SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Síða 21
30. maí 2010 21
Eftir Michael Spence
Mílanó | Milton Friedman heitinn sagði að
sameiginlegum gjaldmiðli – það er mynt-
bandalagi – yrði ekki haldið við án víð-
tæks efnahagslegs og pólitísks bandalags.
Með þessu átti hann við
opið hagkerfi, sem
tryggði frjálst flæði
vöru, vinnuafls og fjár-
magns, ásamt agaðri
miðstjórn fjármála og
sterkum seðlabanka.
Tveir síðastnefndu
þættirnir eru horn-
steinar sterks gjaldmið-
ils. Þeir vinna saman. En
hinir þættirnir eru engu síður mikilvægir.
Evrusvæðið, sem nú glímir við fjármála-
legan óstöðugleika og skuldavanda full-
valda ríkja, er með sterkan og sjálfstæðan
seðlabanka, en fjármálalega sundrað og
aðeins sameinað pólitískt að hluta til.
Maastricht virkar ekki
Þar kemur Maastricht-sáttmálinn inn í
myndina, sem í kenningunni skuldbindur
til aga í fjármálum með því að setja mörk á
halla í ríkisfjármálum og skuldsetningu –
greinilega fyrirkomulag, sem á að koma í
veg fyrir að sumir njóti góðs af peninga-
legum aga annarra. Maastricht átti þannig
að koma í veg fyrir þá stöðu, sem nú er
komin upp í Grikklandi.
Það virkaði ekki. Skuldir ríkja á evru-
svæðinu reyndust ekki vera sambærilegar
hvað varðaði áhættu.
Í stöðugum heimi kynni rammi með
regluverki á borð við Maastricht-
sáttmálann að virka. En í heimi þar sem
áföll geta dunið yfir er slíkt kerfi brothætt
vegna þess að það útilokar allt nema hóg-
værustu stefnuna gegn hagsveiflum. Því
er ekki að undra að ströng viðmið sátt-
málans voru brotin snemma á fyrsta ára-
tug evrunnar jafnt af löndunum í kjarn-
anum sem á jaðrinum.
Svo virðist meira að segja að þegar
áfallið er mikið eigi brotin sér stað sjálf-
krafa þar sem skatttekjur dragast saman
og félags- og bótagreiðslur þenjast út. Ný-
leg greining Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
gefur til kynna að allt að 80% af pen-
ingalegri hagvaxtarinnspýtingu þróuðu
ríkjanna í yfirstandandi kreppu séu fólgin
í útgjöldum, sem eru sjálfkrafa.
Innbyggður hemill á hagsveiflur er ekki
slæmur hlutur. En ef hann leiðir til hættu
á fjárhagslegum óstöðugleika og of mikilli
skuldsetningu ríkisins eftir mikið áfall
voru menn ekki nógu íhaldssamir þegar
þeir lögðu af stað – með öðrum orðum var
hallinn eða skuldsetningin (eða hvort
tveggja) of mikil. Hagsveiflujöfnun þýðir
ekki hóflegur fjárlagaafgangur þegar vel
árar og stórkostlegur halli í miklum nið-
ursveiflum.
Ef núverandi fjárlagareglur ESB eru of
stífar og hunsaðar þegar áfall blasir við er
boðið upp á óábyrga hegðun í fjármálum. Í
kenningunni ætti með ströngu og gagn-
geru eftirliti að vera hægt að greina á milli
ábyrgra viðbragða við hagsveiflum og
óráðsíu. En það er erfitt að fylgja því eftir í
verki.
Brýnasta ögrun evrusvæðisins er þverr-
andi fjármálastöðugleiki í hópi ríkja þar
sem lánshæfismatið er á niðurleið og lán-
tökukostnaður á uppleið. Án utanaðkom-
andi aðstoðar og trúverðugrar áætlunar
um að koma reglu á fjármálin á ný hefðu
Grikkir ekki getað ýtt ríkisskuldunum á
undan sér, sem hefði leitt til þrots, líklega
í formi endurfjármögnunar skulda
Grikkja. Margir eru þeirrar hyggju að þrot
sé nánast óhjákvæmilegt þrátt fyrir ut-
anaðkomandi aðstoð vegna þess hvað
reikningsdæmið á bak við endurreisn
fjárhagslegs stöðugleika er svakalegt.
Aðild að evrusvæðinu útilokar verð-
bólgu og gengisfellingu sem tæki til aðlög-
unar. Hinn kosturinn er hjöðnun heima
fyrir ásamt afgerandi aðhaldi í fjármálum
– sem sé tímabil þegar gera má ráð fyrir
hægum eða neikvæðum vexti launa, tekna
og verðlags á einhverjum vörum, sem eru
framleiddar fyrir innanlandsmarkað. En
verðhjöðnun er sársaukafull og er ekki
raunhæfur kostur af pólitískum ástæðum.
