SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Blaðsíða 50
50 30. maí 2010
Á
Römblunni í Barcelóna er að finna eitt fal-
legasta óperuhús í Evrópu, Gran Teatre del
Liceu, og þar syngur um þessar mundir
bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson.
Hann segir það ekki alltaf verið tekið út með sældinni
að búa í ferðatösku og þvælast á milli óperuhúsa til að
syngja nokkrar sýningar en að þessu sinni er hann
meira en ánægður með hlutskipti sitt.
„Bæði húsið sjálft og starfsemin innan þess er á hæsta
plani, ég hef komið hingað tvisvar áður og það er
mjög gaman að vinna hér, það er fagmannlega að öllu
staðið,“ sagði Bjarni Thor í stuttu spjalli yfir nokkrum
bitum af kolkrabba með tilheyrandi sogskálum og
öðrum léttum tapasréttum á sólbakaðri stéttinni á
Plaza Real, skammt frá óperuhúsinu.
Bjarni Thor var beðinn um að syngja hlutverk Baron
Von Ochs í tveimur sýningum á Rósariddaranum eftir
Richard Strauss í Barcelona nú í maí. Uppsetning þessi
hefur vakið athygli og fjallað hefur verið mikið um
hana í spænskum fjölmiðlum. Bjarni Thor þurfti
reyndar að skjótast tvisvar yfir til Kölnar til að syngja
sama hlutverk í annarri uppfærslu um svipað leyti.
Síðasta sýning Rósariddarans í Köln var jafnframt í
síðasta skipti sem nýsjálenska söngkonan Kiri Te Ka-
nawa kom fram á óperusviði og naut Bjarni Thor þess
heiðurs að fá að syngja með henni þessar síðustu sýn-
ingar hennar en hún hefur nú dregið sig í hlé frá óp-
erusöng.
„Það væri rangt að segja að það sé hundleiðinlegt en
það er heldur ekki eins skemmtilegt og margir virðast
halda,“ sagði Bjarni um vesenið og hin fjölmörgu
ferðalög sem fylgja lausamennsku í óperuheiminum.
„Það er auðvitað gaman að koma og vera á stað eins
og Barcelona og sérstaklega ef maður fær eins og ég
núna að koma í lengri tíma og fær að koma sér aðeins
fyrir og svona,“ sagði Bjarni Thor.
Það er líkast til rangt að yfirfæra mælistiku íþrótta yf-
ir á þá listsköpun sem fer fram í Liceu en Bjarni Thor
neitar því ekki að þetta sé eitt af betri óperuhúsum
heims þó hann fáist ekki til að skipa því í sæti á lista
yfir þau tíu bestu. „Hér í Katalóníu virðast menn líka
stefna markvisst að því að vera norður-evrópskir
fremur en spænskir og þaðan virðist þessi óperuáhugi
vera sprottinn. Svo er mjög sterk menningarhefð hér,
sama á hvaða sviði það kann að vera. Bæði í myndlist
og arkitektúr, dansi og svo söng,“ sagði Bjarni Thor.
Metnaðarfull sýning
„Yfirleitt er æfingatímabilið í óperuhúsum mjög stutt
þar sem stykkin eru svo fastmótuð af tónlistinni. Það
er þess vegna sem það er svo lítið mál fyrir söngvara
að stökkva inn í sýningar með litlum fyrirvara. Yf-
irleitt dugar ein æfing með aðstoðarleikstjóra daginn
fyrir sýningu því tónlistin heldur öllu í fremur föst-
um skorðum,“ sagði Bjarni Thor. Hér í Barcelóna tók
Bjarni Thor þátt í æfingum fyrir frumsýningu og hef-
ur síðan kíkt af hliðarlínunni til að kynna sér „landa-
fræði“ sýningarinnar. „Þó að ég syngi öðruvísi en sá
sem syngur hlutverkið á móti mér í þessari uppfærslu
þá má ég samt ekki gera eitthvað gjörólíkt sem kann
að stuða aðra í sýningunni.“
Rósariddarann samdi Strauss í upphafi tuttugustu
aldarinnar í anda síðrómantíkur. „Síðrómantíkin er
tónlistarstefna sem er fremur aðgengileg,“ segir
Bjarni Thor og heldur áfram: „eftir hana fóru hlutir
að brotna meira upp og fara í austur og vestur,“ segir
Bjarni. „Það er allt mjög stórt í þessari sýningu, það
er mjög stór hljómsveit enda er tónlistin mjög um-
fangsmikil og stykkið sem slíkt er kallað gamanleikur
en að mínu mati er þetta hefðbundin dramatísk ópera
með skemmtilegri sögu,“ bætti hann við.
