SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 27
30. maí 2010 27
B
ekkjarmót eru eins og vínið,
batna bara með aldrinum. Það
finnst að minnsta kosti félög-
unum í 12 ára E í Austurbæj-
arskólanum, þeim sem fæddust 1931,
hófu nám 1938 og úrskrifuðust með
fullnaðarprófi 1944. Fyrir áratug tóku
þeir Guðjón Tómasson og Árni Steinsson
sig saman og höfðu samband við alla
bekkjarfélaga sem enn voru á lífi. Var
ekki kominn tími á að hittast? Upp-
haflega voru yfir 30 nemendur í bekkn-
um, sumir voru dánir, aðrir bjuggu í út-
löndum. En í nær áratug hefur um og yfir
helmingurinn tekið þátt í vorferðum og
borðað einu sinni saman á aðventunni.
Einn af bekkjarfélögunum er Hallfríður
Georgsdóttir, húsmóðir í Mosfellsbæ.
„Við köllum okkur alltaf 12 ára E,“ segir
Hallfríður. „Stefán Jónsson rithöfundur,
var umsjónarkennarinn okkar. Hann var
óskaplega vinsæll, stilltur og oftast alvar-
legur en við þekktum auðvitað vel Gutta-
vísurnar hans og fleira. Það var mikið
keppikefli í frímínútunum að fá að leiða
hann. Stefán trúlofaði sig en þegar hann
mætti með hringinn híuðu strákarnir á
hann, voru ekkert hrifnir!
Vinstrimaður spennir greipar
Stefán var eins og margir kennaranna
róttækur vinstrimaður, skrifaði í Rauða
penna. Ég man að einu sinni var hann að
lesa eitthvað kristilegt og spennti þá
greipar. Þá hvíslaði einhver stelpan:
„Sjáið þið, hann er sko
alveg kristinn!“ Þá hafði
hún heyrt eitthvað
heima um að Stefán
væri rauður.
Við fengum lýsi í
skólanum, Stefán hellti
því í okkur úr könnu og
við biðum í röð. Auðvit-
að var þetta ekki gott,
þykkt og volgt en við
vissum að það var hollt og kvörtuðum
ekki. Og við fengum mjólk í pelaflösku,
stundum var stúturinn brotinn og þá
þurfti að passa sig vel á brotunum.
Sumir fengu líka smurt brauð en bara
þeir sem talið var að fengju ekki nóg að
borða heima. Það var kreppa og þröngt í
búi hjá mörgum.
Fleiri rithöfundar og listamenn voru í
skólanum, Margrét Jónsdóttir var ein
þeirra, Jón Þórðarson, pabbi Megasar,
var líka þarna, hann var skáld. Valgerður
Briem var frábær teiknikennari, það var
ekki lítil upphefð þegar hún hengdi
mynd eftir mann upp á vegg.
Og Unnur Jónsdóttir kenndi okkur
leikfimi. „Stelpur, gangið ekki eins og
skessur, gangið eins og ég!“ sagði hún.“
Hallfríður er spurð hvort enginn rifji
núna upp gömul rifrildi.
„Nei, og það voru engin hrekkjusvín í
bekknum okkar! Eitt eigum við líka öll
sameiginlegt: við erum óskaplega stolt af
gamla skólanum okkar.“
Morgunblaðið/Eggert
„Engin
hrekkjusvín
í bekknum!“
Þau eru ekki lengur barnung, krakkarnir í 12 ára
E í Austurbæjarskólanum enda útskrifuðust þau
árið 1944. En þau hittast nokkrum sinnum á ári,
borða saman eða fara í ferðalög.