Samanburður við Bandaríkin
Hömlurnar á ríkjum á Evrusvæðinu eru
svipaðar og í ríkjum Bandaríkjanna sem
lenda í fjármálavandræðum. Gengisfelling
er ekki kostur vegna sameiginlegs gjald-
miðils. Seðlabankinn mun ekki viljandi
ýta undir verðbólgu. Að auki eru í Banda-
ríkjunum reglur og hefðir (líkt og Maast-
richt) sem leyfa ekki eða letja ríki til lang-
tíma hallareksturs. Þetta þýðir að hegðun
ríkja í fjármálum hneigist til að vera hag-
sveifluhvetjandi þegar alvarleg staða á
borð við núverandi ástand kemur upp.
En hvers vega er alríkiskerfið þá ekki
jafn brothætt? Þar eru tveir öryggisventlar
lykilatriði. Annar er möguleiki alríkisins á
hallarekstri. Hinn er hreyfanlegt vinnuafl.
ESB er ekki með sterkbyggða, miðlæga
fjármálastjórn með umboð til aðgerða
gegn hagsveiflum. Og hreyfanleiki vinnu-
afls, sem er langtímamarkmið í ESB, tak-
markast af tungu, lögum og ólíku reglu-
verki.
Að auki eru skuldabréf ríkjanna ekki
lögð að jöfnu og markaðir refsa óhagsýn-
um ríkjum. Ef ESB vill myntbandalag þar
sem ríkisskuldir eru nokkurn veginn
sambærilegar hvað áhættu varðar verður
agi í fjármálum að vera að sama skapi
sambærilegur. En það þýðir einnig að þörf
er á traustara kerfi til að draga úr sveiflum
þegar áföll dynja yfir.
Leiðtogar ESB sögðu nýlega að þeir
hygðust endurskoða regluverk Maast-
richt, sem í grunninn er góð hugmynd.
Þeir gætu farið þá leið að breyta reglum
Maastricht þannig að aukinn tímabund-
inn sveigjanleiki verði leyfilegur hjá að-
ildarríkjunum. En sú nálgun yrði flókin.
Þá þyrfti þróað kerfi til eftirlits með pen-
ingastefnu og ríkisskuldum og eftirfylgni
– annars myndi núverandi ástand end-
urtaka sig.
Leiðir til bóta
Betri langtímalausn væri miðlægt pen-
ingakerfi í ESB, sem safnaði fé á hagvaxt-
arskeiðum til að bregðast við áföllum.
Hægt er að ímynda sér stöðugleikaskatt,
sem yrði neikvæður í niðursveiflum.
Spor í þessa átt myndi hins vegar fela í
sér aukna miðstýringu í fjármálum. Það
myndi líklega einnig krefjast þess að ESB
gæti axlað ríkisskuldir. Óvíst er að póli-
tískur vilji sé fyrir því.
En taka mætti spor í rétta átt með því að
auka miðstýringu að hluta til og veita um-
boð til takmarkaðrar hagsveiflujöfnunar.
Það myndi gera skilvirka eftirfylgni með
aga í fjármálum mögulega gagnvart ein-
stökum ríkjum og veita evrunni þann
peningalega aga, sem hún þarf til að lifa
af.
Þegar evrusvæðið var stofnað var sá
skilningur útbreiddur að agi í peninga-
málum væri grundvallaratriði. Yfirstand-
andi kreppa undirstrikar það með afger-
andi hætti. Nú er verkefnið að ná fram
blöndu af aga og sveigjanleika, sem
verndar hagsmuni heildarinnar. Það mun
þýða afsal óskoraðs fullveldis í fjármálum,
en eigi að halda í myntbandalagið þarf að
horfast í augu við þann veruleika.
Höfundur fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið
2001. Yfirgripsmeiri greiningu á lærdómum og
áskorunum fjármálakreppunnar er að finna í:
„Post-Crisis Growth in Developing Countries: A
Special Report of the Commission on Growth and
Development on the Implications of the 2008 Fin-
ancial Crisis.“
© Project Syndicate, 2010.
www.project-syndicate.org
Endalok fjárhagslegs
sjálfstæðis í Evrópu
Michael
Spence,
Mótmæli í Grikklandi þar sem ýjað er að andláti evrunnar.
