SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 31
30. maí 2010 31
Þ
að er stórkostlegt að fylgjast með því hvernig slegið er skjaldborg um heimild-
armyndir á Patreksfirði. Þar leggjast allir bæjarbúar á eitt um að taka höfð-
inglega á móti áhugafólki um kvikmyndir og nota um leið tækifærið og skella
sér í Skjaldborgarbíó, þessa gömlu og fallegu byggingu, sem hefur fengið end-
urnýjað hlutverk.
Sigríður Guðfinna Ásgeirsdóttir gerir hátíðinni myndarleg skil í Sunnudagsmogganum í
dag og fjallaði einnig um hátíðina hér í blaðinu í aðdraganda hennar.
Þetta hefur verið þróunin um allt land. Það er slegið upp hátíðum til að draga fram sér-
kenni hvers staðar og kynna jafnframt hið gróskumikla mannlíf utan höfuðborgarsvæð-
isins. En um leið verður til kjörið tækifæri fyrir brottflutta til að snúa aftur á heimaslóðir
og komast aftur í snertingu við lífið á æskuslóðum.
„Ég held að það sem fólk sækir í sé þessi nálægð, að vera saman heila helgi,“ segir Alda
Davíðsdóttir, sem á og rekur Sjóræningjahúsið á Patreksfirði ásamt fjölskyldu sinni. „Það
gerist ekki hvar sem er. Ekki í stærra samfélagi.“
Þar hittir hún naglann á höfuðið. Það getur verið gott og jafnvel nauðsynlegt að komast
út úr hringiðu borgarlífsins til þess að fá eirð í beinin. Ekki aðeins er fólgið minna áreiti í
fámenninu, heldur er návistin meiri við náttúruna og fjarlægðin frá höfuðborgarsvæðinu
markar ramma utan um hátíðina.
En heimamenn njóta einnig góðs af. Alda bendir á að hátíðin hafi góð áhrif á sveitarfé-
lagið, ekki aðeins sé allt gistirými nýtt utan háannatíma, heldur auðgi hún menningar-
lífið. Og svo myndast grunnur að vináttu. Lýsandi dæmi um það er að þegar öll gistirými
voru frátekin, þá var farin nýstárleg leið til að útvega gistingu.
„Það var auglýst eftir þeim sem vildu ættleiða Skjaldborgargest,“ segir Alda. „Við feng-
um góð viðbrögð og fólk bauð fram íbúð eða gestaherbergi og hitt og þetta, þannig að það
eru Skjaldborgargestir inni á mörgum heimilum um helgina og verða örugglega til
skemmtileg vinasambönd þar.“
Svona frumkvæði þjappar þjóðinni saman.
Og það eru fleiri sem ættleiða fólk. Það er skemmtilegt framtak hjá rithöfundum að taka
á móti gestum heima hjá sér, lesa fyrir þá úr verkum sínum og spjalla við þá, en viðburð-
urinn er liður í Listahátíð í Reykjavík. Kristinn Ingvarsson myndaði rithöfundana á heim-
ilum sínum fyrir Sunnudagsmoggann og sýna myndirnar vel að hann er einn næmasti
portrettljósmyndari landsins.
Það er nauðsynlegt að þjóðarvitundinni fylgi sú tilfinning að við séum velkomin heim
til hvers annars – að það sé traust en ekki tortryggni sem mætir okkur.
Andri Snær Magnason lofar að hafa sokkaskúffuna opna og myndaalbúmin uppi við,
þrítugir krókófílar spígspora um veggi og gólf hjá Sigrúnu Eldjárn, en sögupersónur gera
sig heimakomnar hjá Guðrúnu Helgadóttur og hjá Vigdísi Grímsdóttur er gengið inn í
galna veröld rithöfundarins: „Af alls konar lygum og stuttum reisum með léttgeggjuðu
fólki, afbrýðisömum kellingum, hefnigjörnum stelpum, ljúfum draumförum, eldrauðum
kisum, skömmustutilfinningum og ímynduðum galdramálum.“
Það er skemmtilegt að vera til.
