SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 53

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 53
30. maí 2010 53 10. til 23. maí 1. Hruna- dans og horf- ið fé - Styrmir Gunnarsson / Veröld 2. Rann- sóknar- skýrsla Al- þingis - Rannsókn- arnefnd Alþingis / Alþingi 3. Góða nótt, yndið mitt - Do- rothy Koomson / JPV útgáfa 4. Fyrirsætumorðin - James Patterson / JPV útgáfa 5. Hafmeyjan - Camilla Läckberg / Undirheimar 6. Sítrónur og saffran - Kajsa Ingemarsson / Mál og menning 7. Hálendishandbókin 2010 - Páll Ásgeir Ásgeirsson / Útgáfufélagið Heimur 8. Missir - Guðbergur Bergsson / JPV útgáfa 9. Nemesis - Jo Nesbø / Uppheimar 10. Friðlaus - Lee Child / JPV útgáfa Frá áramótum 1. Rann- sóknar- skýrsla Al- þingis - Rannsókn- arnefnd Alþingis / Alþingi 2. Póst- kortamorðin - Liza Marklund/James Patter- son / JPV útgáfa 3. Loftkastalinn sem hrundi - Stieg Larsson / Bjartur 4. Hafmeyjan - Camilla Läck- berg / Undirheimar 5. Góða nótt, yndið mitt - Do- rothy Koomson / JPV útgáfa 6. Stúlkan sem lék sér að eld- inum - Stieg Larsson / Bjartur 7. Svörtuloft - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 8. Nemesis - Jo Nesbø / Uppheimar 9. Horfðu á mig - Yrsa Sigurðardóttir / Veröld 10. Þegar kóngur kom - Helgi Ingólfsson / Ormstunga Bóksölulisti Félags bókaútgefenda Listinn byggist á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar Laugavegi, Bókaversluninni Iðu í Lækjargötu, Hagkaupum Eiðistorgi, Kringlunni, Skeifunni, Holtagörðum, Spönginni, Smaáratorgi, Garðabæ, Njarðvík, Borgarnesi og Akureyri, Nettó Mjódd, Salavegi, Grindavík, Akureyri og Höfn, Strax Hófgerði, Búarkóri, Flúðum, Akranesi og Búðardal, Úrval Hafnarfirði, Selfossi, Njarðvík, Borgarnesi, Ísafirði, Blönduósi, Dalvík og Akureyri. Þar sem ég er nýtekin við nýju starfi þá hefur ekki gefist mikið tóm til lestrar. Satt best að segja veit ég varla hvað verður um tímann minn. Svo þegar ég rakst á Mómó á bókasafninu var ég ekki lengi að kippa henni úr hillunni og rifja upp gömul kynni. Þessi bók er eftir þýskan rithöfund Michael Ende og kom fyrst út árið 1973. Bókin er margverðlaunuð og þó hún sé sögð fyrir börn á hún erindi til allra.. Bókin fjallar um venjulegt fólk sem lifir ágætu lífi í sam- félagi við aðrar manneskjur. Vinnur, sefur, borðar, kvartar stundum og skemmtir sér stundum eins og gengur. Þá koma grámennin til sögunnar, tímaþjófarnir sem eru með tímasparisjóð þar sem hægt er að leggja inn tímann sem maður sparar. Og augljóslega er ekki hægt að eyða tíma í einskisverða hluti eins og umhyggju, vand- virkni og vináttu. Og nútíminn heldur innreið sína ... Tímaparisjóðurinn lofar mikl- um vöxtum og hefur ekki hugs- að sér að standa við neitt. Mátt- ur auglýsinganna er slíkur að enginn tekur séns á því að vera ekki með í vitleysunni og eng- inn áttar sig á hvernig komið er fyrir samfélaginu nema einstaka börn og jaðarfólk og á þau hlustar enginn. Kunnuglegt? „Tíminn býr í hjartanu og sá tími sem við upplifum ekki með hjartanu er jafn dauður og litir regnbogans eru blindum manni,“ segir í þessari bók. Ég rifjaði upp kynni mín af Halldóri Laxness um daginn og komst að því mér til undrunar að ég renni ekki lengur í gegn- um hans texta. Uff, svo flókið tungutak fyrir mig sem hef heyrt og séð æ einfaldari og staðlaðri texta undanfarin ár, gróði, vextir, Nasdaq og nú Ice- save og tap. Ég hef gleymt kjarngóðu máli og Kiljan þarf ég nú að lesa hægt, taka mér tíma. En geri maður það sér maður að hver einasta blaðsíða er meist- araverk. Ég sá Íslandsklukkuna í Þjóðleikhúsinu með vinnu- félögum mínum og það var góð- vinafundur fyrir okkur öll að hitta þessa gömlu kunningja og heyra þennan mergjaða texta svo vel fluttan. Og enn og aftur áttar maður sig á því að tíminn getur verið gamall og nýr, far- inn og kominn á sama augna- bliki. Þegar ég kom heim tók ég fram lítið ljóðakver eftir Halldór og hjartað mitt hoppar af fögn- uði í hvert sinn er ég opna það og sé öll orðin hans. Lesarinn Heiðrún Dóra Eyvindardóttir forstöðumaður Bókasafns Árborgar Tíminn býr í hjartanu Heiðrún Dóra Eyvindardóttir rifjar nú upp kynni sín af ljóðum Halldórs Laxness. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þ egar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var birt í apríl nefndi undirritaður það í Viðskipta- blaðinu að hún væri kjörinn efni- viður fyrir ungan og röskan blaðamann í hinn fullkomna sumarreyfara. Það er gleðiefni að einn slíkur skyldi taka áskor- uninni svo skjótt. Nákvæmlega mánuði eftir útgáfu skýrslunnar kom út Hrunadans og horfið fé eftir Styrmi Gunnarsson. Í henni er mikill fengur. Styrmir skrifar skýran og knappan stíl, kemur sér beint að efninu og er laus við alla tilgerð. Bókin er vel upp byggð, svo lipurlega skrifuð að vandalaust er að lesa hana í einum spretti og þolir það vel að vera lesin aftur. Hér er þó ekki um eiginlegan sum- arreyfara að ræða, því persónur og leik- endur hrunsins eru látin liggja milli hluta. Styrmir velur aðra leið. Hann horfir á hinn undirliggjandi söguþráð og dregur saman „í stuttu máli nokkra meginþætti Skýrslu rannsóknarnefndarinnar, eins og þeir koma höfundi fyrir sjónir“. Í fyrstu sex köflunum er farið yfir niðurstöður nefnd- arinnar en í hinum sjöunda greinir Styrmir frá eigin ályktunum. Stiklað á því stærsta Fyrsti kaflinn fjallar um bankana, en Styrmir telur blasa við að þeir hafi verið svikamyllur þegar þeir féllu. Stjórnendur þeirra allra hafi gripið til svipaðra, jafnvel samstilltra blekkinga gagnvart mark- aðnum og Kauphöllin orðið „plat- kauphöll“. Í öðrum kaflanum er vikið að útrásarvíkingum, lánsfjárgnótt og ótrúlegu lánleysi nær allra þeirra í viðskipta- ævintýrunum miklu. Þá er fjallað um Fjármálaeftirlitið og getuleysi þess. Næst um Seðlabankann og rík- isstjórnina, viðvaranir og sinnuleysi. Svo um Icesave- afglöpin, þar sem Styrmir vekur sérstaka athygli á af- dráttarlausri niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að skattborgarar bæru ekki ábyrgð á skuldum einkafyrirtækja, og loks um efnahagsstefnu stjórnvalda. Styrmir dregur það fram, sem honum þykir mark- verðast eða aðfinnsluvert í skýrslunni og færir fyrir því rök, en hjá lesanda vakna líka sjálfstæðar spurningar um skýrsluna. Gott dæmi er í kaflanum um Fjármálaeft- irlitið (FME), sem sagt er hafa átt að ganga fram af meiri ákveðni og var legið á hálsi fyrir „þrönga lagahyggju“, þar sem laga- bókstafurinn var tekinn fram yfir markmið laganna. Sú afgreiðsla er athyglisverð í sam- anburði við skýrslukaflann um Seðlabank- ann, yfirtöku Glitnis nánar til tekið. Þar telur Styrmir nefndina vera á villigötum er þeir einblína á form málsins, líkt og aukið skrifræði – þröng lagahyggja jafnvel – hefði einhverju bjargað þessi örlagaríku dægur. Þetta er rétt, sú aðfinnsla er fáfengileg. Róm brennur og rannsóknarnefndin finn- ur það helst að störfum slökkviliðsins að þar hafi ekki nokkur maður spilað á fiðlu! Blindi bletturinn Að þessu misræmi er ekki vikið sér- staklega, sem þó er full ástæða til. Ekki að- eins vegna ofangreindra dæma, heldur miklu fremur vegna hins stóra, blinda bletts Rannsóknarskýrslunnar. Þar var ekki minnst á dómsvaldið og þátt þess í að- draganda hrunsins. Gagnrýni á FME verður t.d. að skoða í því ljósi að eftirlitið leitaði til dómstóla í máli Sparisjóðs Hafn- arfjarðar, en þar var ekki orðið við ósk um flýti- meðferð og málinu svo vísað frá þar sem staðan hefði breyst á þeim tíma sem lið- inn var frá málshöfðun! Sú leiðbeining dómskerfisins hvatti FME ekki til frum- kvæðis og dáða. Hvað má þá segja um Baugsmálið? Blandast nokkrum lengur hugur um að í ljósi þeirra dæmalausu dóma héraðsdóms og Hæsta- réttar hafi helstu fjárplógsmenn nýja hag- kerfisins talið sér hvað sem er leyfilegt? Samkvæmt þeim varð almenningshluta- félagi heimilt að veita sumum hluthöfum lán, framkvæmdastjóra almenningshluta- félags varð frjálst að stunda leppuð við- skipti við það á þess kostnað og jafnvel lág- kúrulegt tollsvikamál varð skyndilega háð strangri sönnunarfærslu um ásetning og fyrirmæli sakborninga í stað þess að horfa einfaldlega til ávinnings eins og venja var. Við blasir að dómafordæmi úr Baugsmálinu kunna að reynast jafnvel hinum slyngu júristum Hæstaréttar ofviða þegar eftirmál hrunsins koma til þeirra kasta. Þessi blindi blettur rannsóknarnefnd- arinnar háir henni verulega, þó hann ónýti skýrsluna auðvitað ekki að öðru leyti. Þetta hefði Styrmir átt að taka til skoðunar, en það er þá efni í aðra bók! Niðurstaðan Niðurstöður Styrmis eru góður grundvöll- ur til frekari málefnalegrar umræðu. Hann nefnir t.d. að Alþingis bíði mikið starf við lagabætur á grundvelli skýrslunnar. Laga- umhverfi viðskiptalífsins sé augljóst dæmi, það þurfi að vera mun strangara, og er bent á löggjafarstarf erlendis því til fyrir- myndar.Ytra hafa menn víðast stóraukið ábyrgð skattborgara á fjármálakerfinu, en hér reyndist afstaða almennings þveröfug í Icesave-kosningunni. Stjórnmálalífið segir Styrmir í rúst. Það hafi misst völdin til bankanna og síðan fyr- irgert öllu trausti almennings í og eftir hrun. Hann telur heillavænlegast til end- urreisnar að leita þverpólitískrar samstöðu „um viss meginviðfangsefni“. Það hafi verið gert við útfærslu landhelginnar og eigi við í því stríði sem þjóðin standi í við sjálfa sig. En er slíkrar samstöðu að vænta í innanlandsófriði? Þess eru fá dæmi úr sög- unni. Styrmir, sem er ötull málsvari milliliða- lauss lýðræðis, gerir sér vafalaust grein fyr- ir þeim annmörkum og í eftirmála segir að rökrétt niðurstaða skýrslunnar sé sú að þjóðin þurfi sjálf að taka ákvarðanir um stærstu mál; undan þeim ákvörðunum geti enginn vikist. Sú rökleiðsla er ekki færð í letur; en ákvarðanir sem enginn getur vik- ið sér undan? Nei, lærdómur hrunsins hlýtur að vera sá að það varð rof á milli valda og ábyrgðar, í stjórnmálum jafnt sem fjármálalífi. Á sama hátt er ekki nóg að völdum og ábyrgð sé dreift, það þarf bein- línis að takmarka þau svo halda megi skað- anum í skefjum. Eða það finnst þeim, sem hér skrifar. Það er einmitt höfuðkostur beggja bóka Styrm- is um Hrunið, að þær vekja lesandann til umhugsunar og krefja hann sjálfan ábyrgr- ar afstöðu og svara. Um margt hlýtur hann að fallast á sjónarmið höfundar, annað ekki eins og gengur. Umfram allt er Hruna- dansinn fyrirtaks innleiðing í hið tröll- aukna viðfangsefni þjóðarinnar um það hvað í ósköpunum gerðist og hvernig megi reyna að afstýra því að slíkt gerist nokkru sinni aftur. Hrunadansinn hlýtur að vera sumarreyfarinn í ár. Andrés Magnússon Sumarreyfarinn í ár Bækur Hrunadans og horfið fé bbbbn Eftir Styrmi Gunnarsson. Veröld, Reykjavík 2010.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.