SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Qupperneq 47
14. febrúar 2010 47
LÁRÉTT
1. Lýsingarorð yfir varpaðan í niðurstöðunni (10)
4. Partí í Vatíkaninu er skipun þaðan. (7)
8. Horfir á lit í sérstakri skoðun. (7)
10. Tölvu færð næstum því fyrir krónur og pasta. (10)
11. Sei, sei, lastmælgi við að teygja sig. (7)
12. Grá blandast við urð hjá tré. (9)
13. Deigbolla er á mörkunum að lenda í málm-
bræðsluíláti. (6)
14. Æ, risti sig maður. (5)
16. Háttsettur arabi er fyrir ís. (5)
17. Vatnagangur áfengissopa endar í gráti. (8)
20. Draugur sem gangi. (5)
21. Eggjum verpt undir það sem er háð. (10)
22. Bráð stefna er tekin á fundi. (9)
25. Söngva virtir fyrir réttláta. (8)
28. Með lauftréð úr efninu. (7)
29. Stoðvefurinn í jórturdýri nýtist sem verkfærið. (8)
30. Söngvar bróður Bubba snúa að innflutningi (8)
32. Prútta um blómangan. (5)
33. Nei, sting fyrir brennandi ögn. (6)
34. Naut og Anais mætast í vellíðaninni. (7)
35. Drykkjarmálið hjá draugum er yfirskilvitlega sam-
skiptaaðferðin. (10)
LÓÐRÉTT
1. Slakaðist á einhvern hátt þegar skaddaðist. (9)
2. Skælir einhvern veginn yfir ikt og sérhæfðri yrkingu.
(9)
3. Hitti Al hjá æðri máttarvöldum. (7)
4. Jólatré með rafljósum birtist í jólasöng. (7)
5. Uppgötvi Norðurlandabúa. (5)
6. Átta sig á dóttur Bjarts við hlutfall milli hvítasta hvíta
litar og svartasta svarta litar. (9)
7. Skærur út af Rauð og litnum á honum. (10)
9. Kemur upp skýli yfir fugla. (7)
11. Sú sem stendur ekki lengi er óslitin. (7)
14. Ármynni hefur farvann samfelldan. (8)
15. Er skapvond vegna söng ryks og fær áfall? (10)
18. Hefur fyrir krakkann að sögn í fyrirætluninni. (7)
19. Ílátið mælir dýpt og erindið um landspilduna. (10)
21. Sjá uppkomna á einhvern veginn í slæma málinu.
(9)
23. Samkoman hjá djöflunum sem kemur reglulega. (8)
24. Bylturnar í skít valda fjarvistum. (9)
26. Aðeins pílu hafi fátækur. (6)
27. Algengu elskurnar sem sagt er frá í fréttunum. (8)
31. Gefið dáið. (5)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn með nafni og heim-
ilisfangi ásamt úrlausninni í um-
slagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádegismóum
2, 110 Reykjavík. Frestur til að
skila úrlausn krossgátu 14. febr-
úar rennur út föstudaginn 19. febrúar. Nafn vinn-
ingshafans birtist í blaðinu 21. febrúar. Heppinn
þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi
krossgátunnar 7. febrúar sl. er Óskar H. Ólafs-
son. Hann hlýtur í verðlaun bókina Meistarinn og
Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov. Forlagið gefur út.
Krossgátuverðlaun
SKÁKÞING Reykjavíkur 1975
vakti mikla athygli þegar það
hófst því meðal þátttakenda var
Friðrik Ólafsson. Þar kvaddi sér
einnig hljóðs 14 ára piltur, Mar-
geir Pétursson. Hann verður
fimmtugur á morgun. Hann
komst strax í hóp efstu manna
og hélt sér þar allt til loka. Það
sem mesta athygli vakti frá
hendi hins unga skákmanns var
glæsilegt endatafl sem hann
vann af hinum reynda meistara
Braga Kristjánssyni. Nokkrum
mánuðum síðar varð Margeir
efstur við fjórða mann í lands-
liðsflokki og ári síðar var hann
valinn í ólympíulið Íslands 16
ára gamall. Þeir óvenjulegu
hæfileikar sem hann hafði til að
bera samfara ódrepandi bar-
áttuvilja, seiglu og úthaldi í erf-
iðum stöðum fylgdu honum all-
an skákferilinn og áreiðanlega
líka inn á þann vettvang sem
hann valdi sér síðar.
