SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 35

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 35
14. febrúar 2010 35 dregið vini þeirra til dauða og oftast segja þau að vinirnir hafi dáið úr TB, eða berklum. Frieda upplifði mikinn hrylling þau ár sem hún var á götunni. Margt þykir henni ekki neitt tiltökumál og ofbeldi gagnvart konum svo algengt að varla taki að nefna það. Hún ber stærðarinnar ör á fæti og baki eftir að fyrrverandi kærasti hennar, þó ekki Boeta, lamdi hana með járnstöng. Það fannst henni samt ekki svo slæmt. Systir hennar lá kjálkabrotin í margar vikur á spítala eftir sinn mann og það þótti henni verra. „Ég varð líka einu sinni vitni að því að vinkonu minni var nauðgað. Næsta dag hitti ég strákinn sem nauðgaði henni og hann sagði að ef ég myndi segja frá myndi hann drepa mig. Ég geymi ennþá þetta leyndarmál og hef ekkert sagt. Vinkonu mína hef ég ekki séð síðan henni var nauðgað og ég veit ekkert hvað varð um hana.“ En hvort sem börn búa á götunni í Suður-Afríku eða í upphituðu húsi á Íslandi þá eiga þau sér flest hver drauma. Frieda hefur sungið frá því hún man eftir sér og átt þann draum lengi að verða fræg söngkona. Árið 2002, þá búsett á götunni, reyndi hún fyrir sér í sjónvarpsþætt- inum Pop-Stars í Suður-Afríku. Sá þáttur er byggður á sömu hugmyndafræði og Idol Stjörnuleit sem sýnd hefur verið hér á Íslandi. Með sína undurblíðu rödd komst Frieda áfram í 50 manna úrslit, sem þykir mjög gott í svo stóru landi. Saga hennar vakti athygli, enda ekki á hverj- um degi sem götubörn reyna fyrir sér í poppbransanum. Kvikmyndagerðarmennirnir Helgi Felixson og Titti Johnson voru einmitt stödd í Höfðaborg á þessum tíma vegna vinnu sinnar, þeim þótti Frieda og saga hennar áhugaverð, komu að máli við hana og úr varð að um hana var gerð heimildarmyndin Undir stjörnuhimni. Myndin naut mikilla vinsælda, bæði í Svíþjóð og Suður-Afríku og Frieda varð á augabragði þekkt í löndunum tveimur. „Mér fannst í fyrstu erfitt að treysta Helga og Titti en svo fóru þau að tala við okkur krakkana og sýna okkur áhuga og þá byrjaði samband okkar að vaxa. Mér fannst stundum erf- itt að hafa myndavélina í andlitinu en vandist því samt fljótt. Krakkarnir stálu líka oft frá Helga og Titti, símum og öðrum hlutum og brutust einu sinni inn í bílinn þeirra. Þannig að þau þurftu að ganga í gegn- um ýmislegt við gerð myndarinnar,“ sagði Frieda. Helgi og Titti tengdust Friedu það sterkum böndum við gerð myndarinnar að þau gátu ekki hugsað sér að skilja hana eftir á götunni þegar þau héldu til Svíþjóðar. Þau buðu henni nýtt líf í Svíþjóð, sem hún þáði. „Ég var ekki búin að vera lengi í Svíþjóð þegar ég uppgötvaði að ég var ekki tilbúin að yfirgefa götulífið. Ég gerði mér vissulega grein fyrir að þarna fengi ég tækifæri til að breyta lífi mínu en ég var í svo mikilli neyslu á þessum tíma og því var tími minn í Svíþjóð mjög erfiður því þar gat ég ekki nálgast nein vímuefni. Að sjálfsögðu saknaði ég líka Boeta kærasta míns og vina minna en þeir voru mér allt. Ég fór því aftur til Höfðaborgar til þess að búa á götunni þar sem ég hafði ekki hugrekki þá til að yfirgefa það líferni. Helgi og Titti gáfust aldrei upp á mér og það er þeirra vegna sem ég fer enn tvisvar á ári til Svíþjóðar og læri söng