SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Qupperneq 52

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Qupperneq 52
52 30. maí 2010 Ellefta júlí næstkomandi eru liðin fimm- tíu ár frá því skáldsagan To Kill a Mock- ingbird eftir Harper Lee kom út (fyrir einhverjar sakir hefur bókin aldrei verið þýdd á íslensku – kannski heitið standi í mönnum: Hvernig drepa á hvíthöfða- slúðru). Bókin seldist metsölu frá fyrsta degi og selst enn; í grein í New York Times, sem skrifuð er í tilefni af væntanlegu afmæli, kemur fram að síðustu ár hafa milljón eintök af bókinni selst á hverju ári, en alls hafa selst af henni þrjátíu milljón eintök. Skemmst er svo að minnast þess að fyrir rúmum áratug var To Kill a Mockingbird valin besta skáldsaga allra tíma vestan hafs. Harper Lee var hálffertug þegar bókin kom út og er enn í fullu fjöri þó hún láti lítið á sér bera, hefur reyndar haldið sér utan sviðs- ljóssins alla tíð og þannig mun hún víst ekki taka þátt í nein- um afmæl- isfagnaði vegna bókarinnar; hún er víst þeirrar skoð- unar að rithöfundar eigi að halda sig til hlés og leyfa bókum sínum að vera í sviðsljósinu. Líklegt verður að telja að margir, kannski flestir, þeirra sem þetta lesa hafi lesið bókina og eins líklegt að þeir hafi kunnað að meta hana enda er hún vel skrifuð, spennandi og felur í sér mikinn sannleik; sögurnar tvær í henni, annars vegar af upploginni nauðgun og rétt- ahöldum vegna hennar og hinsvegar hvernig fordómar barnanna spegla for- dóma hinna fullorðnu, eru hrífandi og átakanlegar í senn. Það kemur því ekki á óvart að bókin sé vinsæl, en kannski erf- iðara að gera sér grein fyrir því af hverju hún er talin besta bandaríska skáldsaga allra tíma. Samnefnd kvikmynd, sem fylgir bók- inni býsna vel, varð líka gríðarlega vin- sæl. Hún var frumsýnd 1962, ekki nema tveimur árum eftir að bókin kom út, og státaði af einni mestu kvikmyndastjörnu þess tíma, Gregory Peck. Myndin er jafn- an talin með bestu myndum sögunnar vestanhafs; nægir að nefna að bandaríska kvikmyndaráðið taldi hana 25. bestu mynd sögunnar og bestu réttarsals- myndina, aukinheldur sem söguhetjan Atticus Finch var valin besta kvik- myndahetja tuttugustu aldarinnar Þegar betur er að gáð er því líklegt að kvikmyndin To Kill a Mockingbird hafi haft mikið að segja með vinsældir bók- arinnar To Kill a Mockingbird án þess það þó dragi úr verðleika bókarinnar, hún er snilldarverk, ekki síður en myndin. Lang- besta sagan? ’ Það er kannski erfitt að gera sér grein fyrir því af hverju bókin er talin besta bandaríska skáldsaga allra tíma. Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is N orrænar glæpasögur seljast eins og heitar lummur á Ís- landi þessar vikurnar. Bóka- forlagið Uppheimar gerði sér lítið fyrir og sendi fyrir ekki ýkja löngu á markað fimm norrænar glæpasögur sem allar hafa ratað á metsölulista hér á landi. Mestri velgengni á Camilla Läckberg að fagna með Hafmeyjunni, sem þó er all- skringileg bók. Barnsgrátur og hversdagsleiki Það má segja Läckberg til hróss að hún gefur hversdagsleikanum verulegan gaum í þessari bók. Það er ekki oft sem lesandi fær í hendur glæpasögu þar sem lýjandi barnauppeldi og endurtekningarsamt heimilishald fær svo ríkulegt rými. Það má vel kvarta undan því að barnsgrátur og hversdagsstúss sé of fyrirferðarmikið í bókinni. Persónur eru oft nálægt því að falla í tilvistarþunglyndi og stundum ligg- ur við að lesandinn finni fyrir höfuðverk vegna allra þessara láta. En norrænir sakamálahöfundar leggja mikið upp úr því að vera í takt við