SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Page 33
30. maí 2010 33
hjá okkur í annan endann. Síðan hefur hún mjög góð
áhrif á menningarlífið á svæðinu sem er kostur fyrir
okkur. Við höfum eitthvað að sækja og það að fá inn al-
gjörlega nýjan hóp af fólki sem hefur ekki sótt hingað
áður auðgar að sjálfsögðu mannlífið á mjög skemmti-
legan hátt.“
Alda segist verða vör við að hátíðin hafi einnig áhrif á
þann hátt að fólk heyri um hátíðina og komi til Pat-
reksfjarðar vegna þess. „Já, já, ekki spurning, það eru
nokkrir sem segja okkur það á hverju sumri og ég geri
ráð fyrir að það séu enn fleiri sem segja okkur það ekki.
Líka gestirnir sjálfir sem hafa komið og hafa ákveðið að
koma aftur og ferðast þá um og skoða.“
Þetta er þriðja hátíðin sem þú ert þátttakandi í, sérðu
sömu andlitin hérna ár eftir ár?
„Já, að vissu leyti, það eru fastagestir. Bransinn er
sjálfsagt ekki stór hérna á Íslandi og þetta virðist vera
staðurinn þar sem allir hittast. Ég held að það sem fólk
sækir í sé þessi nálægð, að vera saman heila helgi. Það
gerist ekkert hvar sem er. Ekki í stærra samfélagi. Það
fara allir saman að borða, það fara allir saman á þennan
pöbb þetta kvöldið og hinn pöbbinn hitt kvöldið.“
Það eru fleiri en ferðaþjónustuaðilar sem koma að
hátíðinni. Kvenfélagið Sif hefur séð um plokkfiskveisl-
una og fær greitt fyrir, en það er hluti fjáröflunar fé-
lagsins. Lionsklúbbur Patreksfjarðar sér um bíóið og
grunnskólakrakkarnir eru einnig með sína fjáröflun.
„Lionsklúbburinn er alveg sér á parti því þeir vinna
allt í sjálfboðavinnu og eiga alveg rosalega miklar þakk-
ir fyrir það og standa sig mjög vel,“ segir Alda. „Hjá
kvenfélaginu er þetta fjáröflun, við borgum þeim fyrir
að vera með matinn, þannig skilar það sér út í sam-
félagið, því þær styrkja mörg góð málefni á svæðinu.
Öll verslun á staðnum nýtur líka góðs af hátíðinni. Það
er í raun okkar að hafa sem mest framboð. Eins með
krakkana, níundi bekkur var með reiðhjólaleigu,
pulsusölu og hitt og þetta, þannig að þau eru að taka
við sér líka og sjá tækifæri í þessu.“
Þegar Alda er spurð hvort hún fari sjálf í bíó fer hún
að hlæja. „Nei, ég kemst ekkert í bíó. Ég er gríðarlega
svekkt yfir því. Við hjá fyrirtækinu reynum að skiptast
á um að fara í bíó, en það gengur ekkert voðalega vel.
Það er bara svo mikið að gera og erfitt að fá fólk til að
vinna þessa helgi.“
Fiskiveislan í Sjóræningjahúsinu
Fiskiveisla Skjaldborgar var haldin í þriðja sinn í Sjó-
ræningjahúsinu. Alda segir mikinn undirbúning fyrir
hverja veislu. „Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum
sjálf um matinn. Hingað til höfum við skaffað húsnæðið
og aðrir séð um matinn, en nú ætlum við að gera það.
Stærstu fiskverkendurnir hafa verið að gefa hráefni og
nú gefur félag hrefnuveiðimanna uppistöðuna í máltíð-
inni sem er hrefnukjötið. Og það er alveg frábært.
Kræklingurinn kemur frá Skelfiski sem er fyrirtæki sem
er með starfsstöð á Tálknafirði. Það eru örugglega
margir að smakka hrefnukjöt í fyrsta skipti, eins og
með eggin úr Látrabjargi sem við vorum með í morg-
unmatnum í fyrra, það er mikið spurt um þau. En þau
verða komin á morgun.“
Finnst þér bæjarbúar almennt, þeir sem koma ekkert
nálægt þjónustu eða ferðaþjónustu, pæla í þessari hátíð?
