SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Page 10
10 6. júní 2010
Þ
egar ég var smábarn spilaði ég klukkustundum saman
spilið lönguvitleysu við móður mína heitna. Síðar tók-
um við mamma til við örlítið flóknari fyrirbæri eins og
ólsen-ólsen, kasínu, marías, rússa og tveggja manna
bridds. Eftir að ég komst til vits og ára, hef ég oft dáðst að úthaldi
mömmu, að spila þetta einfalda, langa, leiðinlega spil við yngsta
barnið sitt á löngum vetrarkvöldum. Þetta var fyrir sjónvarp á Ís-
landi – Kana-sjónvarp var aldrei á mínu heimili.
En svona er nú móðurástin. Mæður gera oft fleira en gott og
skemmtilegt þykir, til þess að
hafa ofan af fyrir ungunum
sínum.
Hvers vegna er ég nú að
rifja upp hálfrar aldar gamla
sögu af sjálfri mér, barn-
ungri, kunna einhverjir að
velta fyrir sér.
Jú, frá því að niðurstöður
fengust í borgarstjórnar-
kosningum um síðustu helgi,
hefur þetta gamla, einfalda,
leiðinlega spil, sem getur ver-
ið endalaust, ef því er að
skipta, hvað eftir annað kom-
ið upp í huga mér.
Einn aðalgrínisti landsins,
Jón Gnarr og hans lið í Besta
flokknum eru á góðri leið
með að kalla yfir okkur Reyk-
víkinga fjögurra ára lönguvit-
leysu af leiðindum. Ef marka má fregnir vikunnar, þá fer vel á
með þeim Degi B. Eggertssyni og Besta flokks-liðinu og þau eru á
harðahlaupum að ljúka gerð málefnasamnings.
Einhvern veginn er ég engu nær þótt vika sé liðin frá kosn-
ingum fyrir hvað Besti flokkurinn stendur. Hann segist vera best-
ur og skemmtilegastur, en ekki hafa þær staðhæfingar beinlínis
skilað sér í framkvæmd, því nýkjörnir borgarfulltrúar Besta
flokksins hafa verið nánast óbærilega leiðinlegir þessa viku og þar
er Jón Gnarr fremstur í flokki. Hann skilar auðu í hverju viðtalinu
á fætur öðru; hefur ekki skoðun á einu einasta málefni; er al-
gjörlega laus við það að vera fyndinn og hvað svo sem líður allri
hans meintu snilld, þá er hún í felum um þessar mundir.
Það hlýtur að verða verðugt rannsóknarverkefni fyrir sagn-
fræðinga framtíðarinnar og mannfræðinga að greina helstu
ástæður þess að höfuðborg þessa lands tekur virkan þátt í því að
leiða trúð til valda í borginni og hann heldur áfram trúðslátum
sínum og gerir samstarfssamning við einhvern alleiðinlegasta
stjórnmálamann sem hefur komið fram á sjónarsviðið í áratugi,
Dag B. Eggertsson, sem kemur stórlaskaður út úr borgarstjórn-
arkosningunum – oddvitinn og varaformaður Samfylking-
arinnar, sem státar af flestum útstrikunum, en íhugar ekki einu
sinni að stíga til hliðar. Dagur virðist þeirrar ónáttúru, að ef hann
getur komið sjónarmiðum sínum á framfæri í tíu sinnum of löngu
máli, í hvert sinn sem hann tjáir sig, þá stekkur hann á það tæki-
færi og virðist aldrei láta það ónotað. Það er eins og honum finnist
sem magn orðaflaumsins skipti svo miklu meira máli en innihald.
Jón Gnarr lýsti sessunaut sínum, Degi B. Eggertssyni, ágætlega
í Silfri Egils fyrir viku þegar hann sagði að stjórnmál væru svo
leiðinleg hér á landi og orðaflaumurinn svo óskiljanlegur, að
hann hefði ákveðið að ryðjast fram á völlinn og reyna að trufla líf
stjórnmálamannanna, rétt eins og þeir hefðu truflað líf hans. Er
Dagur hans helsta ginningarfífl við kvikmyndagerðina um valda-
ránið í borginni?
En hvað svo? Máltækið segir: Í upphafi skal endinn skoða.
Skyldi Jón Gnarr og meðreiðarfólk hans á gandreið Besta flokks-
ins hafa hugleitt endinn þegar þau hófu lönguvitleysuna? Mér er
það til efs.
Hafa fulltrúar Besta flokksins komið fram með eina frumlega
hugmynd, sem jafnframt mun gagnast okkur borgarbúum, þ.e.
að verði henni hrint í framkvæmd, muni það leiða til betri borg-
ar, betra mannlífs eða bættra kjara? Ég held ekki. Hafi þau komið
fram með slíka hugmynd, þá hefur hún alla vega farið framhjá
mér. Eða telja þau að hugmynd þeirra um að
tekjutengja leikskólagjöld í Reykjavík og auka
þar með álögur á skattpínda Reykvíkinga
sé slík hugmynd?!
