SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Side 2
2 6. júní 2010
18 Alltaf á sjó
Gömul plata, þar sem Þorvaldur Halldórsson syngur sjómannalög,
endurútgefin. En hefur söngvarinn einhvern tíma verið á sjó?
22 Kom, sá og sigraði
Hver er Geir Kristinn Aðalsteinsson, efsti maður á Lista fólksins á Ak-
ureyri, sem náði meirihluta í kosningum til bæjarstjórnar?
25 Gamanleikararnir taka völdin
Í stuttu máli vann grínframboð kosningarnar, skrifar Einar Már Guð-
mundsson, en grínurunum er að vísu full alvara.
32 Ógnar umhverfi og efnahagslífi
Erfiðlega hefur gengið að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa.
34 Hverjir hljóta
Grímuna?
Ýtarlega farið yfir tilnefningarnar að þessu
sinni.
40 Eldhús Evrópu
Matsveinninn ungi Jón Rúnar Sigurðsson
lagðist í ferðalög í byrjun kreppu og hyggst
kynna sér eldhús álfunnar.
Lesbók
48 Óvinur meðalmennskunnar
Á táningsaldri var Gert Hof settur í fangelsi fyrir að hlusta á Rolling
Stones og Bítlana. Nú ætlar hann að lýsa upp íslenskan jökul.
52 Lygi á lygi ofan
Menn eru enn að rífast um arfleifð Williams Shakespeare 446 árum
eftir að hann fæddist.
55 Söfn, setur og sýningar
Þankar þjóðminjavarðar, Margrétar Hallgrímsdóttur.
24
28
Efnisyfirlit
Forsíðumyndin er af Rick Bender.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
Augnablikið
S
ýningin er ekki fyrir viðkvæma. Ekki
frekar en líf unglingsins. Eða kannski er
hún einmitt fyrir viðkvæma, því þá er til-
ganginum náð, að fá þá til að hlæja eða
hneykslast – eða engjast í innri baráttu um hvort
þeir geti leyft sér að hlæja að svona ósmekk-
legheitum.
Viðkvæmir í þessu tilfelli eru fullorðnir, klyfj-
aðir af ríkri ábyrgðartilfinningu og pólitískri rétt-
hyggju. Þeir liggja vel við höggi.
Anna Svava stendur á sviðinu á Café Rosenberg.
Í kvöld er hún ekki Fransína mús, sem skemmtir
krökkunum. Það er bara á daginn.
Núna horfir hún fram í salinn, les gamlar játn-
ingar úr gelgjudagbókinni sinni, Dagbók Önnu
Knúts. Það kemur fram strax í upphafi að hún sé
hvorki ljóshærð né dökkhærð, heldur með ljótt
hár. Svo bendir hún á blaðamann, sem situr
fremst og á sér einskis ills von: „… eins og þú!“
Fólkið á Rosenberg hlær dátt og innilega.
Dæmigert.
Unglingar geta verið alveg óþolandi. Þegar ég
fór aftur í gamla gagnfræðaskólann minn fyrir
nokkrum árum og skrifaði grein um heimsóknina,
orðinn rígfullorðinn blaðamaður, að mér fannst,
þá elti mig piltur um gangana sem sagði alltaf þeg-
ar ég leit við, alveg svipbrigðalaus: „Ég drep þig.“
Addi Knúts, eldri bróðir Önnu Svövu, stendur
nálægt sviðinu og skemmtir sér konunglega. Enda
er hann ekkert alls ólíkur systur sinni. Þegar hann
bauð sig fram sem ritstjóri Verslunarskólablaðsins
á sínum tíma, þá var auglýsingaplakatið krúttleg
æskumynd af honum, þar sem hann stóð og piss-
aði, og undir var slagorðið: „Kjóstu mig, eða ég
pissa á þig!“
Þetta fannst unglingunum svo fyndið, að þeir
kusu hann sem ritstjóra blaðsins.
Anna Svava ljóstrar upp ólíklegustu leyndar-
málum þetta kvöld. Hún segist til dæmis eiga fullt
af ættingjum, „en það eru bara níu sem tala sam-
an …“ Þegar kallað er úr salnum: „Er þetta sem
sagt allt satt?“ þá svarar hún forviða: „Þetta er
dagbókin mín.“ Hún hristir höfuðið og bætir við:
„Ég skil ekki spurninguna.“
Rosenberg hæfir vel uppistandinu, sem ferðast
um landið í sumar, í föruneyti Fransínu músar,
sem verður á kreiki á daginn. Það eru bækur á
veggjunum. Og titlarnir forvitnilegir fyrir gelgjur
á öllum aldri: „Sýndu mér ást þína“, „Eldheit ást“,
„Hamingjudraumar“, Brennandi ástarþrá,“ og
„Vald ástarinnar“.
Á meðal þeirra fyrstu til að sýna á sér fararsnið
að lokinni sýningu er Bergur Ingólfsson leikari.
Það kemur upp úr dúrnum að hann á unglinga í
Bústaðahverfinu.
pebl@mbl.is
Anna Svava með gelgjudagbókina sína á Café Rosenberg.
Ekki fyrir viðkvæma
5. júní
Flugsýning Flugmálafélags Íslands verður í dag á Reykjavíkurflugvelli
við Hótel Loftleiðir. Þar verða sýndar flugvélar af öllum stærðum og gerð-
um en á himni verður boðið upp á flugsýningu. Á meðal þess sem er á
dagskrá er fallhlífarstökk, svifflug, flugmódelflug, listflug, hópflug, lág-
flug, þyrluflug, fisflug, paramótorflug, sýningaratriði frá Landhelgisgæsl-
unni, keppni milli bíls og flugvélar auk annarra atriða.
Flugsýning á Reykjavíkurflugvelli
Við mælum með …
5. og 6. júní
Alasdair Roberts
flytur skoska þjóð-
lagasöngva í Leikhús-
inu á Möðruvöllum á
sunnudag. Tónleikarnir eru haldnir
í samvinnu við Amtmannssetrið á
Möðruvöllum. Roberts tróð upp
ásamt Benna Hemm Hemm, í Ha-
varí í gær og í Íslensku óperunni í
fyrradag þar sem þeir fluttu verk
Benna, Ryk á Book, á Listahátíð í
Reykjavík. Í dag endurtaka þeir fé-
lagar leikinn í Ket-
ilhúsinu á Akureyri en
þeir tónleikar eru á
vegum AIM-
tónlistarhátíðarinnar.
Þá verður ljós-
myndasýningin Hestar og menn
opnuð á Hótel Varmahlíð á morgun
þar sem myndefnið er fjölbreytt og
spannar liðlega hundrað ár í sögu
hestsins. Sýningin verður uppi í
allt sumar.
fyrir heimilið
50%afsláttur
kr.
kg
Lúxus grísakótilettur,
beinlausar
998
Verð áður 1998 kr./kg