SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Síða 43

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Síða 43
30. maí 2010 43 Þ ær fara heldur betur á stjá með vaxandi sumri og öskrandi birtu, tíkurnar tvær sem löngum hafa ært óstöðugan. Rómantíkin og erótíkin, þessar systur sem eiga það til að leggjast með offorsi á fólk með kjafti sínum og klóm. Slefandi toga þær og teygja, bíta og klóra, sleikja og kjassa. Og sleppa ekki svo glatt sínu hreðja- taki, ef þær á annað borð ná góðu biti. Það er engin leið að hemja þessar lóðatíkur sem ná stundum slíkum völdum yfir fólki að það verður nánast eins og brothættir sakleysingjar, algerlega varnarlaust og vill ekkert frekar en sökkva til botns í sælunni (eða kvölinni). Þær eru samhentar þessar systur enda náskyldar. Rómantíkin sem kennd er við hjartað og stundum andann, nema hvort tveggja sé, hún læðir sér út í holdið sem er svo torvelt að temja og umbreytist þar í erótík. Mönnum stendur allan daginn og gott betur. Konur eru á floti hverja stund. Saman skapa tíkurnar tvær slíka ógnarþrá að líkja má við brotsjó sem kemur yfir þá sem fyrir verða. Og engum vörnum er við komandi. Fólk brotnar í spað. Það leysist upp í sæluvímu. Það gengur um í lostakasti. Það getur verið kúnstugt að fylgjast með því hvernig ást- arþörfin vex ógnarhratt frá vori fram á sumar. Það er eins og íslenska sumarið kveiki slíkt ástarbál hið innra meðal Frónbúa að viðþolsleysi verður algert. Fólk iðar í skinni sínu af samneytisþörf, vill verða brjál- æðislega ástfangið og stekkur jafnvel til á hvað sem býðst. Fólk missir sig. Titrar og skelfur, þrungið af þrá. Andi og hold fara á flug með flugunum sem vakna af vær- um blundi. Heiðvirðar konur játa kinnroðalaust með glampa í augum að draumur þeirra sé að hverfa með elskhuga upp í afdal, skríða þar inn í eyðibýli og stelast til að njóta ásta í eilífri sumarbirtunni. Láta anda liðinnar tíðar leika um sinn bera sólbrunna rass. Gefa sig fullkomlega á vald rómantíkinni og erótíkinni. Láta þær flaðra upp um sig skammlaust. Drekka í sig ilm af grænu grasi og gleyma sér í fuglasöng. Fuglinn í brjósti karla vex með hækkandi sól. Þeir belgja út sitt bringubein og sperra stél. Rauðbrystingsbrjóstin blása út. Og ólgan í æðunum eins og hver annar bullandi hraðsuðu- ketill. Gjósa vil ek, syngur og hvín í þeirra haus. Og kasta sér svo í beinu framhaldi á kvinnu þá sem hugur og limur stendur til. Eðla sig sleitulaust. Kom fagnandi, dásamlega sumar, með þína hrífandi holds- ins þrá og andans upplyftingu. Taumlausar tíkur tvær Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hús og harðfiskur á Vesturgötunni V esturgatan á Akranesi er ein af meg- inæðunum í gegnum bæinn og ein lengsta gatan. Neðstu Vesturgötu- húsin eru byggð snemma á tutt- ugustu öldinni og komið var fram undir 1980 er þau hús sem sem efst standa voru reist. Fyrir vikið er byggingarstíll húsanna, sem eru vel á annað hundrað, býsna ólíkur og þar end- urspeglast sú lína í arkitektúr sem vinsælust hefur verið á hverjum tíma. Sum húsanna eru til dæmis byggð eftir höfði eigendanna og fátt hefur verið til sparað, en önnur eru afsprengi staðlaðra teikninga Húsnæðismálastofnunar rík- isins. „Mér finnst afskaplega þægilegt að búa hérna. Við erum með stóra og góða lóð; hér bak við húsið höfum við fjölskyldan skapað okkur sælu- reit með sólpalli, heitum potti og kartöflugarði. Að hafa þetta eru mikil hlunnindi enda safnast stórfjölskyldan öll hér saman á góðum dögum á sumrin,“ segir Þórey Helgadóttir. Þau Skapti Steinólfsson eiginmaður hennar keyptu húsið að Vesturgötu 135 árið 2006. Húsið er kjallari, hæð og ris; um 170 fermetrar. Og þau fengu meira en bara húsið, því harðfiskverkun fylgdi með í kaupunum. Fyrir mörgum áratugum fór þáver- andi húseigandi að verka harðfisk í bakhúsi, þar sem komið var upp þurrkklefum og annarri að- stöðu. Síðar seldi hann húsið og starfsemina með og þannig hefur boltinn rúllað. Húsið skiptir aldrei um eigendur öðruvísi en svo að allur pakkinn fylgi ekki með. Hér eru hús og harðfiskur eitt og hið sama. Og þetta litla fyr- irtæki, Faxafiskur, er sú fiskverkun á Skipa- skaga sem er með elstu kennitöluna, sem aftur vitnar um að reksturinn er í þokkalegu lagi. „Þessi starfsemi er ágæt búbót og ég þarf því sáralítið að sækja vinnu af bæ. Mér finnst líka gott að vinna hér heima. Get til dæmis alltaf verið til staðar þegar dóttir mín kemur heim úr skólanum,“ segir Þórey sem er fædd og uppalin á Skaganum. Hún segist muna þann tíð þegar Vesturgata var nokkurskonar kappakstursbraut bíladellustráka sem slógu undir nára á fákum sínum og óku svo hratt að hvein í. Síðar voru settar upp hraðahindranir á götunni og þá batnaði staðan til muna. „Mér finnst afskaplega ljúft að búa hérna. Við eigum frábæra nágranna og án þess að sam- gangur sé neitt sérstaklega mikill þá veit fólk að Akranes Ve stu rg at a Hafnarbraut Faxa brau t Æ gis br au t Esjubraut Kir kju bra ut Stillholt 1 2 minnsta kosti hvað af öðru. Akranes er enn ekki orðið svo stór bær að maður viti ekki deili á meginþorra fólks sem hér býr. Sé krakkarnir spurðir hverra manna þeir séu kemst maður yf- irleitt á sporið, eins og mér leiddist alltaf sjálfri að vera spurð að þessu þegar ég var stelpa.“ sbs@mbl.is 1. Breiðin sem er hér allra fremst á Skaganum er afar skemmtilegur staður. Þar eru tveir innsiglingarvitar sem er gaman að skoða og sömuleiðis er náttúran þar mjög skemmtileg. Í hraunbollum á klöppunum má sjá marflær, krabba og kuðunga og fyrir krakka er heilt ævintýri að sjá þær undraskepnur. Víða leynist líf. 2. Langisandur er hrein náttúruperla, það eru mikil hlunnindi okkar Skagamanna að eiga þessa fallegu skeljasandsfjöru inni í miðjum bænum. Þarna hafa uppákomur verið haldnar í áranna rás og syðst á Langasandi við Sementsverksmiðjuna er gamla Akra- borgarbryggjan, þar sem stundum hafa verið haldin bryggjuböll á Írskum dögum sem er bæjarhátíð okkar. Böllin vekja meðal fólks góðar minningar um Akra- borgina sem ég held að Akurnesingar sakni, enda þó göngin undir Hvalfjörð séu mikill lúxus og nokkuð sem enginn vildi vera án. Uppáhaldsstaðir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.