Vönduð vinnubrögð hans
voru annáluð, í frægar stílabæk-
ur sínar skráði hann allar nýjar
upplýsingar. Skákmaður af eldri
kynslóðinni fullyrti að þekking
sumra íslenskra skákmanna
væri þeim beinlínis til trafala.
En þetta var gömul tugga og það
vissu þeir sem komnir voru til
að sjá og sigra. Á níunda áratug
síðustu aldar þegar bestu skák-
menn þjóðarinnar voru iðulega
á lista yfir 50 bestu skákmenn
heims var Margeir manna iðn-
astur við kolann. Hann vann
fjölda alþjóðlegra móta og tefldi
yfirleitt 100 kappskákir eða
meira á ári. Eftir sigur á svæða-
móti Norðurlanda í ársbyrjun
1985 og 2. sæti með Boris
Spasskí á 60 ára afmælismóti SÍ
voru fullmikil þyngsli yfir tafl-
mennsku hans á millisvæða-
mótinu í Biel um sumarið. En
hann lærði sína lexíu. Margeir
vann Hastings-mótið næstu
áramót og varð skákmeistari
Norðurlanda 1987.
Skákstíll hans tók ýmsum
breytingum þessum árum; líkt
og gamli heimsmeistarinn Em-
anuel Lasker tók hann stundum
á sig erfiðar stöður og þar var
hann hættulegastur. Um ára-
mótin 1989-1990 vann hann La-
jos Portisch, Alexander Bel-
javskí og Ulf Andersson í Reggio
Emilla á Ítalíu; þaðan hélt hann
til Wijk aan Zee þar sem hann
komst taplaus í gegnum í eitt
sterkasta mót ársins.
Þeir sem tefldu með Margeiri í
ótal flokkakeppnum um ára-
tugaskeið vissu að þeir voru
með manni í sveit sem hægt var
að stóla á. Langar og snúnar
viðureignir voru margar en sú
sem hér birtist, sem hann tefldi
á heimsmeistaramóti landsliða
1993, er stutt og snjöll. Íslend-
ingar höfðu þá nýverið unnið
Rússland og þarna var komið að
sveit Armena. Byrjun svarts
virðist ekki gefa mikil fyrirheit
en skyndilega nær svartur
frumkvæðinu með 20. … Hc3.
Armeninn reynir að reka hrók-
inn af höndum sér; magnaðir
hróksleikir brjóta niður varnir
hvíts: 21. … Hxf3! og 23. … Hh3!
24. Dc7 var varnartilraun en þá
kemur 24. … De3+ 25. Kh1
Hxh2+! 26. Kxh2 Rg4+ 27. Kh1
Dh6+ 28. Kg1 e5! og vinnur.
HM landsliða, Luzern 1993:
Sindbað Lputjan - Margeir
Pétursson
Bogo-indversk vörn
1.d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4.
Rbd2 b6 5. e3 Bb7 6. Bd3 O-O 7.
O-O d5 8. a3 Bxd2 9. Bxd2 dxc4
10. Bxc4 Rbd7 11. De2 c5 12. Hfd1
De7 13. Dxc5 Rxc5 14. Rd4 Rfe4
15. f3 Rxd2 16. Hxd2 a6 17. b4
Rd7 18. Df2 Re5 19. Bf1 Hac8 20.
e4 Hc3 21. Re2 Hxf3 22. Dxb6
Dg5 23. Dxb7
23. … Hh3 24. Da7 Rf3+ 25. Kf2
Rxd2
– og Lputjan gafst upp. Fram-
haldið gæti orðið 26. gxh3
Rxe4+ 27. Kf3 Rd2+ 28. Kf2 Df6+
og vinnur.
Helgi Ólafsson heol@simnet.is
Fimmtugur stórmeistari seiglunnar
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang