SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Blaðsíða 37
14. febrúar 2010 37 sem prestarnir vinna eftir. Við sjáum þetta líka í stjórnsýslu kirkjunnar. Það var mjög íhaldssöm og miðstýrð stofnun sem kom fram á sjónarsviðið upp úr miðri síð- ustu öld.“ – Er íslenska þjóðkirkjan nær katólsku kirkjunni en þeirri lútersku hvað þetta varðar? „Það má hiklaust segja það. Þetta skipulag með eindreginni miðstýringu og sterku biskupsembætti minnir svolítið á katólsku kirkjuna og stríðir fyrir vikið gegn íslenskri trúarmenningu und- anfarnar aldir. Hún hefur snúist meira um einstaklinginn, heimilin og jafnvel skól- ann en kirkjuna sem stofnun.“ – Var það ekki einmitt þetta miðstýrða kerfi sem Lúther vildi brjótast undan? „Algjörlega. Það er mjög alvarlegt hvað íslensku þjóðkirkjuna hefur borið langt af leið á skömmum tíma. Kirkjan á ekki að- eins að vera þátttakandi í lýðræðislegri umræðu, heldur að vera þar í forystu, það væri eðlilegra þegar litið er til lúterskrar trúarhefðar og hugsjóna siðbótarmanna, einkum Lúthers og Kalvíns.“ Skortur á fjölbreytni – Var þessi íhaldssama stefna tekin af ákveðnum mönnum eða var þetta ein- faldlega andi þess tíma? „Hvort tveggja. Frjálslynda guðfræðin, sem þjóðkirkjan byggist á og á rætur sínar í upplýsingartímanum, beið fyrst ákveð- inn hnekki með fyrri heimsstyrjöldinni og svo aftur með þeirri síðari. Frjálslynda guðfræðin er í eðli sínu mjög bjartsýn á hvaðeina sem lýtur að manninum, drif- krafturinn í tilvist hans er sterk þrá til alls sem gott er, fagurt og satt; frjálslyndu guðfræðingarnir lögðu áherslu á að mað- urinn gæti þroskast og samfélagið gæti þar af leiðandi einnig þróast til betri veg- ar. Seinni heimsstyrjöldin þurrkaði þessa hugsun að verulegu leyti út og þá opnaðist svigrúm fyrir mjög íhaldssama guðfræði hér á landi. Hér er mjög lítil fyrirstaða vegna smæðar landsins, guðfræðideildin við Háskóla Íslands var og er líka fámenn og kennarar fáir. Þess vegna er erfitt fyrir okkur að halda uppi fjölbreytni sem þekkist meðal stærri þjóða. Við erum að súpa seyðið af því núna.“ – Horfir það til betri vegar? „Það gerir það. Að mínu mati erum við á tímamótum. Við erum búin að uppgötva hvar við stöndum; að við erum illa sett í sambandi við stjórnsýslu kirkjunnar. Kirkjuþing hefur ekki virkað sem skyldi, biskupsembættið er of fyrirferðarmikið í lögum og reglum og kirkjan of miðstýrð. Það er kjarni málsins.“ – Var að einhverju leyti hvikað frá hinni íhaldssömu guðfræði innan kirkj- unnar í biskupstíð Ólafs Skúlasonar? „Að vissu leyti. Þótt guðfræðileg um- ræða hafi ekki sett sterkan svip á kirkjuna þá frekar en nú vaknaði í það minnsta umræða um ný þjóðkirkjulög og nýja skipan innan kirkjunnar. Það sem var sérstaklega jákvætt við þennan tíma var vaxandi gróska í starfi safnaðanna. Það er að mínum dómi það jákvæðasta við þróun kirkjunnar undanfarinn aldarfjórðung. En vel að merkja segir litríkt safnaðarstarf lítið um innri orku kirkjunnar, blómlegt safnaðarlíf getur dafnað í hvernig kirkju sem er, jafnvel í afturhaldssömustu kirkjudeildum vestan hafs getur dafnað fjölbreytilegt safnaðarstarf, a.m.k. á yf- irborðinu.