SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 34

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 34
34 14. febrúar 2010 K uldinn læsti klóm sínum í líkama hennar. Hún leitaði skjóls undir vegg. Fann gegn- blautan pappa og lagði hann á jörðina, hann var betri einangrun en engin. Hún hjúfraði sig að vinum sínum sem þrátt fyrir ungan aldur höfðu gengið í gegnum raunameiri ævi en flestir sem háum aldri ná. Smávaxnir líkamarnir náðu ekki upp hita svo hún dró upp límið. Hellti líminu í skítuga dulu, sniffaði og fann ylinn flæða um sig. Hún lét límið ganga, svo fjöl- skylda hennar gæti yljað sér undir áhrifunum. Fjöl- skyldan á götunni var ekki tengd henni blóðböndum, að Ronnie systur hennar undanskilinni. Þetta voru vinir hennar, að mestu drengir, sem sinntu verndarhlutverki fjölskyldunnar. Hún sniffaði aftur og hungurverkirnir hurfu. Hún heitir Frieda Darvel og var götubarn í Höfðaborg í Suður-Afríku í tæp sjö ár. Hún var aðeins ellefu ára göm- ul þegar hún sagði skilið við fjölskyldu sína og skóla og tók lífið á götunni fram yfir lífið undir þaki foreldra sinna. „Ég tók þá ákvörðun sjálf að flytjast á götuna. Mamma reyndi í fyrstu mikið að fá mig heim aftur. Ég fór nokkrum sinnum heim en valdi alltaf götuna aftur. Það fór svo þannig að mamma gafst upp.“ Þegar Frieda var spurð hvers vegna hún hefði valið götuna fram yfir heimili sitt vildi hún ekki gefa upp ástæðuna. Það er þó ekki erfitt að geta sér til um að heimilisaðstæður þurfa að hafa verið ansi harðar til þess að ellefu ára barn taki svo afdrifaríka og erfiða ákvörðun. Frieda er þriðja yngst af 12 systkinum og alin upp í mikilli fátækt. Foreldrar Friedu hafa glímt við eigin djöf- ul er við kemur neyslu og fátækt og hefur föðurnum bæði reynst erfitt að fá vinnu og eins að halda henni, en hann hefur ætíð verið eina fyrirvinna fjölskyldunnar. „Pabbi vann lengst í nokkur ár í verksmiðju en henni var svo lokað. Hann er nú að vinna sem húsvörður í skóla og fær sem nemur 500 íslenskum krónum fyrir vinnudaginn. Það er mög erfitt að fá vinnu í Höfðaborg ef maður er ekki með menntun og það er erfitt að mennta sig ef mað- ur á ekki peninga,“ sagði Frieda. Elsti bróðir Friedu, sem líka bjó á götunni, lést fyrir rúmu ári síðan úr berklum og hefur það reynst Friedu afar erfitt að takast á við þann mikla missi. Frieda sveipar sjálfa sig engum fegurðarljóma þegar hún rifjar upp æskuna. „Ég var mjög erfið. Hlýddi ekki heimilisreglum, byrjaði ung að reykja og vinir mínir voru vandræðakrakkar. Þegar ég svo flúði heimilið, gat ég gert það sem ég vildi, á þann hátt sem ég vildi. Á götunni fékk ég frelsi og ótakmarkaðan aðgang að vinum mínum og eiturlyfjum.“ Hópurinn sem Frieda umgekkst samanstóð af um tíu börnum. Flest þeirra eru látin í dag eða í fang- elsi. Þó að tíðni morða sé hærri í Kólumbíu en í Suður- Afríku er ekkert annað land eins grimmt gagnvart börn- um og Suður Afríka. 66,3% barna á aldrinum 15-19 ára sem létust í Suður-Afríku á árunum 1999-2000 voru myrt. Fékk aðra til að ræna fólk fyrir sig Frieda og vinir hennar unnu saman að því að skaffa sér bæði fæði og eiturlyf. Um það sagði Frieda: „Við betl- uðum og rændum fólk og það er bara hluti af því að búa á götunni. Við brutumst inn í bíla og tókum það sem við gátum, útvörp, síma og annað. Ég gat reyndar aldrei rænt fólk, svo ég fékk aðra til að gera það fyrir mig, en ég fór síðan með þýfið og seldi það og fékk eiturlyf fyrir. Það var í rauninni miklu auðveldara að betla en það var þeim vandkvæðum háð að við fengum svo sjaldan pening. Fólk vildi frekar gefa okkur mat. Við þurftum á peningum að halda svo við gætum keypt lím og eiturlyf. Límið var okkur nauðsynlegt til að hlýja okkur, losa okkur við áhyggjur og gleyma því hversu svöng við vorum.“ Al- gengasta dópið á meðal götubarnanna er fyrst og fremst límið og svo krakk og „man drugs“ en það er samblanda hinna ýmissu lyfja. „Ég prófaði einu sinni kókaín og það var ekki gott. Ég breyttist í aðra manneskju og gerði hluti sem ég hefði aldrei annars gert. Þetta var algjör bilun,“ sagði Frieda. Frieda telur að krakkarnir á götunni eigi sér flestir svipaðan bakgrunn. „Ég held að það sé mög algengt að börn fari 12-13 ára á götuna. Þau eru þá að flýja ofbeldi og misnotkun. Sum eiga foreldra sem eru alkóhólistar og dópistar. Mér finnst samt eins og það sé meira af yngri börnum á götunni í dag en þegar ég var á götunni, þó ég viti það ekki fyrir víst. En það er og hefur alltaf verið töluvert meira um stráka á götunni en stelpur,“ sagði Frieda. Á götunni er ofbeldi, nauðganir, vændi, eiturlyf, sjúk- dómar og morð daglegt líf og getur verið erfiðara fyrir ungar stúlkur en stráka að lifa í slíku umhverfi vegna stöðugra ógnana. „Það getur verið erfitt að verjast strák- unum á götunni og þess vegna langaði mig fljótt að eign- ast kærasta, sem ég gerði. Hann hét Boeta og þó að hann hafi kannski ekki verið fyrirmyndardrengur þá sinnti hann hlutverki verndarans.“ Hann lést fyrir tvítugt úr berklum. Á hverjum degi greinast 1.000 manns með HIV í Suð- ur-Afríku en skömmin sem fylgir sjúkdómnum er svo mikil að þetta skelfilega vandamál er sjaldan rætt meðal fólksins. Það er áætlað að 80-90% götubarna í Suður- Afríku séu smituð, en þeirra á milli er talað um vírusinn, þá sjaldan hann er ræddur. Börnunum gefst kostur á frí- um lyfjum og aðhlynningu en aðbúnaðurinn er afar fá- tæklegur. Lyfjagjöfin þarf líka að vera regluleg og börnin þurfa sjálf að leita sér lækninga, sem þau oft ýmist gleyma eða sækjast ekki eftir. Þar sem götubörnin eru svo mörg HIV-smituð ræða þau aldrei um að alnæmi hafi Frieda var aðeins ellefu ára gömul þegar hún sagði skilið við fjölskyldu sína og fluttist á götuna í Höfðaborg. Morgunblaðið/Ómar Af götunni í Höfðaborg í söngnám í Stokkhólmi Hún var götubarn og lifði á því að betla og ræna. Í dag syngur hún með gospelkórum í Svíþjóð, heimsækir Ísland og á sér draum um að koma fótum undir fjölskyldu sína með eigin frægð og frama. Signý Gunnarsdóttir signyg@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.