Með Bjarna Thor í þessari sýningu eru gríðarlega
góðir söngvarar og má þar nefna frönsku mezzosópr-
ansöngkonuna Sophie Koch sem syngur hlutverk
Oktavían og austurrísku sópransöngkonuna Martínu
Serafin sem fer með hlutverk markskálksfrúarinnar
og svo er Franz Grundheber í millistóru hlutverki
sem Faninal en Bjarni Thor segir að oft sé reynt að
skipa vel í slík millistór hlutverk í óperum. Þessir
söngvarar eru vel þekktir innan óperuheimsins og þó
að nöfn þeirra séu kannski ekki á hvers manns
vörum enn sem komið er þá segir Bjarni Thor list-
rænan metnað þeirra sem standa að þessari uppsetn-
ingu vera mjög mikinn og að frábært sé að vinna með
svo góðu listafólki. „Það getur stundum borið á því í
stærri óperuhúsum að metnaðinn vanti og fólk stundi
bara sína vinnu á faglegan hátt og ekki mikið umfram
það en þannig er því ekki farið hér,“ sagði Bjarni
Thor. Máli sínu til stuðnings nefnir hann Íslensku
óperuna. „Þar leggjast allir á eitt við að gera góða
sýningu, hvort sem þeir starfa við miðasölu eða
syngja á fjölunum það leggjast allir á eitt og þá
stemmningu sem fylgir oft smærri óperuhúsum finn
ég einmitt sterklega hér,“ sagði Bjarni Thor.
Ferill Bjarna Thors hefur til þessa verið mjög al-
þjóðlegur, hann stundaði framhaldsnám sitt í Vín-
arborg og fékk að því loknu samning við óperuna þar
í borg sem varð til þess að hann bjó í Vín í sjö ár.
Eftir það flutti hann til Berlínar þar sem hann dvaldi í
fimm ár áður en hann flutti heim til Íslands fyrir
fjórum árum.
Hann stundar lausamennsku í faginu, hann hefur
nokkra umboðsmenn sem auðvelda honum að finna
hlutverk og óperuhúsunum að finna hann. Lausa-
mennskuna segir hann vera það sem flestir söngvarar
stefni að því þó að fastráðning hafi sína kosti þá getur
sá sem leikur lausum hala valið sér hlutverk eftir sínu
höfði og stærri óperuhús velja oftast lausráðna söngv-
ara í stærstu og metnaðarfyllstu sýningarnar. „Á móti
kemur að þessu lífi fylgja ansi mikil ferðalög og rót-
Viðtal
Dagur Gunnarsson
dagur@mbl.is
Flökkusöngvari
á Römblunni
Bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson syngur hlutverk Baron
Von Ochs í Rósariddaranum eftir Richard Strauss í Gran Teatre
del Liceu í Barcelona um þessar mundir. Hann lætur vel af dvöl-
inni í Barcelona og segir listrænan metnað þeirra sem standa að
uppsetningunni vera mjög mikinn.
’
Lífið á óperusviðinu er ekki
alltaf dans á rósum, það gengur
á ýmsu og menn þurfa ávallt að
vera búnir undir hið óvænta þó að
óperumeiðsl séu kannski ekki mjög
algeng þá henda slysin þar eins og
annarsstaðar.
Lesbók