SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 38

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 38
38 30. maí 2010 Á rið 1961 var John F. Kennedy settur í embætti forseta Bandaríkjanna og vakti mikla athygli og það ekki að ástæðulausu. Hann vann forsetakosn- ingarnar með minnsta mun í sögunni fram að þeim tíma, var fyrsti kaþólikk- inn til að gegna embættinu og einnig sá næstyngsti. Það var þó eiginkona hans Jacqueline Kennedy, eða Jackie eins og hún var gjarnan kölluð, sem stal senunni hvert sem þau hjónin fóru með fágaðri framkomu sinni og óaðfinnanlegum stíl. Varð fljótt fyrirmynd kvenna Jackie var dáð um víða veröld og færði landa sína úr íhaldssamri tísku 6. ára- tugararins til alþjóðlegs glæsileika. Hún sýndi að glæsileika væri hægt að ná fram með einfaldleika í stað áberandi klæðn- aðar. Kennedy-hjónin ferðuðust mikið og kepptust fjölmiðlar víðsvegar að úr heiminum við að birta af henni myndir. Hún heillaði alla upp úr skónum og náði á sögulegan hátt tveimur skapstirðustu leiðtogum heims á sitt band, Frakkanum Charles de Gaulle og hinum sovéska Ni- kita Khrústsjov. Með brennandi áhuga á tísku og hönnun Jackie var mjög tískusinnuð og eyddi mörgum stundum í að lesa og klippa myndir úr tískublöðum. Hönnuðurinn Oleg Cassini var hennar hægri hönd og oftar en ekki fékk hún ráðleggingar frá Díönu Vreeland og systur sinni, Lee Radiwill. Þá tók hún Hvíta húsið í gegn og vann síðar Emmy-verðlaun fyrir sjónvarpsþátt, þar sem hún leiddi áhorf- endur um hið nýendurbætta heimili sitt. Í raun svipti hún hulunni af Hvíta hús- inu en almenningi hafði ekki áður gefist kostur á að sjá inn í hið fræga hús í Washington. Listin að velja og bera fatnað Jackie var ekki hin týpíska feg- urðardís en kunni að nýta það sem hún hlaut í vöggugjöf; breitt bros, stór augu og formfagurt andlit. Það sem ein- kenndi Tímalaus tíska Jackie Kennedy Jacqueline Kennedy, fyrrverandi forsetafrú Banda- ríkjanna, var kona með einstaklega glæsilegan fatasmekk. Hún hefur verið talin eitt helsta tísku- goð fyrr og síðar, en hennar auðkenni voru meðal annars hvítar perlur og stór dökk sólgleraugu. Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Klútur Oasis kr. 5.490 Kinnalitur (Must Have) Make Up Store kr. 3.490 Buxur B&S kr. 49.990 Jackie var hve hátt hún bar höfuðið, en sjálfstraust og öryggi geta gert gæfumun fyrir útlitið. Hún var slungin í að velja flíkur sem fóru líkamsbyggingu hennar vel og sást aldrei í of stórum eða litlum fötum. Einfaldleikinn í fyrirrúmi Þó svo að Jackie hafi verið aðdáandi dýru tískumerkjanna er ekki erfitt að tileinka sér stílinn hennar án þess að eyða fúlgu fjár. Hún klæddist oft hvers- dagslegum fötum við fáar fínar flíkur eða fylgihluti, svo sem áberandi skó, glæsi- lega skartgripi, klúta eða stór sólgler- augu. Svo hér má hreinlega leika sér að fylgihlutunum. Þó verður að hafa hina frægu setningu „less is more,“ eða „minna er meira,“að leiðarljósi. Stundum getur einfaldleikinn verið einna glæsilegastur og það sannaði Jacqueline Kennedy með stæl. Þáttaraðir um Kennedy Á næsta ári mun The History Channel frumsýna nýja þáttaröð sem fjallar um John F. Kennedy og fjölskyldu hans. Þar verður reynt að varpa ljósi á líf Kennedy-fjölskyldunnar, en hún hefur heldur betur fengið að upplifa skin og skúrir. Hin góð- kunna leikkona Katie Holmes, sem þykir svipa til forsetafrúar- innar, mun túlka Jackie Ken- nedy. Líklegt er að þáttarað- irnar eigi eftir að vekja athygli enda fleiri þekktir leikarar meðal leikenda og því ekki ólíklegt að Ken- nedy-tískan eigi eftir að láta á sér bera í auknum mæli þegar fram líða stundir. Morgunblaðið/Eggert Tíska Bolur Oasis kr. 7.490 Hanskar Oasis kr. 6.990 Sólgleraugu Friis Company kr. 3.990 Taska Oasis kr. 10.990 Skór 38 Þrep kr. 42.000 Varalitur (Trip) Make Up Store kr. 3.290 Úr Jón & Óskar kr. 17.900 Forsetafrúin spókaði sig oft á ströndinni með fjölskyldu sinni. Hún var þó sjaldan fá- klædd en valdi þess í stað léttan klæðnað og braut hann upp með slæðum og stórum sólgleraugum. Eyrnalokkar Gullkúnst Helgu kr. 13.900

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.