„Já, ég held það, það tók kannski smátíma en fólk er
að verða meira og meira meðvitað um þetta, fara meira
í bíó til dæmis. Svo var það þannig núna, þegar allt
gistipláss var orðið upppantað, þá var bara auglýst. Við
settum upp ættleiðingarskrifstofu. Það var auglýst eftir
þeim sem vildu ættleiða Skjaldborgargest. Við fengum
góð viðbrögð og fólk bauð fram íbúð eða gestaherbergi
og hitt og þetta, þannig að það eru Skjaldborgargestir
inni á mörgum heimilum um helgina og verða örugg-
lega til skemmtileg vinasambönd þar.“
En hvernig er þetta hægt, hvernig er hægt að bjóða í
bíó og mat og rukka ekkert fyrir?
„Bara með brjálæðislegri vinnu. Við erum allt árið að
vinna í fjármögnun, það gerist ekki bara mánuði áður.
Menningarráð Vestfjarða hefur til dæmis verið duglegt
að styrkja okkur, Kvikmyndamiðstöð Íslands kemur að
þessu og svona stærri fyrirtæki hér á svæðinu hafa
styrkt hátíðina og Flugfélagið Ernir, þannig að þetta
bara gengur.“ Alda segir hátíðina vera búna að hasla sér
völl – það sé engin spurning.
Arnþrúður Dögg Sigurðardóttir, Árni Sævarsson, Hálfdán
Pedersen og Sara Jónsdóttir.
Ásgrímur Sverrisson og Katrin Ottarsdottir.
þess varla langt að bíða.
Ljósmynd/Kristinn Pétursson
Árni Sveinsson í fjörunni.
Alda Davíðsdóttir í Sjóræningjahúsinu.
Ljósmynd/Sigríður Ásgeirsdóttir
Á hverri hátíð eru veitt áhorfendaverðlaun Skjaldborgar. Að lok-
inni síðustu sýningu fá áhorfendur miða, þar sem þeir skrifa
hvaða mynd þeim þótti best. Að þessu sinni var það lokamynd
hátíðarinnar, Backyard sem hlaut Einarinn. Leikstjóri er Árni
Sveinsson og framleiðandi Sindri Pálsson.
Myndin er einskonar stikkprufa eða portrett af tónlistar-
árinu 2009. Árni, sem er í hljómsveitinni FM Belfast ákveður
að bjóða nokkrum hljómsveitum að koma og halda tónleika í
bakgarðinum hjá sér til að dokumentera ákveðna tónlist-
arsenu sem honum finnst vera í gangi. Við fylgjumst með und-
irbúningi tónleikanna og tónleikunum sjálfum, við tölum við
hljómsveitirnar sem verða fyrir valinu.
Hálfdán Pedersen, einn aðstandenda, var mjög ánægður
með hátíðina í ár. ,,Hún heppnaðist rosalega vel. Við höfum
heyrt víða að þetta sé það skemmtilegasta sem fólk gerir á
árinu og höfum bara fengið jákvæð viðbrögð. Þetta er líka
komið í góðan jarðveg því stressið og fyrirhöfnin var minni nú
en áður. Við hugsuðum með okkur að annaðhvort færi hátíðin
til andskotans eða þá að við værum bara orðin svona góð í
þessu. Hið síðarnefnda reyndist rétt.
Hálfdán segir að það hafi verið gaman að sjá svo bland-
aðan hóp af heimamönnum og gestum. Mikið af brottfluttum
Patreksfirðingum hafi komið vestur og sótt hátíðina og allir
sem einn á því að hátíðin væri stórkostlegt fyrirbæri sem þeir
vildu sjá lifa áfram um ókomin ár. ,,Mig langar bara að þakka
heimamönnum og gestum fyrir æðislegt viðhorf og gleði,“ seg-
ir Hálfdán sem lofar frábærri hátíð á næsta ári, en þá verður
haldið upp á fimm ára afmæli hátíðarinnar. ,,Þá verða öll met
slegin og ýmislegt óvænt og skemmtilegt í bígerð.
Árni Sveinsson
hreppti Einarinn