SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 49

SunnudagsMogginn - 14.02.2010, Page 49
14. febrúar 2010 49 Hreinn Friðfinnsson er fyrstur myndlist- armanna til að sýna í hinu nýja sýningarrými i8 gallerísins að Tryggvagötu 16 en sýning hans, er nefnist More or Less, var opn- uð á föstudagskvöldið. Á sýningunni eru forvitnileg verk, myndbönd og skúlptúrar. Listamað- urinn býr í Amsterdam og átti ekki heimangengt á opnunina, þar sem hann glímdi við flensu síðustu daga, eins og hann sagði þegar slegið var á þráðinn til hans. Hreinn segir að meðal annars komi þyngdaraflið við sögu í sumum þessum nýju verkum en annars sé margt í gangi. „Svona sýning verður bara til,“ segir hann, „frekar en það sé eitthvert ákveðið þema sem gengið var upp- haflega útfrá. En þarna má meðal annars sjá birtast þau ágætu lögmál, tregðu og þyngd- arafl, sem stjórna okkur mikið.“ Eitt verkanna byggist á fallandi lauf- blöðum og Hreinn segir að í þeim sé viss orka, og vöxtur. „En það er eitt- hvað fyrir fólkið sem sér verkið að spekúlera í.“ Hann segir að mynd- bandsverkin tvö á sýningunni séu ekki alveg ný af nálinni en hafi ekki verið sýnd áður á Íslandi. Annað er „lands- lagsmynd á vegg“. Hitt sýnir vasa sem er forn að gerð og vísar í klassíska suð- ur-evrópska list. „Ég hef ekki mikið um þessi verk að segja, þetta liggur nokkuð í augum uppi. Fólk getur gramsað í því í sínum kolli.“ Það má heyra hvernig listamað- urinn, sem lætur ekki of mikið uppi, brosir á hinum enda línunnar. Síðasta árið hefur verið annasamt hjá Hreini. Þessi sýning er fimmta einka- sýningin síðan í febrúar í fyrra. Hann hefur sýnt í Brüssel í tvígang, í Stokk- hólmi og nýlokið er sýningu í Madríd. „Það er búið að vera nóg að gera. Stundum raðast sýningar svona saman en svo getur verið rólegt á milli. Ég veit ekki af neinu sýningastússi fyrr en í september, en þá er kominn tími á gamla galleríið mitt í París,“ segir Hreinn en hann stefnir á að koma hingað upp í lok mánaðarins. „Það eru mannasiðir að koma að skoða sýn- inguna og nýja galleríið,“ segir hann. Í tilefni sýningarinnar hefur Hreinn gert grafíkverk er nefnist Untitled (More or Less), en stefna i8 er að í framtíðinni búi sýnendur í galleríinu til myndverk í tölusettu upplagi. Stilla úr ónefndu myndbandsverk Hreins á sýningunni, af bókum í landslagi. „Fólk getur grams- að í sínum kolli“ Hreinn Friðfinnsson„Frá upphafi höfum við þannig sýnt verk eftir fjölbreytilegan hóp erlendra og innlendra listamanna. Af sýnendum á síð- ustu árum má til dæmis nefna þá Ernesto Neto, Hamish Fulton og Anthony McCall. Auk þess gerði sýningastjórinn Kitty Scott stóra sýningu fyrir okkur. Þetta eru allt spennandi listamenn sem passa vel við heildarmyndina hjá okkur. Það sem er hér til sölu er að mínu mati undantekningalaust góð myndlist. Auð- vitað er það hvers og eins að dæma, en við vinnum einbeitt með það að markmiði.“ Börkur segir hóp viðskiptavina hafa hægt og rólega farið stækkandi á þessum fimmtán árum. Hann brosir þegar hann er spurður að því hvort þetta sé ekki sér- kennilegur tími til að stækka galleríið og segir að sem betur fer sé fólk enn að kaupa myndlist. „Síðasta ár var miklu betra en við þorð- um að vona. Allur listheimurinn var titr- andi af ótta, spáð var 50% niðurskurði. Eftir fyrstu fjóra mánuðina í fyrra stefndi í það hjá okkur, en útkoman var mun betri en það. Gengið hjálpaði vissulega mikið, þar sem við seljum mest erlendis. Auðvitað er þetta nýja rými mikil fjár- festing, en allt sem við gerum er langtíma- fjárfesting. Bæði vinnan með listamönn- unum og vinnuaðstaðan.“ ’ Við höfum vaxið úr því að vera lítið gall- erí sem lagði frá upp- hafi metnað í að sýna góða myndlist, yfir í að vinna miklu meira með lista- mönnunum, eins og galleríi ber að gera. „Síðasta ár var miklu betra en við þorðum að vona,“ segir Börkur Arnarson. Morgunblaðið/Einar Falur yfir Canal Grande í Feneyjum og útsýnið til Rómar í myndum sínum,“ segir Einar. „Hugsanlega tengist þetta líka vinnu minni sem leiðsögumaður á Ítalíu, þar sem ég fer iðulega með farþega mína í ein- hverskonar „Grand Tour“, en fyrst og fremst þá er þessi sýning óður til málara- listarinnar – þótt verkin séu kannski ekki málverk í hefðbundnum skilningi.“ Að vissu leyti er Einar Garibaldi í hlut- verki safnarans á þessari sýningu, en hann segist líka vera að varpa fram spurningum um möguleika málverksins eftir að Marcel Duchamp skapaði sín myndverk á fyrri hluta 20. aldar. Hin „fundnu málverk“ hans má að vissu leyti skilja sem dagbók- arfærslur hans á því ferðalagi, með til- vísun til listamanna sem tókust „Grand Tour“ ferðina á hendur. efi@mbl.is Einar Garibaldi hefur farið„Grand Tour“ um Ítalíu og safnað fundnum málverkum, einu úr hverri borg sem hann hefur komið til. Morgunblaðið/Ernir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.