Kristján Jónsson kjon@mbl.is
Hallfríður
Georgsdóttir
Tímamót urðu í skólamálum landsins þegar Austurbæjarskólinn
var tekinn í notkun fyrir réttum 80 árum. Áður hafði Miðbæj-
arskólinn verið eini barnaskóli borgarinnar, hann er frá því um
aldamótin 1900. Nú bættist við glæsilegt steinhús, skreytt lág-
myndum sem Ásmundur Sveinsson myndhöggvari gerði en arki-
tekt hússins var Sigurður Guðmundsson. Austurbæjarskólinn var
langfullkomnasti og stærsti barnaskóli landsins, þar voru sér-
stakar stofur fyrir kennslu í náttúrufræði, myndlist og tónlist,
einnig leikfimisalur og lítil innisundlaug. Hollvinafélag skólans
vinnur nú að því með kennurum og skólastjóra að tryggja varð-
veislu gamalla korta, kennslubóka og tækja og er stefnt að því að hægt verði að
efna til sýninga í risinu.
Guðmundur Sighvatsson tók við embætti skólastjóra árið 1996 en hafði þá verið
kennari frá 1973. „Það sem er okkar sérkenni er fjöldi barna úr röðum innflytjenda,
þau eru rúmlega 20% af öllum nemendum; hlutfallið er hvergi hærra á landinu og
móðurmálin eru á þriðja tug,“ segir Guðmundur. „Þegar við sendum út tilkynningar
þarf að notast við nokkur tungumál! En það yndislega er að börnunum sjálfum
finnst ekkert eðlilegra en að sumir félagarnir líti öðruvísi út en þau sjálf, þeim finnst
þetta ekkert mál.“ Sérþörfum innflytjendabarna og barna sem búið hafa lengi er-
lendis er sinnt eftir mætti.
Allir fá heitan mat í hádeginu og foreldrafélagið er öflugt. Guðmundur segir þó
óhjákvæmilegt að stundum komi upp einhver núningur milli hópa en skólinn sé vel
vakandi. „Við setjumst þá niður og reynum að leysa málið þannig að enginn sé
ósáttur.“
Hvergi fleiri innflytjendur
Guðmundur
Sighvatsson
Svona leit 12 ára E út árið 1944, Hallfríður er lengst t.h. í næstefstu röð, Guðjón Tómasson
er lengst t.v. í efstu röð, Árni Steinsson þriðji f.v. Sameiginlegi maturinn á aðventunni er
mikilvægur, þá er skipulögð vorferðin næsta ár, leigð er lítil rúta en stundum hist í sum-
arbústað. Ferðin féll niður í fyrra, aðventuhefðin hefur hins vegar aldrei dottið niður. Þau
komu fyrst saman eftir þetta langa hlé í skólanum vorið 2001, sum höfðu ekki sést í marga
áratugi. Gamla stofan var skoðuð og þau litu við í teiknistofunni, sundlauginni og víðar. „Og
gælunöfnin voru rifjuð upp; Halla, Sjöbba, Rabbi, Kalli, Alli,“ segir Hallfríður og bætir við að
sumir bekkjarfélagarnir hafi breyst ótrúlega lítið, séu allavega eins fasi og þeir voru 12 ára.
Æskuárin rifjuð upp
Austurbæjarskólinn, grár og
virðulegur, eins og sæmir rosk-
inni stofnun, er eitt af kennileit-
um Reykjavíkur þar sem hann rís
upp úr ísaldarklöppinni við rætur
Skólavörðuholtsins. Í baksýn
gnæfir Hallgrímskirkja en á
skólalóðinni æfa nemendur fót-
boltataktana. Skólahús geta ver-
ið gömul en innihaldið er síungt.
Alls eru nemendurnir, 6-16
ára, nú 478, kennarar og annað
starfsfólk um 70. Nemendum
hefur fækkað á síðustu árum en
mestur var fjöldinn upp úr 1950,
þá voru um 1860 börn í Austur-
bæjarskólanum.
Hitaveita frá Þvottalaugunum
gömlu var lögð í nokkra tugi húsa
og skólann sama ár og hann tók
til starfa. Enginn kolareykur, hví-
líkur munur! Skólinn þótti vel við
vöxt en ekki liðu nema nokkur ár
þar til ljóst var að reisa þyrfti
fleiri skóla. Borgin óx hratt.
Öldungur en
samt síungur