SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Page 20
20 30. maí 2010
P
alestínska þjóðin hefur búið við
hlutskipti flóttamanna í hátt í
sjötíu ár. Þetta hlutskipti birtist
í ópersónulegum fréttum af
hinu svokallaða ástandi fyrir botni Mið-
jarðarhafs, deilu, sem aldrei virðist ætla
að leysast. Morgnar í Jenín heitir bók eftir
Susan Abulhawa, sem nú kemur út á ís-
lensku hjá JPV. Í bókinni er sögð saga
þriggja kynslóða af Palestínumönnum,
sem Ísraelar hrekja frá heimilum sínum og
lifa sem flóttamenn. Þar er lýst samfélagi,
sem aldrei kemur fram í fréttum. „Við
vorum uppfull af barnalegum draumum
og vonum þá, blessunarlega grunlaus um
að við vorum sorp þessa heims, skilin eftir
til að ganga um í eigin eymd og saur,“
segir ein sögupersóna bókarinnar þegar
hún lýsir hlutskipti flóttamannanna.
Abulhawa verður stödd hér á landi um
helgina og verður meðal annars gestur á
samstöðufundi í Þjóðmenningarhúsinu í
dag, sunnudag, klukkan 16.
„Þegar ég settist niður til að skrifa bók-
ina vissi ég ekki mikið um hvað ég ætlaði
að gera,“ segir Abulhawa. „Þetta hófst
með orðunum Ör Davíðs [sem var líka tit-
ill bókarinnar þegar hún kom fyrst út] og
mér fannst þessi leikur að orðum ganga
upp. Ég vissi að það yrðu tveir palestínskir
bræður í bókinni, annar myndi alast upp
sem ísraelskur gyðingur. Þeir myndu
hittast í andstæðum fylkingum í stríðinu,
annar myndi heita Davíð með ör í andlit-
inu.“
Hún byrjaði að skrifa bókina eftir að
hún heimsótti borgina Jenin.
„Ég kom þangað skömmu eftir fjölda-
morðið, sem var framið þar árið 2002,“
segir hún. „Ég vildi segja þessa sögu, segja
frá því, sem gerðist þar, og því, sem ég
varð vitni að. En þegar ég settist niður til
að skrifa og persónurnar tóku á sig mynd
fór sagan að segja sig sjálf. Persónurnar
sögðu sína eigin sögu og ég varð ástfangin
af þeim og vildi vera þeim trú og segja
sögu þeirra heiðarlega.“
Í bókinni fjallar Abulhawi um flóknar
spurningar frá mörgum hliðum. Á einum
stað kemur ein söguhetjan til Bandaríkj-
anna. Þar finnur hún til sektarkenndar
yfir því að hafa farið, en á einnig erfitt
með að fóta sig í vernduðu samfélagi, sem
skilur ekki það, sem hún hefur þurft að
ganga í gegnum.
„Það eru margar hliðar á fólki,“ segir
Abulhawa. „Í raun er þetta dæmi um það
að persónur bókarinnar öðluðust eigið líf
þegar ég fór að skrifa. En ég er mjög
ánægð ef það kemst til skila að það eru
margar hliðar á þeim persónum, sem ég
skrifa um. Ég vildi sýna fólk í allri sinni
mennsku. Ég vildi heldur ekki dæma
sögupersónurnar, heldur láta það lesand-
anum eftir. Ég vildi sýna persónurnar sem
manneskjur, ekki bara góðar eða slæmar,
breyskar eða dyggðugar, heldur mann-
legar.“
Á munaðarleysingjahæli
Foreldrar Abulhawa urðu flóttamenn í sex
daga stríðinu árið 1967. Þegar hún var
unglingur fluttist hún til Bandaríkjanna
og ólst upp á fósturheimilum. Hún er með
mastersgráðu í taugavísindum frá lækna-
deild Suður-Kaliforníu-háskóla. Morgnar
í Jenín er ekki sjálfævisöguleg fyrir utan
einn kafla, sem heitir Munaðarleys-
ingjahælið.
„Ég setti sögupersónuna Amal í mín
spor þau þrjú ár, sem ég var á mun-
aðarleysingjahælinu í Jerúsalem,“ segir
hún. „Annað byggist ekki á mínu lífi, en
auðvitað er þar ýmislegt úr mínum
reynsluheimi, til dæmis er frásögn mín af
Jenín byggð á því sem ég varð vitni að,
sögum, sem ég heyrði á meðan ég var þar.
Annað er afrakstur mikilla rannsókna,
samtala við fólk og minningar úr bókum,
sem ég hef lesið.“
Í fréttaflutningi á Vesturlöndum er yf-
irleitt fjallað um Palestínumenn með mjög
einhæfum hætti, en öðru máli hefur gegnt
um Ísraela.
„Þegar Ísraelar særast eða falla fær fólk
að kynnast þeim og sjá hryllinginn,“ segir
hún. „Fólk fær að kynnast draumum
þeirra og væntingum og það er talað við
mæður þeirra og kærustur. Þegar Palest-
ínumenn eru drepnir hundruðum saman
og dauðanum rignir yfir þá af himni, landi
og sjó er þjáning þeirra sett fram í tölum
og mjög gerilsneyddum texta. Þetta býr til
þá mynd að Ísrael, þetta mikla herveldi,
sé í raun að verja sig gegn þessum í raun
óvopnuðu borgurum sem sums staðar búa
í örbirgð og hafa verið rændir öllu, heim-
ili, arfleifð og sögu. Fórnarlömbin verða
árásaraðilinn og Palestínumenn þessar
órökréttu, brjáluðu, andgyðinglegu verur.
