SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 30

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 30
30 14. febrúar 2010 Ú tför Steingríms Hermannssonar var gerð frá Dómkirkjunni s.l. þriðjudag. Hún fór fram á vegum ríkisins eins og venja stendur til. Athöfnin var í senn virðuleg, hátíðleg og hófstillt og öllum sem komu að henni til sóma. Athygli vakti hve ættjarðarlög voru fyrirferðarmikill hluti þessarar stundar. Kór- inn og hljómlistarfólkið flutti þau af nærfærni og kunnáttu. Sjálfstæðisbaráttan og ættjarðarlögin Hin íslensku ættjarðarlög eru flest frá síðustu öld, einkum þó frá fyrriparti hennar og miðbiki. Sjálf- stæðisbarátta þjóðarinnar er hálfrar annarrar aldar gömul eða svo og þótt hún væri ekki blóðug eins og sums staðar var kostaði hún sín tár og svita, vonbrigði og langa bið. Og flestum þótti því hægt miða. En eins og enginn sér þess merki að dropinn sé að hola steininn, gerir hann það samt, og sjálf- stæðisskrefin stuttu og ófullkomnu komu þjóðinni um síðir að lokamarkinu. Og þótt skiptar skoðanir væru lengstum uppi um það hvernig bæri að haga baráttunni og oft örlaði á svikabrigslum milli bar- áttuhópa, áttu allir eina sannfæringu: þjóðinni myndi vegna betur sjálfstæðri en undir oki eða um flest háð fyrirsvari annarra þjóða. Það hefur sann- ast. Eftir áfangana stóru, heimastjórn, fullveldi og loks lýðveldisstofnun duttu ættjarðarkvæðin dá- lítið úr tísku og skáldin skotruðu augunum annað, og yrkisefnin urðu fjölbreyttari. Sjálfsagt hefur flögrað að sumum að sjálfstæðisbaráttan væri að nokkru einnota. Þegar lokapunktur fullveldis með innlendum stjórnvöldum frá toppi til táar rík- isvalds væri fengið ættu menn að snúa sér að öðru. Og verkefnin voru vissulega óteljandi og ótæm- andi, því landið var stórt og strjálbýlt og þjóðin hafði setið um aldir aftast á merinni. En öðru hvoru er þjóðin þó minnt á, og það stundum óþyrmilega, að sjálfstæði hennar er ekki eilífð- argripur, meitlaður í bjarg sem ekkert fái haggað. Kannski þarf ekki sífellda varðstöðu um þetta fjör- egg, en örugglega að huga reglulega að því og gefa góðar gætur. Það þokaði ættjarðarlögunum niður á botn vin- sældalistans að þjóðernisást og gleði og fögnuður henni tengd hafði átt fyrirferðarmikið skyld- menni, sem komið hafði óorði á alla fjölskylduna. Það var þjóðarhrokinn og þjóðremban. Þá dugði ekki að elska, dá og tigna land sitt og þjóð, heldur færðist aðdáunin á það stig að hún væri í raun öðr- um betri og fremri að gáfum og burðum. Því væri eðlilegt að aðrar þjóðir litu upp til afreksþjóð- arinnar, fyrst af virðingu og svo af undirgefni, hlýðni og hollustu. Mikil voðaverk voru framin í þessu nafni og fyrir þá réttlætingu. Viðbrögðin urðu síðar að kenna þjóðernisvitundinni um, væntumþykjunni og tryggðinni. Slíkir þættir væru vissulega sakleysislegir en væru í raun undirrót hins illa. Pólitískur rétttrúnaður sem geymdur er á sífellt stærri bók tók eftir heimsstyrjöldina síðari til þessa þáttar. Nú hefur aldrei verið sannað með óyggjandi hætti að heilbrigð þjóðernisást feli óhjá- kvæmilega í sér litninga eða gen þjóðrembu og yf- irgang og hættu gagnvart öðrum. Mikið geta menn elskað konu sína og dáð og sungið henni söngva og misvel rímuð kvæði án þess að leggja hatur eða fyrirlitningu á nágrannakonurnar eða seilast eftir auknu lífsrými í bakgörðunum þeirra. Minningarbrot um gestakomu Bréfritari minnist þess að fyrir allmörgum árum sótti hann heim áhrifamikill stjórnmálamaður úr hjarta Evrópu og með honum allmargir aðstoð- armenn. Áttu menn hið ánægjulegasta spjall um það sem þá var efst á baugi, bæði nær og fjær. Eftir að dágott samtal hafði staðið góða stund vék gest- urinn talinu að Evrópusambandinu. Sagðist hann hafa orðið þess var í dvöl sinni að Íslendingar virt- ust hafa fremur lítinn áhuga á inngöngu í þann merka félagsskap. Hverjar myndu vera helstu skýringar á því. Bréfritari fór yfir helstu rök fyrir slíkri afstöðu, sem óþarfi er að rekja, enda les- endum kunn, og nefndi einnig nytsemi EES- samningsins, sem gestirnir þekktu vel til. Í lokin var því svo bætt við að Íslendingar hefðu lengi beðið fullveldis og sjálfstæðis og hefðu aðeins skamma hríð notið enn sem komið væri og því kynni þjóðernis- og frelsisást hugsanlega einnig eitthvað að hafa með málið að gera. Gesturinn sem hafði fram að þessu verið hinn ljúfasti og kurteisin ein spurði þá gestgjafann með töluverðum þjósti hvernig hann „dirfðist“ að draga þjóðernisrök inn í þessa röksemdafærslu. Vegna þessara þóttafullu viðbragða af gestsins hálfu ákvað bréfritari að láta ekki eiga meira inni hjá sér en nauðsynlegt væri. Hann sagði því: Það er hugsanlega vegna þess að Íslendingar hafa aldrei átt þátt í að koma óorði á það hugtak. Gesturinn spratt á fætur og sam- ferðamennirnir með og sýndust helst ætla að rjúka á dyr. Eftir skamma stund (sem virtist þó álitlegur hluti af eilífðinni) settust þeir aftur og umræðunni var beint inn á nýja brautir. Þennan ágæta mann hitti bréfritari síðar erlendis og var engan kala hjá honum að finna. Nú á tímum kemur ættjarðarkapp og metingur helst fram á íþróttaviðburðum af ýmsu tagi og er hyggilegt að veita slíkri þörf, ef hún þarf, útrás í slíkan farveg. Sjálfstæðisbaráttan eilíf En þjóðirnar eru rækilega minntar á það reglu- bundið að sjálfstæðisbarátta ríkja er viðvarandi. Sumir telja þá kenningu sniðugasta að menn verji best sjálfstæði sitt með því að fórna því. Þessi kenning er bara sniðug en að öðru leyti ónýt. Grikkir fórnuðu elsta sjálfstæða gjaldmiðli Evrópu og gengu inn í evruna. Sumir halda því fram að þeir hafi þá beitt brögðum til að uppfylla sett skil- yrði. Hvað sem því líður þá fórnuðu þeir þar með stórum hluta efnahagslegs sjálfstæðis síns. Nú standa þeir með pottlokið í hendinni eins og aumir beiningamenn og vonast til að verða leystir úr skuldafangelsinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar frá Haust og litadýrð á Þingvöllum Reykjavíkurbréf 12.02.10 Sjálfstæðisbaráttan nær og

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.