“ Gagnrýnin umræða súrefnið – Hefur gengið illa að berjast fyrir lýð- ræðisumbótum í tíð núverandi biskups? „Verkin tala í því efni og þar eru lýð- ræðisumbætur vandfundnar. Stjórn kirkjunnar lýtur ekki öðrum lögmálum en stjórn annarra stofnana. Biskupar líkt og aðrir stjórnendur hafa tilhneigingu til að kalla til samstarfs við sig fólk sem hugsar líkt og þeir sjálfir. Það eru ekki allir sem hafa víðsýni til að gera ráð fyrir fjöl- breyttum skoðunum. Þegar svo er hallar fljótt á lýðræðið og á gagnrýna umræðu, á rökræðuna sem Lúther og hans menn gerðu svo hátt undir höfði. Allar stofnanir og allar hreyfingar þrífast á gagnrýninni, skynsamlegri umræðu. Hún er súrefnið í lýðræðislegu stjórnkerfi, það hefur lokist upp fyrir mörgum undanfarin misseri. Málið snýst því ekki um einstakar per- sónur heldur um almenna umræðu á vettvangi kirkjunnar.“ – Hvernig taka leikir sem lærðir innan kirkjunnar þessu ákalli um aukið lýð- ræði? „Mér finnst almennar undirtektir vax- andi, sérstaklega núna upp á síðkastið. Það hefur orðið mikil vakning eftir ráð- stefnuna í Skálholti. Þess vegna hef ég það á tilfinningunni að við séum komin að tímamótum og kirkjan muni senn taka mjög margt til endurskoðunar. Það má segja að hún sé að vissu leyti þvinguð til þess en skoðanakannanir sýna að þjóðin ber ekki nægilega mikið traust til kirkj- unnar. Slík skilaboð frá þjóð til þjóðkirkju ber vitaskuld að taka mjög alvarlega. Þjóðkirkjan verður að geta talað við þjóð- ina og notið trausts hennar. Ég hef rætt þetta við erlenda kollega mína og þeir hafa sömu sögu að segja, kirkjan hefur víðar lækkað í áliti á und- anförnum misserum. Í Þýskalandi er mér hins vegar kunnugt um að kannanir hafi leitt í ljós að öðru máli gegni um prestana. Staða þeir er mjög stöðug og sterk miðað við aðrar stéttir samfélagsins. Svoleiðis skoðanakannanir hafa mér vitanlega ekki verið gerðar hér á landi, þannig að við sjáum ekki alla myndina. Ímynd kirkjunnar út á við getur verið allt önnur en sú sem sóknarbörnin upplifa heima í eigin sókn. Þar er fólk nær kirkj- unni sinni og skynjar þjóðkirkjuna með öðrum hætti.“ Fælir fólk frá – Ertu að segja að núverandi ímynd ís- lensku þjóðkirkjunnar fæli fólk beinlínis frá henni? „Ég er ekki frá því. Undanfarið hefur verið nokkur umræða meðal guðfræðinga um þjóðkirkjuna sem hugsjón. Ein ástæð- an er sögulegs eðlis. Sá biskup sem setti þjóðkirkjuna á dagskrá á Íslandi var Þór- hallur Bjarnarson en fyrsta prestastefna hans var 1909 á Þingvöllum. Það er öld síðan og af því tilefni er Kjalarnesspró- fastsdæmi að undirbúa ráðstefnu í Reyk- holti í maí með áherslu á tengsl frjáls- lyndu guðfræðihefðarinnar og þjóðkirkjunnar. Að mínu áliti þrífst þjóð- kirkjan ekki svo vel sé í annarri guðfræði- hugsun en þeirri frjálslyndu. Hún leggur þunga áherslu á Jesú Krist og fyrirmynd hans um breytni og lífsleikni, áhersla hennar er minni á kirkjustofnunina, meiri á trú einstaklingsins og gildi trúarinnar í daglegu líf fólks. Einmitt þess vegna held ég að þjóðin hafi lifað í hinni frjálslyndu trúarhefð alla síðustu öld í það minnsta, þótt kirkjan sem stofnun hafi lifað í ann- arri trúarhefð undanfarna áratugi. Þetta kemur glöggt fram þegar Helgisiðabókin frá 1934 á blómatíma frjálslyndu guðfræð- innar er borin saman við Handbókina frá 1981 á blómatíma íhaldssömu guðfræð- innar. Þetta er stundum eins og svart og hvítt.“ – Hvernig þá? „Það sést til dæmis í sambandi við alt- arisgönguna sem er einn af hápunktunum í helgihaldi kirkjunnar. Í Helgisiðabókinni frá 1934 er altarisgangan skilin sem sam- félagsmáltíð. Þeir sem taka þátt í henni eru að styrkja trú sína á Jesú Krist og sækja til hans kraft og vilja til að taka hann sér enn meir en áður til fyrirmyndar. Vilja verða betri manneskjur og stuðla að betra sam- félagi og betri heimi. Megináherslan í Handbókinni frá 1981 að þessu leyti er sú að Jesú er fórnað á krossinum, líkt og sak- lausu lambi sem er fórnað fyrir syndir mannanna. Þessi fórnarhugsun, sem mörgum finnst vera framandi trúar- hugsun, er ekki í eldri bókinni. Hér er því um reginmun að ræða svo aðeins þetta eina atriði sé nefnt.