SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Page 13

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Page 13
30. maí 2010 13 Morgunblaðið/Eggert ’ Pabbi er mjög mús- íkalskur maður,“ segir Högni. „Mamma er það raunar líka enda þótt hún leiki ekki sjálf á hljóðfæri. Hún hefur spilað Bach, Mozart, Händel og hina gömlu meist- arana í botni frá því ég man eftir mér. Sveitarstjórnarkosningar fara fram á Íslandi í dag (laugardag) og Högni Egilsson er spurður hvort hann sé pólitískur. „Ég er meðvitaður,“ svarar hann að bragði, „og reyni eftir bestu getu að fylgjast með og taka þátt í umræðunni um hluti sem mér þykja skipta máli. Við lifum á undarlegum en um leið skemmtilegum tímum. Gap hefur myndast í íslenskri pólitík og fyrir vikið eiga nýir, spenn- andi og skrýtnir hlutir upp á pallborðið.“ – Áttu þar við Besta flokkinn? „Já, þar er mjög forvitnileg samfélagsleg til- raun á ferðinni. Besti flokkurinn hefur hrist duglega upp í kosningabaráttunni og mun örugglega hrista vel upp í borgarstjórn þegar hann hefur komið mönnum þar að. Mér finnst ekkert að því að gera hlutina með öðrum hætti en við erum vön. Forsenda þróunar er að prófa nýja hluti. Hlutir sem virka óþægilegir við snertingu eru oftar en ekki hlutirnir sem koma okkur áfram. Það er eðli þróunarinnar að hún er óþægileg fyrst. Það gildir um stjórn- mál alveg eins og vísindi og list. Ég hef ekki hugmynd um hvort þessi breyt- ing í borginni kemur til með að virka – kannski fer allt í bál og brand og borgarstjórastóllinn gengur milli manna – en við komumst ekki að því öðruvísi en að prófa. Stundum er betra að gera eitthvað en ekki neitt.“ – Þú kvíðir því sum sé ekki að nýtt afl komi með svona afgerandi hætti inn í borgarpólitík- ina, eins og skoðanakannanir benda til? „Alls ekki, svo lengi sem það verður gott samtal þarna á milli. Það er eðlilegt að fólk ríf- ist í borgarstjórn og stjórnsýslunni almennt og sé ekki sammála um alla hluti en það verður að geta unnið saman að sameiginlegum hags- munamálum.“ Fagnar hugmyndinni – Þýðir þetta að þú munt kjósa Besta flokk- inn? „Það er ekki endilega víst. Ég fagna samt hugmyndinni og því að svona margir í sam- félaginu virðast vera tilbúnir að taka þátt í þessari tilraun. Besti flokkurinn segist ætla að vinna af heilindum og sjá hlutina í öðru ljósi en við eigum að venjast. Því ber að fagna.“ Forvitnileg samfélagsleg tilraun N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 17 6 0 Einkabankinn í símann þinn á l.is EINKABANKINN | landsbankinn.is | 410 4000 Nú getur þú sinnt bankaviðskiptum í símanum þínum, hvar og hvenær sem er. Það er einfalt að skoða yfirlit yfir stöðu reikninga og kreditkorta, framkvæma millifærslur, kaupa inneign fyrir GSM síma, sækja PIN-númer fyrir VISA kreditkort, greiða inn á kreditkort og fletta upp í þjóðskrá. Farðu inn á l.is og prófaðu Einkabankann í símanum þínum. Innskráning er með sama hætti og þegar farið er í Einkabankann í tölvunni þinni. Þú skráir notendanafn, lykilorð og auðkennisnúmer og þar með er fyllsta öryggis gætt.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.