SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 22
22 30. maí 2010 Andri Snær Magnason Karfavogur 16, 104 Reykjavík. Sunnudaginn 30. maí kl. 16 Birta, ofbirta og óbirta efnið Andri Snær býður heim í stofu í Karfavogi þar sem hann ætlar að lesa úr áður óbirtum verkum, öðr- um sem aldrei verða birt og ein- hverju sem er orðið máð af ofbirt- ingu. Sagt verður frá hugmyndum sem aldrei komust í orð og orðum sem vantaði stærri hugmynd. Þarna verða ljóð og ljóðabrot, sögur og sögubrot. Texti verður lesinn áfram og afturábak. Höfundurinn lofar fullkomnu gegnsæi, hann kemur til dyranna eins og hann verður klæddur - fjölskyldualbúm liggja frammi og sokkaskúffur opnar. Húslestur Húslestur var áður fyrr mikilvægur þáttur í ís- lenskri menningu. Þá safnaðist fólk saman á kvöldin í baðstofu og hlýddi á upplestur úr góðri bók. Þessi siður verður endurvakinn nú um helgina á Listahátíð í Reykjavík þegar þjóðkunnir rithöfundar opna heimili sín og efna til húslestrar. Þetta er annað árið í röð sem íslenskir höfundar bjóða heim til sín. Höfundarnir hafa nokkuð frjálsar hendur í húslestrinum og munu lesa upp úr ljóðum, sögubrotum, barnabókmenntum, jafnt útgefnu efni sem nýskrifuðu. Eins og gefur að skilja er sætaframboð takmarkað en hægt er að panta miða á vef Listahátíðar og kosta þeir þúsund krónur. Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Auður Jónsdóttir Drafnarstígur 2a, 101 Reykjavík. Laugardaginn 29. maí kl. 16 Auðug veröld Í kaffisamsætið mæta þeir sem eru og þeir sem voru, lifendur og dauðir, þeir eru sögurnar sem rata á blað í þessu húsi þetta árið. Bakkelsið með kaffinu Íslandssögur og Reykjavíkursögur. Sögur af fólki sem safnast saman í sögu. Hver veit nema gestir og gangandi eigi eftir að finna sig í sögunni, já, sam- sætið gæti endað í bók. Það er undir gestum komið. Guðrún Helgadóttir Túngata 43, 101 Reykjavík. Sunnudaginn 30. maí kl. 14 Í barnaskapi hjá Guðrúnu Það getur ýmislegt gerst í stofunni þar sem sögupersónur hafa orðið til og gera sig stund- um heimakomnar. Það er óvíst hverjar þeirra mæta til leiks að þessu sinni, en í það minnsta verður lesið um lifið hans Gúnda sem vantaði svo sárlega handagúndavél. Auk þess verður myndum varpað á vegg eftir því sem við á. Sigrún Eldjárn Fjölnisvegur 12, 101 Reykjavík. Laugardaginn 29. maí kl. 14 Krókófílar, krakkar og kellingar Þrítugir krókófílar spígspora um veggi og gólf. Dularfullar eyjar á floti, á flugi og í kafi. Krakkar og gamlar kellingar flengjast um geiminn með torkennilegum verum. Það er allt í plati! Kristín Ómarsdóttir Vesturgata 33b, 101 Reykjavík. Sunnudaginn 30. maí kl. 15 Vélmenni fer í sumarfrí Lesin verða gömul ljóð og ný, og nokkrar stuttar sögur fá að fylgja með. Húslesturinn er tileinkaður árstíðinni, þegar vorið er að breytast í sumar, tíminn hættir að vera til, því morgunbirtan er óljós og líkist jafnmikið birtunni á öðrum stigum sólarhringsins. Kristín mun setja sig í fótspor vélmennis sem horfir upp eftir sumarvegi, finnur undarlega angan af gróðri, heyrir suð í flug- um, og söng í nýjum fuglum, sumum herskáum, öðrum við- kvæmum, jafnvel einrænum fuglum sem gæta eggja sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.