“ Þörf á gæðaúttekt – Þú ert bjartsýnn á breytingar en verður ekki Biskupsstofa áfram fyrirstaða á leiðinni til aukins lýðræðis? „Á meðan önnur sjónarmið eru þar ekki uppi hlýtur svo að verða. Það er mikil þörf fyrir stjórnsýslu- og gæðaúttekt á þjóð- kirkjunni. Var ekki Ríkisútvarpið að fara í gegnum slíka úttekt og fékk lága einkunn? Kirkjan er ekkert smáfyrirtæki, hún er stór stofnun á íslenskan mælikvarða og hefði mjög gott af því að fara í gegnum út- tekt af þessu tagi þótt ekki væri nema til að leggja mat á lög hennar og starfsreglur sem þar er starfað eftir.“ – Verður ekki biskupsembættið sjálft að hafa frumkvæði að slíkri úttekt? Getur einhver annar aðili gert það? „Eins og ég gat um áðan hefur kirkju- þing æðsta vald í málefnum þjóðkirkj- unnar samkvæmt núgildandi lögum. Það getur hins vegar ekki beitt valdi sínu sem skyldi vegna þess að biskupsembættið hefur sterka stöðu á kirkjuþingi enda býr það enn að fornri frægð. Allt starfslið kirkjuþings er til dæmis frá Biskupsstofu. Forseti kirkjuþings hefur ekkert starfslið og enga skrifstofu þótt svo eigi að heita að hann hafi aðgang að starfsliði biskups- embættisins. Það er líka ókostur að sú að- ferð sem notuð er til að kjósa til kirkju- þings fengi áreiðanlega ekki hæstu einkunn alþjóðlegra eftirlitsaðila. Ég sat á kirkjuþingi í sextán ár og veit að hlutverk kirkjuþingsfulltrúa er ekki auðvelt, m.a. vegna þess hvernig kosið er til kirkju- þings. Það yrði að mínu viti til bóta ef kos- ið yrði eftir listum, þar sem fólk sem hefur sameiginleg baráttumál eða hugðarefni gæti tekið saman höndum og skapað frjóa málefnalega umræðu um kirkjuna og hlut- verk hennar í íslensku samfélagi, slíka umræðu skortir mjög.“ – Þannig að völd kirkjuþings eru meira í orði en á borði? „Einmitt.“ Tími kominn á uppgjör – Er einhver von til þess að þetta breytist í bráð? Er nokkurt fararsnið á núverandi biskupi? „Málið snýst í reynd ekki um einstaka menn og einstaka biskupa. Við getum litið svo á að biskup endurspegli vilja presta og leikmanna á hverjum tíma. Þess vegna er mikilvægt að umræðan um þetta tvennt sé ávallt vakandi innan kirkjunnar: um guð- fræði hennar og stjórnun.“ – Blasir ekki við að næstu bisk- upskosningar verði mjög mikilvægar? Verða þær ekki uppgjör milli íhaldssömu guðfræðinnar og þeirrar frjálslyndu? „Það gæti vel farið svo. Hins vegar stefnir nú í kosningar til kirkjuþings, til þess er kosið á fjögurra ára fresti. Það er mikilvægasti stjórnunarvettvangur þjóð- kirkjunnar og því mikilvægt að áhugasamt fólk gefi kost á sér og sækist eftir þingsæti þar. Brýnt er það það uppgjör sem þú spyrð um fari fram í kirkjunni, ekki síst á kirkjuþingi. Slík tímamót hljóta að verða, þannig hafa hlutirnir gengið þegar litið er til sögunnar. Við þurfum að gera upp við þessa hálfu öld og byrja nýja tíma á breytt- um forsendum, bæði hvað varðar guðfræði og stjórnun kirkjunnar. Við þurfum að hverfa frá miðstýringu og efla kirkjuþing ennþá meira. Þannig undirstrikum við að kirkjan er í sínu innsta eðli grasrótarsam- félag og lýðræðisleg hreyfing.“ Morgunblaðið/RAX Að mínu mati erum við á tímamótum. Við erum búin að uppgötva hvar við stöndum; að við erum illa sett í sambandi við stjórn- sýslu kirkjunnar. Dr. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.