Skjaldborgirnar í mannlífinu
„Í hjarta mínu get ég því ekki beðist
afsökunar á að hafa gerst sek um sið-
spillingu með því að sækjast eftir og
fá fjárstyrk frá þessum aðilum á
þessum tíma.“
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, sem
hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku.
„Eftir alla gagnrýnina á
einkavæðingarferlið er sem
stjórnarflokkarnir hafi öllu
gleymt og ekkert lært.“
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, um nýtt stjórn-
arfrumvarp til breytingar á lögum
um fjármálafyrirtæki.
„Hörðustu nagl-
arnir sem hafa farið
og ætlað að rífa þetta
í sig með helvítis fokk-
ing fokk skiltið á öxlinni
koma til baka að eilífu
aðdáendur að Evr-
óvisjón.“
Hera Björk Þórhallsdóttir,
fulltrúi Íslands í Evróvisjón.
„Þá er ekki hægt annað en að vera í
hamingjukasti. Ég grét eins og fegurð-
ardrottning.“
Sama söngkona eftir að hún komst í úrslit Evr-
óvisjón.
„Núna að þessum hamförum af-
stöðnum finnst mér standa upp úr
hve mikill samtakamáttur fólksins
hefur verið.“
Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir
Vestur-Eyjafjöllum.
,,Ég er hundsvekktur yf-
ir því að hafa ekki fengið
tækifæri.“
Ingólfur Sigurðsson sem yfirgefur
senn KR og gengur til liðs við hol-
lenska úrvalsdeildarfélagið Hee-
renveen.
„Ég nenni ekki að skrifa
bók um einhvern sem er bú-
inn að dópa og þykir það
töff.“
Birgir Örn Steinarsson sem er að
skrifa bók um tónlistarferil Páls
Óskars Hjálmtýssonar.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
Annar borgarstjóri Reykjavíkur, Knud Ziemsen,
sat reyndar í 18 ár í embætti og hækkar með-
altalið því nokkuð.
Það þarf ekki lengi að líta yfir sögu höf-
uðborgarinnar til að sjá í hendi sér að henni
hefur miðað best fram þegar stöðugleiki hefur
verið í stjórnarfari og leiðtogi borgarinnar,
borgarstjórinn, verið öflugur og haft öflugan
stuðning og skýr markmið um verk og leiðir.
Það er vandamálið sem virðist blasa við í þess-
um kosningum. Þótt þeir frambjóðendur sem
tilviljunarkennt hafa skipað sér á þann listann
sem virðist hafa mest fylgið sé vafalítið hið
ágætasta fólk sem vill vel dugar það ekki til.
Það hefur ekki þurft að mynda sér sameiginleg
stefnumið í neinu. Ekkert bendir til þess að það
geti starfað saman í flokki. Þvert á móti. Það
beinlínis tekur fram að ekkert sé að marka það
sem það sjálft hefur þó boðað. Það er sjálfsagt
dálítið fyndið. Það kallar það fólk sem höllum
fæti stendur í borginni ítrekað „aumingja“. Er
það fyndið? Þetta ágæta fólk gengur þannig til
leiks að ekki er vinnandi vegur fyrir Reykvík-
inga að kalla það til ábyrgðar eftir kosningar.
Það býður reyndar ekki upp á það. Það er því
dálítið hastarlegt að daprasti þátturinn í þessum
sérkennilegu kosningum í Reykjavík er að verða
grínframboðið sjálft. Það gerðist þannig að þeg-
ar kannanir tóku óvænt að sýna að grínið hafði
slegið í gegn vissu frambjóðendur þess ekki
hvernig við ætti að bregðast. Þeir fóru að reyna
að sýna vott af ábyrgð og alvöru en vildu þó
ekki missa af grínstimplinum sem var þrátt fyr-
ir allt forsenda fylgisins sem dreif að. Þeir fip-
uðust þegar grínið virtist allt í einu verða fú-
lasta alvara. Eina spurningin sem á eftir að fá
svar við hvort fylgið fipast líka. Það svar fæst
ekki fyrr en kjörstöðum hefur verið lokað. Og
þá getur verið of seint í (þið vitið hvern) gripið.