Afríku þurfti að linna. En það þýðir ekki
að kúga eigi eina þjóð, eða sparka henni úr
landi. Fólk á skilið að lifa sem jafningjar
gagnvart lögunum. Kynþáttafordóma á
ekki að innleiða með lögum.“
Í bók Abulhawa lítur alþjóðasamfélagið
ekki vel út. Þegar fyrstu flóttamennirnir
verða til eru bundnar vonir við að Sam-
einuðu þjóðirnar muni grípa í taumana,
en þær verða fljótt að engu. Á endanum
fara Ísraelar sínu fram og það á enn við. Í
nýjustu ársskýrslu Amnesty International
er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gagn-
rýnt fyrir að draga Ísraela ekki til ábyrgð-
ar vegna meintra stríðsglæpa og hugs-
anlegra glæpa gegn mannkyni á Gaza.
Enginn getur sagt: Við vissum ekki
„Alþjóðasamfélagið ber lagalega og sið-
ferðislega ábyrgð á að binda enda á þessa
stríðsglæpi,“ segir Abulhawa. „Þessi
ábyrgð er tekin alvarlega þegar afrískir
leiðtogar eiga í hlut eða þjóðir, sem ekki
hafa jafnmikil áhrif í öryggisráðinu eða al-
mennt hjá Sameinuðu þjóðunum. Í mín-
um huga er Gasa fangabúðir. Fólk hefur
algerlega verið lagt í rúst efnahagslega,
siðferðislega, félagslega, sálrænt. Áttatíu
prósent barna þjást af áfallastreituröskun.
Það er sláandi fjöldi ungs fólks og sálarlíf
þess hefur verið eyðilagt. Þarna býr ein og
hálf milljón manna sem getur hvorki flutt
vörur út né inn, getur hvorki komið né
farið, getur ekki unnið, skólarnir hafa
verið eyðilagðir og menntakerfið er að
hrynja, efnahagslífið er hrunið og í of-
análag var sprengjum miskunnarlaust lát-
ið rigna yfir það. Rannsóknir hafa sýnt að
stríðsglæpir voru framdir. Hvers vegna
eru Ísraelar ekki kallaðir til ábyrgðar fyrir
þetta? Var ekki tilgangurinn með Genf-
arsáttmálanum að koma í veg fyrir að
svona nokkuð endurtæki sig eftir síðari
heimsstyrjöldina? Nú gerist þetta fyrir
allra augum og enginn getur sagt: Við
vissum ekki.“
Á nokkrum stöðum í bókinni er vísað til
þess að stofnun Ísraels var afleiðing of-
sókna nasista á hendur gyðingum og
þannig hafi Palestínumenn einnig mátt
gjalda fyrir glæpi Hitlers. Þjóðin, sem var
hrakin brott, hrakti aðra þjóð brott til að
skapa sér rými.
„Auðvitað er margt ólíkt, en einnig
ýmis líkindi,“ segir Abulhawa. „En
grunnforsendan er sú sama. Það er sú for-
senda að til sé hópur fólks sem í sjálfu sér
hafi yfirburði fram yfir annan hóp fólks.
Af því sprettur öfgafull kúgun, morð og
þar sem Palestína var þurrkuð út af kort-
inu í raun þjóðernishreinsanir. Munurinn
á því sem gerðist í seinni heimsstyrjöld-
inni og fyrir botni Miðjarðarhafs er hvað
hið síðarnefnda nær yfir langan tíma,
hófst fyrir 1947 þegar síonistahreyfingin
vígvæddist. Og það er að gerast í dag, á
hverjum degi eru eigur fólks gerðar upp-
tækar, Vesturbakkinn er eins og ein-
angrað Bantustan, algerlega umkringt,
það eru öryggishlið, vegir, sem eru bara
fyrir gyðinga, landtökubyggðir, sem eru
aðeins fyrir gyðinga, og alltaf þrengir
meira og meira að palestínskum bæjum.
Gasa er fangelsi, fangabúðir.“
Abulhawa kom síðast til Gasa 2004. Í
apríl hugðist hún fara þar á ráðstefnu en
var neitað um að fara þangað. Þess í stað
var haldinn fjarfundur.
„Þar lýstu nemendur og prófessorar
fyrir okkur lífi sínu, hvernig það er að búa
við umsátur, að vera algerlega lokaður af
frá umheiminum, að skorta nauðsynja-
vörur, horfa upp á menntakerfið hrynja
og börn í hættulegum störfum, vaxandi
heimilisofbeldi og hrun samfélagsins á
margan hátt,“ sagði hún. „Einn stúdent-
inn sagði við mig: Veistu, stundum líður
mér eins og ég geti lifað án matar eða
lyfjanna, en það er einnig andlegt umsát-
ur. Ég hef verið að reyna að ná í bókina
þína svo mánuðum skiptir, ég hef reynt að
smygla henni og það tekst ekki. Við getum
ekki fundið gott efni til að lesa. Það virðist
vera smávægilegt atriði til að kvarta und-
an en það skiptir máli.“