og syng með gospelkórum og án þeirra hefði ég aldrei fengið tækifæri á að heimsækja Ísland,“ sagði Frieda. Tók fyrst eftir snjónum En hvað ætli Friedu finnist um Ísland? „Það fyrsta sem ég tók eftir var snjórinn. Það snjóar aldrei í Höfðaborg en svo sá ég fljótt að það er líka mikill munur á fólkinu. Ís- lendingar ganga fram hjá manni, líta jafnvel framan í mann en heilsa hvorki né brosa. Í mínu landi væri því öf- ugt farið. Við brosum og heilsum ókunnugum. Maturinn hér er líka svolítið skrítinn. Mér finnst fiskurinn góður en ég er ekki mjög hrifin af neinu öðru. Það sem stendur samt upp úr hjá mér er ferð mín að Gullfossi og Geysi. Ég hef aldrei séð neitt jafn fallegt í náttúrunni. Ég tók mikið af myndum til að sína vinum mínum heima,“ sagði Frieda. Þegar Frieda var orðin átján ára gömul áttaði hún sig á því að hún var ekki tilbúin að vera á götunni til æviloka. Hún hafði séð á eftir fjölmörgum vinum sínum, bæði í fangelsi og eins yfir móðuna miklu. „Allt í einu var ég bara komin með nóg. Ég fann ekkert gott við götulífið. Hvert ár var öðru líkt, þó að erfiðleikarnir væru mis- jafnir. Einn daginn hringdi ég í Linzi Tomas, en hún er stofnandi My-Life verkefnisins í Höfðaborg sem aðstoðar götubörn við að koma undir sig fótum. Ég sagði henni að ég gæti ekki lifað svona lengur og hún kom mér í My-Life ferlið. Þangað kemst maður ekki nema maður sé sjálfur tilbúinn til þess, því það er eingöngu hægt að hjálpa fólki sem vill láta hjálpa sér.“ sagði Frieda. Gatan kallaði í sí- fellu á Friedu í fyrstu og hún strauk frá heimilinu aftur á götuna til að nálgast eiturlyf og vera með vinum sínum. Þeir sem vinna með götubörnum vita hve aðdráttarafl götunnar getur verið sterkt þegar þú hefur einu sinni bú- ið þar og eru því umburðalyndir gagnvart slíkum hlið- arskrefum. Frieda er núna 24 ára og hefur ekki neytt vímuefna í sex ár. Hún stundar tónlistarnám í Svíþjóð og á sér þann draum heitastan enn í dag að verða heimsfræg söngkona og í framhaldi af því að kaupa stórt hús fyrir fjölskyldu sína í Höfðaborg. Hún er í góðu sambandi við Helga og Titti og býr hjá þeim þegar hún dvelur í Svíþjóð. Nú stendur yfir gerð framhaldsmyndar um Friedu sem fjallar um líf hennar eftir götuna. Hún er þakklát reynslu sinni af götunni og sér ekki eftir henni. Hún segir götuárin hafa mótað sig og kennt sér að vera þakklát fyrir líf sitt. Hér er Frieda aðeins 17 ára og gatan enn heimili hennar. Frieda með Ronnie systur sinni, sem hefur lifað á götunni í 17 ár. Siaha- bulela (t.v.) var mikill vinur Friedu á götunni. Þessi mynd af þeim Friedu og Boeta er tekin nokkru áður en Boeta lést. Hópur Friedu af götunni fylgdist spenntur með gengi hennar í Pop Stars. Hér er hún nýbúin að fá þær fréttir að hún komst í gegnum fyrstu úrtökuna. Frieda er orðin alvön að koma fram og á sér draum um velgengni í söngheiminum.Frieda með móður sinni fyrir ári síðan. Kvik- mynda- gerðarfólkið, Helgi og Titti, hafa reynst Friedu vel. ’ Ég varð líka einu sinni vitni að því að vin- konu minni var nauðgað. Næsta dag hitti ég strákinn sem nauðgaði henni og hann sagði að ef ég myndi segja frá myndi hann drepa mig.“ ’ Á götunni fékk ég frelsi og ótak- markaðan að- gang að vinum mínum og eiturlyfjum.“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.