SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Síða 40

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Síða 40
40 30. maí 2010 V ið Ottó Geir Borg maðurinn minn höfum alltaf verið í mikilli tilraunamennsku í eld- húsinu og ég hef gaman af því að taka myndir af því sem við eldum,“ segir Eydís Björk Guðmundsdóttir, nemi í ljósmyndun. „Svo var fólk að spyrja okkur um uppskriftir að matnum og ég var of löt til að senda þær í tölvupósti út um allt. Svo ég ákvað að stofna þetta matarblogg fyrir vini mína svo þeir gætu fylgst með því sem við erum að gera.“ Matarbloggið sem Eydís vísar í er með yfirskriftina Matarnautnir og ber nafn með rentu því girnilegar myndir af dýr- indis krásum framkalla vatn í munninn á hverjum sem er. „Ég hef alltaf haft áhuga á mat og mat- argerð og byrjaði snemma að fikta við matseld,“ heldur Eydís áfram. „Mér finnst eldamennskan svo stór hluti af lífi okkar allra og elska að nota öll skilnings- vitin til að búa til matinn. Við Ottó eyð- um miklum tíma saman eldhúsinu og njótum þess að vera þar saman, finna ilminn, smakka og spjalla. Við erum óskaplega tilraunagjörn og finnst gaman að prófa eitthvað nýtt. Við erum líka óhrædd við að bjóða fólki í mat og bera á borð fyrir það eitthvað sem við erum að prófa í fyrsta sinn að búa til.“ Ítalskur blóðhiti og hurðaskellir Slíkar tilraunir hafa þó ekki alltaf endað eins og til stóð í upphafi. „Við Ottó vinnum mjög vel saman í eldhúsinu í dag en þannig hefur það ekki alltaf verið. Þetta var voðalega brösótt í byrjun, enda bæði ráðrík og sjálfstæð í eldhúsinu,“ segir Eydís hlæjandi. „Ég man að þegar við vorum nýbyrjuð saman og höfðum eignast pastavél ákváðum við að bjóða fólki til okkar í ferskt pasta. Við vorum bara brött á því að búa það til í fyrsta skipti fyrir matargesti. Til að gera langa sögu stutta mistókst það herfilega og út- koman varð hræðileg. Það leiddi til þess að við Ottó rifumst eins og blóðheitir Ítalar og hávaðinn var eftir því, það var rokið út og skellt hurðum. Þetta „pasta- disaster“ er mjög frægt í vinahópnum. Sem betur fer voru þetta góðir vinir sem hlógu bara að okkur og við enduðum einfaldlega á því að panta pítsur. Síðan höfum við hjónin nálgast hvort annað í eldamennskunni og erum eins og smurð vél í dag, enda búin að vera saman í níu ár.“ Og pastahrakfarirnar drógu ekki úr matarboðunum þótt síðasta árið hafi þeim fækkað vegna tilkomu frumburð- arins Kveldúlfs Ara, sem er rúmlega eins árs. Það stendur þó til bóta. „Við vorum einmitt að endurvekja matarklúbb sem við erum í ásamt vinapörum en þau eru miklir sælkerar og eru til í að prófa allt mögulegt. Það er mikill léttir að elda fyr- ir fólk sem setur ekkert fyrir sig hvað er í matnum heldur biður einfaldlega um að sér verði komið á óvart, en það er ein- mitt þema matarklúbbsins.“ Elskar líbanskt Tabbouleh Þótt sá stutti sé enn ekki farinn að að- stoða í eldhúsinu er þar augljóslega upp- rennandi mataráhugamaður á ferð. „Hann er mikill sælkeri og finnst t.d. líb- anskt Tabbouleh salat með búlgúr æð- islegt. Búlgúr er svipað hrísgrjónum en mjög létt, ekki ólíkt kúskús að því leyti að maður er mjög fljótur að sjóða það. Ég bý gjarnan til ferskt Tabbouleh salat með búlgúr, gúrkum, tómötum, hvítlauk, ol- íu, sítrónusafa og öllu mögulegu. Þetta finnst honum alveg æðislegt og hann elskar hvítlauk – vill helst hafa hann með öllu.“ Eins og vísunin til líbanskrar mat- argerðar bendir til þá sækir Eydís strauma og stefnur í eldamennsku víða. „Ég safna uppskriftabókum og -blöðum og sæki innblástur í þær. En ég á erfitt með að halda mig við einhverja uppskrift heldur þarf ég iðulega að breyta henni á einhvern veg, hvort sem það er vegna þess að ég á ekki akkúrat það hráefni sem er gefið upp eða vegna þess að mig langar til að vera ævintýragjarnari. Það er um að gera að hafa fjölbreytni. Við tökum stundum ákveðna matargerð fyrir og vorum t.d. með indverskan mánuð í nóvember. Þá elduðum við indverskan mat á hverjum degi frá grunni, sem var æðislegt. Þessi matur er svo girnilegur og bara ilmurinn af því þegar verið er að steikja kryddin er svo dásamlegur að maður er kominn til Indlands um leið og maður finnur hann.“ Maturinn þarf þó ekki aðeins að gæla við bragð- og lyktarskyn að mati Eydísar heldur þarf hann að vera góður fyrir augað að auki. „Sérstaklega ef ég ætla að taka mynd af honum,“ segir hún. „Það er bara eins og þegar fólk fer til ljós- myndara þá hugar það að útlitinu og er í rétta skapinu til að myndin heppnist sem best.“ www.matarnautnir.blogspot.com Eydís Guðmundsdóttir er ævintýragjörn í eldhúsinu og vílar ekki fyrir sér að bera óreynda rétti á borð fyrir Gælir við munn, nef og augu Eydís Björk Guðmundsdóttir byrjaði snemma að fikta við eldamennsku og á sínar bestu stundir í eldhúsinu með manninum sínum þar sem þau smakka, þefa, spjalla og takast á yfir matnum. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is ’ Það leiddi til þess að við Ottó rif- umst eins og blóðheitir Ítalar og há- vaðinn var eftir því, það var rokið út og skellt hurðum. Þetta „pastadis- aster“ er mjög frægt í vina- hópnum. Matur

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.