Okkur er mjög sjaldan lýst á mann-
legum nótum, sem fólki, sem er hrætt,
elskar, dansar, eignast börn, verður ást-
fangið, hneykslar eða segir fúla brandara.
Þetta á ekki bara við um fjölmiðla, heldur
líka Hollywood og aðra miðla.“
Og hverju vildi hún ná fram með bók-
inni?
„Ég vildi minna lesendur á okkar sam-
eiginlegu mennsku, að fólk sæi okkur sem
manneskjur.“
Abulhawa er ekki þeirrar hyggju að það
sé rétta leiðin að stofna sérstakt ríki Pal-
estínu, sem standi við hlið Ísraels og skrif-
aði fyrr á þessu ári grein ásamt Ramzy
Baroud undir fyrirsögninni Palestína/
Ísrael: eitt ríki með frelsi og réttlæti handa
öllum. Sú spurning vaknar hvernig eigi að
vera hægt að sætta Ísraela og Palest-
ínumenn þannig að þeir geti búið í einu
ríki í ljósi þeirrar sögu, sem sögð er í bók-
inni og lýsir illri meðferð Ísraela á Palest-
ínumönnum allt frá fimmta áratug 20.
aldarinnar.
Sátt og samlyndi arfleifð þessa lands
„Ég held að það sé hægt að ná fram slíkum
sáttum,“ segir Abulhawa. „Palestína var
alltaf staður þar sem hin þrennu eingyð-
istrúarbrögð þrifust hlið við hlið. Hún var
fjölmenningarstaður og fólk af ólíkum
uppruna bjó saman að mestu í sátt og
samlyndi. Það er arfleifð þessa lands. Ef
litið er á sögu annarra átakaþátta í sög-
unni þá var þrælahald í Bandaríkjunum
svo öldum skipti, heill kynþáttur var
undirokaður. Lausnin var að knýja fram
algild mannréttindi og viðurkenna að þú
munir búa við jafnan rétt og farið verði
með þig eins og manneskju hvað sem líður
kynþætti og húðlit, og að enginn sé öðr-
um æðri vegna meðfæddra einkenna. Ég
held að þegar þessi grundvallaratriði
mannlegs velsæmis og alþjóðlegra laga
hafa verið virt þar sem um hefur verið að
ræða átök og kúgun hefur árangurinn
verið mjög jákvæður. Sama má segja um
Suður-Afríku. Fyrsta skrefið er að við-
urkenna að Palestínumenn eru mann-
eskjur, sem eigi að njóta sömu mannrétt-
inda og restin af mannkyni. Fyrir mér er
það upphafið.“
Abulhawa segir að það sé vaxandi
skilningur á því meðal Palestínumanna að
eina leiðin sé eitt ríki.
„Eitt er að tveggja ríkja leiðin er ekki
raunhæf,“ segir hún. „Hálf milljón ísr-
aelskra landtökumanna býr á Vest-
urbakkanum. Þeir eru vel vopnaðir og
mjög öfgafullir. Flestir þeirra trúa að guð
tali beint til þeirra. Að flytja þá með ein-
hverjum hætti myndi leiða til blóðbaðs.
Burtséð frá því trúi ég í grundvallar-
atriðum ekki á tveggja ríkja lausnina. Með
því er verið að viðurkenna að það sé í lagi
að meta gildi einstaklings út frá trúar-
brögðum. Ég held að það sé ekki í lagi,
ekkert ríki á að komast upp með að gera
það að lögmætum lífshætti.“
Abulhawa er gætin þegar hún ræðir
þessi mál og tekur fram að hún líti svo á að
Ísraelar, sem hafi fæðst og alist upp í Ísr-
ael, séu í sínu heimalandi.
„Þegar ég segi að binda eigi enda á þetta
kerfi kynþáttafordóma á ég við stjórn-
völd, kynþáttafordómana í stjórnkerfinu,
rétt eins og aðskilnaðarstefnunni í Suður-
Ég vildi
sýna fólk
í allri sinni
mennsku
Börn sitja í rústum í Jenín á Vesturbakkanum eftir árásir Ísraela í apríl 2002. Ísraelar hafa
verið sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi í Jenín, en ekki verið kallaðir til ábyrgðar.
Reuters
Í bókinni Morgnar í Jenín segir Susan Abulhawa
sögu palestínsku þjóðarinnar í gegnum þrjár
kynslóðir sömu fjölskyldunnar. Hún segir að sér
hafi tekist ætlunarverk sitt komist það til skila að
Palestínumenn séu ekki ómennskir, heldur
venjulegt fólk sem eigi sama tilkall til mannrétt-
inda og aðrir.
Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is
Susan Abulhawa, höfundur Morgna í Jenín:
„Ég vildi minna lesendur á okkar sameig-
inlegu mennsku, að fólk sæi okkur sem
manneskjur.“
Ljósmynd/Richard Alexander