SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 30
30 30. maí 2010 S veitarstjórnarkosningarnar fara fram í skrítnu andrúmslofti núna. Kemur fleira en eitt til. Margt bendir til að þátttaka í þeim verði minni en áður, en kosningaþátttaka hefur verið jafngóð eða betri hér á landi en almennt tíðkast í nálægum lönd- um. Yfirburðastaða höfuðborgarinnar Það hefur verið helsta sérkenni íslenskra sveit- arstjórnarkosninga að eitt sveitarfélagið ber höfuð og herðar yfir önnur og dregur að sér mesta athygli og spennu í kosningum. Það er höfuðborgin, Reykjavík. Þótt stærðarmunur hennar og þeirra sveitarfélaga sem næst koma sé nú mun minni en áður munar þó enn miklu. Þessi sérstaða hefur meðal annars leitt til þess að síðasta kvöldið fyrir kjördag koma for- ystumenn framboðanna í Reykjavík saman í sjónvarpssal og takast á. Í öðrum löndum koma forystumenn flokka á landsvísu í sjónvarpssal og takast á undir almennum stjórnmálalegum forsendum í sveitarstjórnarkosningum sem þingkosningum. Hvaða meirihluti? Það hefur oftast aukið spennuna í sveitarstjórn- arkosningum mest að lengi vel stóð meg- inspurning stjórnmálanna um það hvort einn flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, héldi meirihluta sínum í Reykjavík eða vinstriflokkar samein- uðust um stjórn borgarinnar. Á þessu þótti margt velta og flokkarnir sendu því iðulega öfl- uga stjórnmálmenn á þennan vettvang. Þannig höfðu sjö borgarstjórar úr röðum sjálfstæð- ismanna verið ráðherrar eða urðu það síðar, þar af fimm forsætisráðherrar landsins. Stjórnmálafræðingar hafa iðulega haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gjarnan hald- ið völdum í Reykjavík með minnihluta atkvæða en meirihluta borgarfulltrúa vegna sund- urlyndis vinstriflokkanna. Upp í þetta hafa illa upplýstir viðmælendur gapað. Reglan var raun- ar sú að Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta, bæði atkvæða og fulltrúa. Hitt voru undantekningarnar sem regluna sönnuðu. Í seinustu kosningum þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn fékk hreinan meirihluta í Reykjavík árið 1990 fékk hann yfir 60 prósent atkvæða og 10 borgarfulltrúa af 15. Áður hafði flokkurinn fengið 58 prósent atkvæða árið 1958 og jafn marga borgarfulltrúa. Háskaleg óvissuferð Nú er öldin önnur. Kannanir sem birst hafa síð- ustu dagana virðast sýna að svonefndur Besti flokkur verði flokka stærstur í borgarstjórninni. Ekkert bendir til þess að það fólk sem þann lista skipar sé lakara eða verra fólk en það sem hefur skipað sér á aðra bekki. Og hitt er ekki síður rétt að hinir formbundnu stjórnmála- flokkar, jafnt ungir sem gamlir, eiga ekki að ganga að sætum í borgarstjórn vísum. Og verð- skuldi þeir refsingu, af einhverjum ástæðum, er svo sannarlega ekkert á móti því að þeir fái hana. Því verður að vísu ekki neitað að hugs- anlega séu menn eins og oft endranær að hengja bakara fyrir smið. Það hefur margoft verið gert áður um víða veröld og á öllum tímum. Verkn- aðurinn er þá ekki bein refsing heldur miklu fremur yfirlýsing um refsingu. Sú veitir fast að því sambærilega útrás fyrir reiði og réttlát refs- ing og er um leið eins konar fórnarathöfn til að sefa særða réttlætiskennd. Þær skýringar, þótt þær kunni að halda, bæta ekki stöðuna fyrir bakarana sem taka skellinn. Allt er þetta skiljanlegt og í einhverjum til- vikum nauðsynlegt. En vandinn er að aðferðin hefur margvíslega ágalla, og suma allalvarlega. Ekki er ólíklegast að refsingu verði útdeilt í kosningunum. En dómsúrlausnin verði óvænt sú að það verði Reykvíkingar sjálfir sem dæmd- ir verði til fjögurra ára óafturkræfrar refsingar en ekki flokkarnir. Upplausnarár Reykvíkingar hafa nú um hríð búið við hálf- gerða upplausn í stjórn sinna mála. Sú upplausn hófst þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þá borgarstjóri Reykjavíkurlistans, hrökklaðist nokkuð óvænt úr sínu embætti í upphafi árs 2003. Samstarfsmenn hennar á listanum töldu hana brjóta handföst fyrirheit við sig um að ganga ekki til leiks á vettvangi eins flokks á meðan hún fengi að gegna borgarstjóraembætt- inu í skjóli og umboði vinstriflokkanna sem að Reykjavíkurlistanum stóðu. Ingibjörg ákvað að hasla sér völl sem forsætisráðherraefni Sam- fylkingarinnar, hafa loforð sín að engu og halda áfram, þrátt fyrir þau, sem borgarstjóri í að- draganda alþingiskosninganna sem í hönd fóru. Þetta var bíræfin ögrun gagnvart samstarfsfólki og það sýndi óvæntan manndóm, setti hnefann í borðið og Ingibjörg hrökklaðist úr embætti og náði reyndar ekki árangri heldur í sókn eftir forsætisráðherraembættinu. Á þeim sjö árum sem liðið hafa frá þessum atburðum hafa sex einstaklingar gegnt embætti borgarstjórans í Reykjavík, sem áður þótti ein mesta virðingar- og ábyrgðarstaða í landinu. Hefur þessi stað- reynd mjög veikt stöðu og virðingu borg- arstjóraembættisins. Til samanburðar má nefna að þeir fimm borgarstjórar (af 20 borgarstjórum alls í 102 ára sögu embættisins) sem lengst hafa gegnt embætti borgarstjóra og haft hvað mest áhrif á framþróun borgarinnar sátu samtals í embætti í 62 ár, eða að meðaltali rúm 12 ár. Reykjavíkurbréf 28.05.10 Grínið farið að grána?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.