókmenntaverð- launa í haust fyrir bók sína Bankster. Hún fjallar um banka- mann og konu hans sem missa bæði vinnuna í efnahags- hruninu á Íslandi fyrir einu og hálfu ári. Menn urðu ekki síður undrandi þegar tilkynnt var á miðvikudaginn að Guðmundur þessi Óskarsson ynni verðlaunin. Þetta er þriðja bók höfund- arins en áður hafa komið út eftir hann Vaxandi nánd (2007) og Hola í lífi fyrrverandi golfara (2008). Börkur Gunnarsson borkurg@gmail.com

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.