SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 9
30. maí 2010 9
Þ
eir sem vakna á nótt-
inni til að fá sér sígar-
ettu eða taka einn
smók áður en þeir fara
inn á baðherbergið á morgnana
geta hugsanlega skellt skuldinni
á erfðamengi sitt.
Þetta hafa vísindamenn fundið
út í stórri, alþjóðlegri rannsókn
sem norski vefurinn For-
skning.no segir frá. Niðurstöður
hennar benda til þess að ákveðin
gen á litningi 15 ýti undir miklar
reykingar hjá genaberanum.
Í rannsókninni voru kortlagðar
reykingavenjur yfir 140 þúsund
einstaklinga og þær svo bornar
saman við ákveðin genaafbrigði.
Markmið rannsóknarinnar var
fyrst og fremst að finna út hvort
þessi gen ýttu undir það að fólk
yrði háð reykingum. Í framhald-
inu stendur til að kanna hvort
hægt sé að slökkva á reyk-
ingafíkninni með klæða-
skerasaumuðum lyfjum.
„Það sem gerir þessa rannsókn
spennandi er að hún getur
stuðlað að því að finna líf-
fræðilega skýringu á reyk-
ingafíkn,“ segir Per Bakke, frá
Háskólanum í Bergen, sem tók
þátt í rannsókninni.
Reykingar eru ein höfuðorsök
sjúkdóma og dauðsfalla í heim-
inum. Hugmyndin er þó ekki að
hugsanleg meðferð komi í stað-
inn fyrir fyrirbyggjandi aðferðir
og herferðir gegn reykingum.
„Hins vegar getur hún orðið
stórreykingamönnum til gagns,“
segir kollegi Bakke, Amund
Gulsvik.
500 þúsund genaafbrigði skoðuð
Sömu gen og vísindamennirnir
hafa tengt við reykingafíkn eru
einnig talin auka hættuna á að
viðkomandi fái lungnakrabba-
mein og lungnaþembu. „Þeir
sem eru háðastir reyknum hafa
því hugsanlega stærstu ástæðuna
til að drepa í,“ segir Bakke.
Í rannsókninni gengu vís-
indamennirnir út frá svokölluðu
skammta- og viðbragða-
sambandi þar sem reykingar eru
annars vegar. Það þýðir að sam-
hengi er á milli þess hversu
mikil fíknin er og fjölda sígaretta
sem viðkomandi reykir. Þeir
sem voru skilgreindir sem stór-
reykingamenn reyktu fleiri en
tuttugu sígarettur á dag. Reyk-
ingavenjur fólksins voru kort-
lagðar með spurningalista og
svörin borin saman við gena-
mengi viðkomandi með sérstakri
aðferð, þar sem vísindamenn-
irnir rannsökuðu alla litninga
hans með það fyrir augum
hvort hægt væri að tengja ein-
hver genaafbrigði við ákveðna
hegðun eða sjúkdóm. Vís-
indamennirnir skönnuðu í
gegn um u.þ.b. 500 þúsund
genatilbrigði hjá hverjum
þeirra 140 þúsund manna sem
tóku þátt í rannsókninni, í því
skyni að staðsetja reykingagen.
Fyrri rannsóknir hafa bent til
samhengis milli þessara
ákveðnu gena og reykingafíkn.
„Núna er endanlega búið að fá
þetta samhengi á hreint í
gegnum þessa stóru, alþjóðlegu
rannsókn þar sem tekið er tillit
til upplýsinga um reykingafólk
frá fjölda landa,“ segir Bakke.
Fundu genið fyrir
reykingafíkn
Vonir standa til þess að hægt verði að þróa lyf til að auðvelda stórreyk-
ingamönnum að drepa í.
Morgunblaðið/Ómar
Vikuspegill
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Vísindamenn
hafa fundið út
hvaða gen
hafa áhrif á
reykingafíkn
manna