drungalegan raun- veruleikann og það tekst Läckberg ágæt- lega. Lengdin er eitt af einkennum norrænna sakamálasagna. Þótt hæglega mætti skrifa 300 blaðsíðna bók teygir höfundurinn hana upp í 400-500 síður. Läckberg fellur í þessa gryfju, en verstu mistök hennar eru lausnin á sakamálinu. Uppgötvunin er svo klén að hætt er við að lesendum of- bjóði. Þessi vonda lausn kolfellir bókina á lokasprettinum. Norsk stórstjarna Hafmeyjan komst ofarlega á metsölulista og það á einnig við um bók norska rithöf- undarins, rokkarans og hagfræðingsins Jo Nesbø, Nemesis. Nesbø er stjarna í glæpa- sagnaheiminum. Bækur hans hafa verið þýddar á 30 tungumál, hlotið verðlaun og hafa náð umtalsverðum vinsældum í hin- um enskumælandi heimi. Nesbø skrifar langar bækur og kemst upp með það. Honum tekst ætíð að gæða sögur sínar spennu og lausnin er alltaf óvænt. Harry Hole er aðalpersónan í glæpasögum Nesbø. Enn eina ferðina er þar mættur lögreglumaður sem er drykk- felldur, þunglyndur og með allt niðri um sig í einkalífi. Semsagt persóna sem les- andinn veit að mun aldrei finna ham- ingju, og þar er engum um að kenna öðr- um en persónunni sjálfri vegna þess að hún kann ekkert á lífið. Samt er eitthvað samúðarfullt og spennnadi við Harry. Hann ætti að vera klisjukennd persónu- sköpun en Nesbø hefur gefið honum veg- legan skammt af persónuleika sem gerir að verkum að lesandinn stendur með Harry og kann vel við hann. Tilvist- ardrunginn verður aldrei yfirþyrmandi hjá Nesbø. Hann er að skemmta lesand- anum og kann þar vel til verka. Ameríska leiðin Norrænir spennusagnahöfundar láta yf- irleitt ekki hanka sig á því að skrifa „ómerkilegar“ spennusögur í amerískum stíl, þar sem allt er lagt upp úr hraða og spennu og æsilegum atburðum, en lítt hugað að sálfræðistúdíu. Í flokki hinna norrænu sakamálasagna sem Uppheimar senda frá sér er fyrsta bók Johans Theorins, Hvarfið. Theorin mætir fullur sjálfstrausts til leiks í rúm- lega 400 blaðsíðna skáldsögu um barns- hvarf, áhrif þess á móðurina og eftirleik- inn, en vitanlega er þarna ekki allt sem sýnist. Lengi framan af er eins og Theorin hafi einsett sér að skrifa sálfræðilega spennu- sögu. Lýsingar á harmi móðurinnar og andlegu skipbroti eftir hvarf sonarins eru áhrifamiklar. En höfundur víkur síðan af þeirri braut og undir lokin minnir bókin á þokkalega spennusögu eftir James Patter- son. Spennan í seinni hlutanum er því mikil, og lausnin óvænt, en trúverðug- leikinn gufar upp. Rétt eins og hjá Läck- berg í Hafmeyjunni. Land draumanna er fyrsta glæpasaga Norðmannsins Vidar Sundstøl. „Hrífur jafnvel þá sem þola ekki glæpasögur,“ sagði einn gagnrýnandi. Bókin er ekki hefðbundin glæpasaga, mikið er lagt upp úr alls kyns smáatriðum, lýsingum á stað- háttum og aukapersónur fá mikið vægi. Frásögnin er oft stirðleg, sem er dæmigert byrjendaeinkenni. Höfundurinn má þó vel við una og lesendur mega vera sæmi- lega sáttir. Bókin er gott byrjendaverk. Fimmta bókin sem Uppheimar gefa út er Vetrarblóð eftir Mons Kallentoft, sem sú sem þetta ritar er nýbyrjuð að lesa. Þar er lögreglukona í aðalhlutverki sem fær það hlutverk að leysa morðmál. Ekki kemur á óvart að hún er einstæð móðir sem glímir við erfið mál í einkalífi. Glæpir, spenna og raunsæi Gott framboð er af þýddum norrænum glæpasögum hér landi. Þær eru yfirleitt langar og einkennast af raunsæi og töluverðum drunga. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Jo Nesbø kann til verka enda stjarna í glæpasagnaheiminum. Morgunblaðið/Kristinn Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.