SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Page 37
30. maí 2010 37
Þ
egar fingur Brasilíumannsins Thiago Trinsi
spretta úr spori á gítarhálsinum dettur manni
einn helst í hug heimsmeistarinn í 100 metra
hlaupi eða kappaksturskappi á bíl sínum. Eða
ballettdansari og spretthlaupari sem einn og sami mað-
urinn!
Trinsi hefur nú búið í fimm ár á Íslandi en það var fyrir
einskæra tilviljun að hann kom til landsins. Það má
þakka því að Einar Máni Friðriksson, tölvunarfræðingur
og gítarleikari í hljómsveitinni Douglas Wilson, var
skiptinemi í suðurhluta Brasilíu.
„Thiago er tæknilega besti gítarleikari á Íslandi. Hann
er best geymda leyndarmál landsins og ætti að vera í því
að halda masterclass námskeið fyrir lengra komna en
ekki að kenna byrjendum,“ segir Einar í samtali við
Morgunblaðið. Þegar spurt er hvort Thiago sé besti gít-
arleikari landsins, svarar Einar: „Hann og Guðmundur
Pétursson þurfa að hittast!“
Trinsi hefur undanfarin misseri leikið með hljóm-
sveitinni Killer Queen sem sérhæfir sig í músík snilling-
anna í Queen; í þessu bandi eru meðlimir Hvanndals-
bræðra auk Magna Ásgeirssonar söngvara og
Brasilíumannsins. Enginn gleymir kvöldstund með
ábreiðusveitinni og er ástæðan ekki síst frammistaða
Trinsis. Þá hefur hann vakið mikla athygli fyrir upp-
tökur sem er að finna á síðunni Youtube á vefnum. Hann
hefur verið iðinn við að koma sér á framfæri á þeim
vettvangi og hefur nokkrum sinnum tekið þátt í keppni
á netinu. Nýverið lauk gítarhátíð í Rúmeníu þar sem
hann varð í 4. sæti og hann hlaut silfur í keppni í Þýska-
landi fyrir ári. Keppnin fer þannig fram að þátttakendur
eiga að setja saman og spila eigin útgáfu af gítarleik í
ákveðnum lögum og þeir 10 bestu eru valdir í úrslit.
Brasilíski Akureyringurinn hefur jafnan fengið góð
viðbrögð við því sem hann setur á netið. „Sama dag og
ég setti síðustu upptökuna á netið var hún skoðuð 635
sinnum og ég fékk mjög lofsamleg ummæli um hana,
meðal annars frá forráðamönnum keppninnar í Rúmen-
íu,“ segir hann við Morgunblaðið.
Trinsi segir þá fimm daga sem hann var í Rúmeníu
fyrir skömmu hafa breytt miklu fyrir sig. „Þarna voru
nokkrir heimsfrægir gítarleikarar í dómnefnd; við vor-
um með þeim frá klukkan 10 á morgnana til 11 á kvöldin,
það var mjög lærdómsríkt og alveg frábært að fá að
kynnast þessum mönnum.“
Hann nefnir hinu frægu kappa; Andy Timmons, Brett
Garsed, Greg Howe (sem lék í hljómsveit Michael Jack-
son og auk þess með Justin Timberlake, Laura Pauzini og
Henrique Iglesias), Michael Angelo Batio, Richard Halle-
beek og William Stravato.
Trinsi er frá Porto Alegre í suðurhluta Brasilíu. Hann
handlék gítar í fyrsta skipti barnungur, varð snemma
góður (nær væri að segja undrabarn) og var ekki nema
16 ára þegar Einar hitti hann fyrir tilviljun í skólanum.
Hafði verið boðið að kenna þar jafnframt því að stunda
nám sjálfur. „Mig langaði að læra meira á gítar, var bent
á þennan skóla og þar kunni aðeins einn maður eitthvað
í ensku. Það var Thiago. Hann féllst á að kenna mér og
mér féllust eiginlega alveg hendur þegar hann fór að
spila. Ég hafði aldrei séð annað eins!“
Þegar þetta var kenndi Thiago frá morgni til kvölds en
hafði ekki mikið upp úr krafsinu. Þegar Einar sló fram
þeirri hugmynd hvort hann ætti ekki að útvega honum
vinnu á Íslandi leist okkar manni vel á.
„Ég hélt að ekkert yrði úr því en löngu seinna töl-
uðum við saman aftur og hann spurði ég væri tilbúinn að
slá til og koma svaraði ég játandi. Einar sagði mér að
hann skyldi borga fyrir mig farið til Íslands og ég myndi
borga honum til baka þegar ég hefði efni á,“ segir Trinsi.
Einar Már bjó á þessum tíma á Akureyri og hafði verið
boðin gítarkennarastaða á Ólafsfirði
Hann afþakkaði en sagðist vita um mann sem ef til vill
gæti þegið starfið. Hringdi því til Brasilíu og Trinsi ákvað
að koma. Hann bjó fyrst á Ólafsfirði en flutti síðar til Ak-
ureyrar. Kennir hins vegar 2-3 daga í viku á Ólafsfirði en
hefur í nógu öðru að snúast; lauk til dæmis nýlega prófi í
útsetningum fyrir hljómsveitir frá Berklee tónlistarhá-
skólanum í Bandaríkjunum. Hann hlakkar mikið til að
taka næstu skref og stefnir að því að semja og útsetja
tónlist fyrir kvikmyndir og fleiri í þeim dúr. Hann segist
þegar hafa fengið tilboð þar að lútandi, svo og til þess að
útbúa kennslumyndbönd. „Margir vilja vita hvernig ég
fer að því að spila eins og ég geri. Stíllinn þykir skrýtinn
enda held ég að enginn annar spili svona!“
Trinsi lýsir því hvernig hann spilar; að það minni
frekar hörpuleik en hefðbundinn gítarleik. En fyrst og
fremst er hann ánægður með að geta lifað af því að spila
á gítar. „Ég hef lagt mikið á mig og ætla að ná langt. Það
er yndislegt að geta glatt fólk með því að spila fyrir það,“
segir hann.
Sjón er sögu ríkari; sláið endilega inn nafn brasilíska
gítarsnillingsins á youtube.com og njótið...
http://www.thiagotrinsi.com/
Galdrar í
gítarnum
Thiago Trinsi fer hamförum á tónleikum með hljómsveitinni Killer Queen á Græna hattinum í fyrra.
Thiago Trinsi býr á Akureyri og
kennir á Ólafsfirði. Hann hefur
nýlokið námi við Berklee og
vakið mikla athygli fyrir glæsi-
leg gítartilþrif á Youtube.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Thiago Trinsi: „Margir vilja vita hvernig ég fer að því að spila
eins og ég geri. Stíllinn þykir skrýtinn enda held ég að eng-
inn annar spili svona!“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson