SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 54

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 54
54 30. maí 2010 S kömmu eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis var birt stóð Þór Saari, þingmaður Hreyfing- arinnar, í ræðupúlti Alþingis og benti á teikn- ingu sem finna má í skýrslunni er sýnir kross- eignatengsl í íslensku viðskiptalífi. Þór sagði þessa mynd eiga að fara á boli enda segði hún meira en nokkur orð fá lýst. Ég var hjartanlega sammála þingmanninum þegar hann lét þessi orð falla enda er þessi teikning rannsókn- arnefndarinnar einhver sú magnaðasta sem ég hef séð í áraraðir. Hún hefur samt ekkert með list að gera, eða henni hefur allavega ekki verið gefin merking sem list. Hún er vísindalegs eðlis, hluti af niðurstöðu rannsókna. Í heimi lista og vísinda hefur undanfarin ár brunnið spurning um möguleika lista til rannsókna sem kunna að leiða til þekkingar af sama meiði og fræðilegar rannsóknir gera. Þessi umræða er um margt áhugaverð, ekki síst vegna þess að hún ögrar bæði vísinda- og listheiminum og viðteknum viðmiðum þeirra. Getur vísindasamfélagið tekið þekkingu gilda sem byggist á rannsóknum gegnum listir og/eða getur listheimurinn fundið listgildinu farveg í rannsókna- og fræðimennsku? Í Listasafni Árnesinga stendur yfir sýningin Að þekkjast þekkinguna og er henni ætlað hvetja til þess að myndlist sé viðurkenndur vettvangur fyrir þekkingu (þannig má allavega skilja titilinn). Til þess hafa sýningarstjórarnir Ingirafn Steinarsson, listamaður, og Ólöf Gerður Sigfús- dóttir, forsöðumaður rannsóknarþjónustu Listaháskóla íslands, valið 15 listamenn sem kunna að sýna fram á þessa eiginleika myndlistar í verki. Það er svosem allt gott um afraksturinn að segja og mörg skemmtileg listaverk fá merkingu og hlutverk inn- an þessa þema. Óborganlegt kóngulóahús Péturs Arnar Friðrikssonar gefur tilefni til tilefnislausra rannsókna, meinfyndnar getgátur um kennimerki andlitslausra sögupersóna í framlagi Jeanette Castenoni hvetja til sögu- þekkingar sem hæfir spurningakeppni í útvarpi, æpandi innsetning Hugsteypunnar teflir saman list og flokk- unarkerfi sem notað er í bókasöfnum og gríðarstórt tölvumálverk Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur sýnir mynd af tíu þúsund ára þróunarsögu heimsins og lýtur þannig sömu kerfislögmálum og áðurnefnd teikning rannsókn- arnefndar Alþingis. Hins vegar er ég ekki alveg að kyngja þessu í einum bita, sérstaklega ekki eftir að ég bar sýninguna saman við sýninguna Tívolí sem var í húsakynnum listasafnsins fyrir nokkrum árum og áttaði mig á því að þarna voru mættir nokkrir Tívolí-sýnendur á ný og það sem verra var, þá hefðu flest verkin á þekkingar-sýningunni allt eins átt heima á Tívolí-sýningunni, en hún fjallaði um skemmt- ana- og afþreyingargildi myndlistar. Ég velti því fyrir mér hvort íslensk samtímalist sé orðin svo stofnanavæn að hún geti aðlagast hvaða þema sem er eða hvort hún sé bara svona einhæf að ekki sé úr fleiru að moða. Varla er þó eingöngu við list og listamenn að sakast. Sýningarstjórnun á Íslandi er stutt á veg komin. Hún er bundin stofnanahugsun sem gengur aðallega út á að varpa nýju ljósi á sömu listasöguna svo úr verður akademískur leikur í að finna listinni aðra umgjörð en síðast. (Grátleg- asta dæmið eru endalausar endursýningar á málverkum Errós undir ólíku þema í Listasafni Reykjavíkur). Ingirafn og Ólöf finna hér listinni umgjörðina „þekking“ og hefur hún alla burði til að ögra listgildinu og hrista upp í stofn- uninni (ég á þá við íslenskan listheim sem stofnun) eins og almennileg rannsóknarskýrsla. Umræðan kann alla- vega að hrista upp í henni. Sýningin gerir það þó ekki. Hún er felld inn í líkan stofnunarinnar svo úr verður „fín sýning“, eins og svo oft er sagt, um eða yfir meðallagi. Aka- demísk- ur leikur Myndlist Að þekkjast þekkinguna bbbnn Listasafn Árnesinga. Opið alla daga frá 12-18. Sýningu lýkur 13 júlí. Aðgangur ókeypis. Jón B. K. Ransu Hvítt ryk eftir Olgu Bergman er meðal þeirra verka sem sýningarstjórarnir Ingirafn Steinarsson og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir völdu á sýninguna Að þekkjast þekkinguna í Listasafni Árnesinga. Þetta er nokkuð annasöm helgi – eftir hádegisgrill hjá tengdafor- eldrum mínum á sunnudag á ég á von á 40 manns heim til mín í Karfavog í tilefni listahátíðar í Reykjavík klukkan 16:00. Ég mun lesa upp ljóð, sögur og reyna að segja eitthvað gáfulegt, ég geri ráð fyrir að ca helmingurinn verði gamalt efni og um það bil helmingurinn alveg glænýtt og áður óbirt – spila það bara eftir eyranu. Ég var svo heppinn að hitta mikinn heimsmeistara í kaffigerð í Karlsruhe í vor en hann er á leiðinni til landins og bauðst til að hella upp á hjá mér – hann mætir með alveg sér- stakar baunir af þessu tilefni. Ég missi hins vegar af brúðkaupi skiptinema sem bjó heima hjá okkur þegar ég var í menntaskóla – nú er hann læknir í Svíþjóð – Vidar Hjert- berg heitir hann. (Mæli með því að allir fái sér skiptinema.) Annars er ég að vasast í mörgu, ég ætla að kjósa á laugardag, horfa á skemmtiþátt í sjónvarpinu sem ég man ekki hvað heitir og á von á góðum gömlum vini og nágranna í mat sama kvöld og svei mér þá ef ég var ekki beðinn um að mæta upp í sjónvarp til að gefa álit á fyrstu tölum. Ein- hversstaðar þar á milli er ég að undirbúa dálitla ferð til útlanda. Fyrir þá sem missa af þessu þá var Jón Ársæll að elta mig í síð- ustu viku fyrir Sjálfstætt fólk þar sem ég leik sjálfan mig við leik og störf og segi honum frá ýmsu gáfulegu. Helgin mín Andri Snær Magnason rithöfundur Nokkuð annasöm helgi B útasaumur á sér langa hefð. Margir halda að hann sé amerískt fyr- irbæri en svo er ekki. Í Ameríku bjuggu engir nema indí- ánar áður en Evrópubúar fluttu þangað. Bútasaumur er því hefð sem fluttist með fólkinu. Í upphafi gekk þetta út á að nýta allt. Ofinn dúkur var verðmætur og ekkert var látið fara til spillis. Fyrst voru saumuð föt úr klæðinu en af- gangar og ónýt föt nýtt í teppi. Iðn- byltingin varð í Evrópu og ofinn dúkur varð ekki eins verðmætur þar og í Ameríku þar sem innflytj- endurnir höfðu ekki neitt til neins. Þess vegna lifði þessi hefð af í Am- eríku. Þessi bók er þýdd úr norsku og ber greinilega merki þess að vera frá Skandinavíu. Það sem ein- kennir bútasaum frá Skandinavíu er gerð nytja- hluta og mikil notkun á köflóttum og röndóttum efnum en að sjálfsögðu velur hver sér efni eftir smekk. Margar konur leggja bútasaum alveg á hill- una yfir sumarið en aðrar vilja hafa eitthvað á milli handanna líka í sumarbústaðnum eða á ferðalagi. Þá hentar handsaumur vel og lítil stykki. Það hefur verið lítið fram- boð af bókum með handsaumi en talsvert er af handsaumuðum verk- efnum í þessari bók svo hún er kærkomin. Verkefnin eru fjölbreytt og henta bæði byrjendum og lengra komn- um, ungum og eldri. Útskýringar eru góðar og teikningar og ljós- myndir góðar. Allt sem til þarf er hægt að kaupa í bútasaumbúðum hér og margt er meira segja til nú þegar á mörgum heimilum. Það er gott við þessa bók að það eru gefnar hugmyndir um vatt- stungu. Það vantar í margar bækur og vattstunga er nokkuð sem margir bútasaumarar eru óákveðnir með. Mér finnst þetta ágæt bók, engin opinberun og engin bútasaumsbiblía en góð til síns brúks. Góð til síns brúks Bækur Bútasaumsteppi bbbnn Eftir Trine Bakke. Edda gefur út. Jóhanna Viborg Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.