SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 47
30. maí 2010 47 LÁRÉTT 1. Slot stjórnmálaflokks þar sem oft er kosið? (7) 3. Bikar stórs er vegna hættuspils. (11) 6. Plássið sinnum ess. (7) 9. Sigurjón er á mörkum þess að vera meiri í kíkinum. (10) 11. Ennþá fangar hest fyrir spæjara. (9) 12. Grisjað land verður fyrir einhvers konar lækk- un. (7) 13. Sníkjudýr sem birtist stundum á þingi. (9) 14. Raðið fyrir hóp í stafgöngu. (7) 15. Strá hjá KSÍ missir brodd sinn hjá dreng. (7) 18.Illa gerður hlutur fyrir vopn. (10) 20. Lærdómur listamanns er tekja. (8) 23. Kvenfatnaðurinn sem kvelur okkur? (10) 24. Hellir aleinn en samt með manni. (8) 25. Prestur sem horfir á upphaf. (4) 26. „Röskur“ æptu rugluð hjónaefni. (10) 29. Bæta bardaga með árás. (6) 30. Músin fær haminn einhvern veginn í mann- gildisstefnunni. (11) 31. Eins í partíi. (6) LÓÐRÉTT 1. Birta Gústafs fæst með tæki. (8) 2. Við meginlínur erum við ekki að finna brydd- ingu. (6) 3. Rám fraus með ryki úr stofnunum. (8) 4. Án kvenna og karla er slíkur eðlilegur (9) 5. Klessa með yndi í einhvers konar kirkjuhátíð (11) 7. Grænmeti gamalla manna? (9) 8. Illt mas ruglast vegna efnis. (7) 10. Áll fær rop og rok til baka frá hermanni. (9) 16. Sverta grjót með lampa. (9) 17. Rykið er skást með einföldu línunni. (10) 18. Truflist fyrir einn pastor. (6) 19. Beygði Artúr sig og fór í ferðalag? (9) 20. Snúningur á gresju er amerískt listform. (9) 21. Nei, gul snýr við eftir staf í glóandi ögn. (10) 22. Fer mín út af vegna tíma. (6) 27. Stutt sneypa. (5) 28. Kæra Dísa, gefðu mér grænmeti. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 30. maí rennur út fimmtudag- inn 3. júní. Nafn vinningshafans birt- ist í blaðinu 6. júní. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 23. maí sl. er Ingunn Hjaltadóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Kvöldverðurinn eftir Herman Koch. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar síðan hinn 14 ára gamli Gata Kamsky baðst hælis í Bandaríkj- unum eftir Opna New York- mótið 1989. Þetta var mikill uppsláttur í Bandaríkjunum á þeim tíma og voru þó fréttir af sovéskum andófsmönnum nán- ast daglegt brauð á níunda ára- tugnum. Gata þótti svolítið þunglyndislegt ungmenni og margir vildu rekja það til pabb- ans Rustam, fyrrverandi hnefa- leikakappa sem augljóslega hafði tekið við nokkrum þung- um höggum um dagana. Hann vildi auðvitað drengnum vel en vissi jafnframt að til að ná ár- angri á skáksviðinu þyrfti að herða hann til átaka og var haft fyrir satt að drengurinn hlyti það sem kallað hefur verið spartanskt uppeldi. Feðgarnir voru býsna umtalaðir í skák- heiminum fram eftir tíunda ára- tugnum og stundum bárust fréttir af samskiptum Rustam við aðstoðarmenn Gata sem þegar verst lét þurftu að flýja af vettvangi. Eftir marga frækilega einvígissigra á tíunda áratugn- um yfir mönnum á borð við An- and, Kramnik og Salov tefldi Kamsky um FIDE-heimsmeist- aratitilinn við Karpov í Elista 1996 en tapaði, 7 ½: 10 ½. Eftir það hætti hann keppni, lauk laganámi og hóf svo aftur at- vinnumennsku árið 2004, dálít- ið ryðgaður i fyrstu en vann svo frækilegan sigur á heimsbik- armóti FIDE í Khanty Manyisk árið 2007 þar sem hann lagði að velli í stuttum einvígjum meðal annarra Peter Svidler, Ruslan Ponomariov, Magnús Carlsen og loks Alexei Shirov. Hann tapaði fyrir Topalov í einvígi um rétt- inn til að tefla við Anand um heimsmeistaratitilinn en hefur engu að síður tryggt sér þátt- tökurétt í átta manna áskor- endakeppni FIDE sem fram fer á næsta ári. Stíll Kamsky virðist í fljótu bragði fremur hversdags- legur. Hann vinnur margar skákir í löngum og ströngum endatöflum, er þolinmóður og sennilega sterkari á taugum en gengur og gerist. Á bandaríska meistaramótinu sem lauk á dög- unum var lengi beðið eftir upp- gjöri hans og meistarans frá 2009, Nakamura sem er einn hugmyndaríkasti stórmeistari heims í dag. Á þessu móti hófu 24 skákmenn keppni og eftir sjö umferða mót með svissneska kerfinu komust fjórir efstu áfram, þ. á m. Kamsky og Na- kamura. Sá síðarnefndi féll úr keppni við fremur óvænt tap fyrir Shulman. Úrslitaskák Kamsky og Shulman fór svo fram með því sérkennilega fyr- irkomulagi að Kamsky dugði jafntefli með svörtu í at-skák til að vinna titilinn. Það gekk síðan eftir. Hér á eftir fylgir ein skemmtilegasta skák þessa meistaramóts. Nakamura lendir í flóknu afbrigði franskrar varn- ar. Fléttan í lokin er afar óvenjuleg, 25. fxg5 – í stað 25. Dxg5 – dugir skammt dugir því eftir 25. … Rf5! fær hvítur ekki við neitt ráðið. Aðalvilla Na- kamura lá í leiknum 23. Hh2, 23. Df6 var nánast þvingað t.d. 23. … Dxf6 24. exf6 Rf5 25. Hh3 eða 25. g4 og staðan ætti að vera í jafnvægi. Bandaríska meistaramótið 2010: Hikaru Nakamura – Jurí Shulman Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Da5 7. Bd2 Da4 8. Rf3 Rc6 9. h4 cxd4 10. cxd4 Rge7 11. h5 Rxd4 12. Bd3 h6 13. Kf1 Rxf3 14. Dxf3 b6 15. Dg3 Ba6 16. Dxg7 Bxd3+ 17. cxd3 Hg8 18. Dxh6 Dd4 19. He1 Dxd3+ 20. Kg1 Hc8 21. Bg5 Df5 22. f4 Hc2 23. Hh2 Dd3 24. Df6 Hxg5 25. Dxg5 25. … Dd4+ 26. Kh1 De3 – og hvítur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Gata Kamsky skák- meistari Bandaríkjanna Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.