SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Síða 4
4 30. maí 2010
Gengi landsliðsins sem skipað er leikmönnum undir
21 árs er vonandi vísbending um það sem koma skal
hjá íslenska aðallandsliðinu. Undir stjórn Eyjólfs Sverr-
issonar hefur liðið náð undraverðum árangri og situr í
öðru sæti undanriðils fyrir Evrópumótið sem fram fer í
Danmörku á næsta ári. Strákarnir eru tveimur stigum
á eftir Tékkum sem leiða riðilinn en eru fimm stigum á
undan Þjóðverjum sem hafa leikið einum leik færra.
Eyjólfur segir sitt lið því standa vel að vígi enda eigi
þeir heimaleik gegn Þjóðverjum í ágúst þar sem jafn-
tefli myndi tryggja íslensku strákunum í það minnsta
umspilsleiki til að komast í lokakeppnina.
Íslenska liðið hefur skorað heil 24 mörk í sex leikj-
um sínum hingað til, flest allra í riðlinum og var Jóhann
Berg Guðmundsson hjá AZ Alkmaar um tíma marka-
hæsti leikmaður undankeppninnar en hann hefur skor-
að fimm mörk. Boðið var upp á markveislu gegn Norð-
ur-Írum, 6-2, og skoraði liðið samtals fjórtán mörk
heima og úti gegn San Marínó. Þá gerðu strákarnir sér
lítið fyrir og gerðu 2-2 jafntefli gegn Þjóðverjum úti.
Eyjólfur telur að margir af þeirri kynslóð sem nú leik-
ur með U-21 liðinu muni skila sér upp í A-landsliðið á
næstunni, eins og hópurinn gegn Andorra ber vitni um.
Þá bendir hann á að þar að auki séu margir sterkir
leikmenn sem enn bíði eftir tækifæri með liðinu. Þar
má nefna leikmenn eins og framherjann Björn Berg-
mann sem hefur verið funheitur fyrir Lilleström í Nor-
egi auk Guðlaugs Victors Pálssonar sem hefur vakið
athygli í varaliði Liverpool.
Ungar markamaskínur standa vel að vígi
Eyjólfur Sverrisson þjálfari U-21 árs landsliðsins.
Morgunblaðið/Golli
F
rábær kynslóð franskra knattspyrnu-
manna eins og Zinedine Zidane,
Thierry Henry og Patrick Viera lögðu
heiminn að fótum sér í kringum alda-
mótin þegar þeir unnu Heimsmeistaramót og
Evrópumót með tveggja ára millibili. Sann-
kölluð gullin kynslóð franskrar knattspyrnu.
Erum við Íslendingar í þann veginn að eignast
okkar eigin gullnu kynslóð?
Í tuttugu manna hópi Ólafs Jóhannessonar
landsliðsþjálfara fyrir vináttuleikinn gegn An-
dorra sem fram fer nú um helgina er það æskan
sem ræður ríkjum. Helmingur leikmannanna
er 22 ára eða yngri og eru aðeins fjórir þeirra
yfir þrítugu. Hópurinn er fullur af ungum
strákum sem hafa komið sér vel fyrir hjá liðum
víðsvegar um Evrópu og hafa sumir þeirra þeg-
ar vakið verðskuldaða athygli fyrir vasklega
framgöngu á iðagrænum völlum álfunnar. Aron
Einar Gunnarsson hjá Coventry hefur þegar
unnið sér fast sæti í A-landsliðinu en aðrir eins
og Rúrik Gíslason hjá OB í Danmörku, Jóhann
Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson,
liðsfélagarnir hjá AZ Alkmaar í Hollandi, eru
enn að stíga sín fyrstu skref með liðinu. Sá síð-
astnefndi skoraði meðal annars í sínum fyrsta
A-landsleik í mars gegn Færeyingum. Þá eru
tveir nýliðar í hópnum, þeir Gylfi Þór Sigurðs-
son frá Reading og Birkir Bjarnason hjá Viking í
Stafangri.
Að öðrum upprennandi leikmönnum ólöst-
uðum hefur hinn tvítugi Gylfi Þór skarað fram
úr á þessu tímabil. Skoraði hann tuttugu mörk í
öllum keppnum, var valinn leikmaður tíma-
bilsins hjá Reading og skrifaði undir framleng-
ingu á samningi sínum í vikunni. Var Gylfa Þór
meðal annars lýst af blaðamanni hins virta
breska blaðs The Guardian sem besta auka- og
hornspyrnusérfræðingi í ensku deildarkeppn-
unum eins og þær leggja sig. Allt þetta frá leik-
manni sem fyrir þetta tímabil hafði aldrei leikið
fyrir aðallið Reading. Geri aðrir betur.
Það er því ný og fersk kynslóð sem ryður sér
til rúms í aðallandsliðinu þessi misserin. Eyj-
ólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðsins,
segir þá kynslóð sem nú er að koma upp ákaf-
lega breiða með mörgum góðum leikmönnum.
„Ísland hefur alltaf átt góða leikmenn en það
sem er sérstakt við þessa kynslóð er hversu
marga góða leikmenn þar er að finna,“ segir
Eyjólfur. Hann segir ungu leikmennina nú vera
uppskeru yfirbyggðu knattspyrnuhallanna sem
komust fyrst í notkun hér á landi fyrir áratug.
„Þeir hafa getað æft við toppaðstæður allt árið
og það er auðveldara fyrir liðin að æfa vissa
hluti þegar það er ekki hífandi rok.“ Afrakst-
urinn sé tæknilega góðir leikmenn með meiri
spyrnugetu og leikni en áður sem hafi alla burði
til að fara langt.
Frá og með 2016 munu 24 lið komast í loka-
keppni EM í stað 16 áður sem þýðir að hartnær
helmingur liðanna kemst áfram úr forkeppni.
Ef allt fer að óskum ætti þessi nýja kynslóð að
vera á hátindi ferilsins í undankeppninni 2016.
Möguleikar Íslands á að komast á stórmót
hljóta að vera meiri nú en oftast áður. Eyjólfur
vill ekki fara út í slíkar bollaleggingar strax og
segir að menn verði að spila leikina fyrst. Hann
er þó bjartsýnn á framhaldið. „Framtíðin er
mjög björt fyrir íslenska knattspyrnu, ég sé það
á efniviðnum sem við höfum. Ég er alveg sann-
færður um að við munum eiga feykilega öflugt
íslenskt landslið í framtíðinni.“
Hallar-
bylting í
boltanum
Framtíð íslenska
landsliðsins
er afar björt
Frá vinstri: Jón G. Fjóluson, Kolbeinn Sigþórsson, Arnór Smárason og Eggert Jónsson kampakátir á landsliðsæfingu.
Morgunblaðið/GolliVikuspegill
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
Gylfi Þór Sigurðsson fór á kostum með Reading í
vetur og var valinn leikmaður ársins hjá liðinu.
Eddie Greville
Árið 2008 ákvað
Knattspyrnusamband
Evrópu, UEFA, að
fjölga liðum í loka-
keppni EM úr 16 í 24
frá og með 2016. Að-
ildarþjóðir UEFA eru
53 svo nærri helm-
ingur liðanna í for-
keppninni mun kom-
ast í lokakeppnina
eftir fjölgun. Ekki þarf
að koma á óvart að
það voru Skotar sem
lögðu tillöguna upp-
runalega fram en þeir
hafa ekki komist á
stórmót um hríð.
Klókir
Skotar
fyrir heimilið
Toppur án bragðefna, 2 l
119 kr.stk.