Langavit-
leysa og
leiðindi
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Jón GnarrDagur B.
’
Er Dagur
hans helsta
ginningarfífl
við kvikmynda-
gerðina um valda-
ránið í borginni?
Róbert Traustason er þjálfari og
einn stofnenda líkamsræktar-
stöðvarinnar Boot Camp við
Suðurlandsbraut. Hann segir
sumarið vera annatíma hjá stöð-
inni og sjálfur stjórni hann nán-
ast öllum æfingum og sinni
rekstri og samskiptum við við-
skiptavini þess á milli eftir
fremsta megni. Þá er hann faðir
16 mánaða gamallar stúlku sem
hann sér ekki sólina fyrir að eig-
in sögn. Það er því í nógu að
snúast á venjulegum degi hjá
Róberti.
05:30 Vakna og fæ mér
morgunmat. Kíki á helstu net-
miðla svo maður sé ekki alveg
úti að aka í samræðum þennan
daginn. Oft fyrstur að lesa nýj-
ustu fréttirnar!
06:30 Mættur til vinnu og
sendi morgunhanana af stað í
æfingar. Eins gott að enginn
mæti seint og skemmi morg-
ungleðina.
09:30 Anna, konan mín, sem
var að klára æfingu býður mér
að koma í sund fyrir hádegis-
tímann. Get ekki hafnað þessu
boði enda ekki oft sem við náum
að gera eitthvað svona tvö sam-
an á daginn. Gríp mér bara ávöxt
og próteindrykk á leiðinni út.
10:00 Erum mætt upp í Ár-
bæjarlaug og slökum og teygjum
á í pottinum. Plönum kvöld-
matinn og væntanlega útskrift
hennar næstu helgi. Ákveðum
að hafa bara eitthvað létt og
notalegt fyrir fjölskylduna.
11:30 Skýst heim og skelli í
mig kjúklingi og grænmeti, fá
smá orku fyrir hádegið. Heyri
aðeins í mömmu í símanum.
12:30 Hádegisæfingin í full-
um gangi, sólin skín úti og svit-
inn farinn að leka af fólkinu.
Mitt hlutverk þennan daginn
felst í að nýta aðstöðuna inni svo
ég þarf að húka inni í góða veðr-
inu.
13:30 Biggi meðeigandi
minn hringir í mig og við ræðum
þau vinnumál sem þarf að ræða
þennan daginn. Náum oft að af-
greiða flesta hluti svona og för-
um svo í að koma þeim í verk.
14:00 Tek æfingu dagsins
með öðrum Boot Camp-
þjálfurum. Það er ekki annað
hægt heldur en að fara út í svona
veðri og við hlaupum góðan
hring.
15:30 Reyni að svara nokkr-
um tölvupóstum á meðan ég
næri mig áður en næsti æf-
ingahópur mætir. Yfirleitt eru
póstarnir of margir og of langir
til að hægt sé að redda því á
nokkrum mínútum svo þeir
þurfa að bíða til kvölds … eða
lengur.
16:00 Anna kíkir aftur við
með stelpuna okkar, Katrínu
Klöru sem er 16 mánaða. Henni
finnst mjög gaman að fylgjast
með æfingunum og tekur upp
sitt fyrsta lóðapar og reynir að
herma eftir!
19:15 Legg af stað heim,
venjulegum vinnudegi lokið.
Hringi í Daníel bróður minn og
bið hann um að láta mig vita
hvað gerist í bikarleiknum milli
FRAM og ÍR.
19:30 Kominn heim til
stelpnanna minna, Katrín á leið-
inni í bað og í banastuði. Anna
búin að undirbúa matinn svo við
klárum að baða Katrínu og
skellum á grillið. Fæ sms frá
bróður mínum, Framararnir
komnir yfir í leiknum!
21:00 Svara tölvupóstum,
sinni heimilisstörfum og horfi á
einn þátt í sjónvarpinu með
öðru auganu á meðan. Fleiri sms
koma í símann, staðan í leiknum
er 2:0, svo 2:1 og svo er leik lok-
ið. Framarar komnir áfram í
næstu umferð!
22:30 Kominn tími til að fara
upp í rúm svo ég nái góðum
svefni fyrir átök næsta dags. Ef
ég rotast ekki við það eitt að
leggjast á koddann kíki ég ör-
stutt í bók eða tímarit og það
gerir þá galdurinn. Næsti dagur,
hér kem ég!
kjartan@mbl.is
Dagur í lífi Róberts Traustasonar, þjálfara og annars eigenda Boot Camp.
Róbert fylgdist spenntur með bikarleik Framara í gegnum sms frá bróður
sínum. Hans menn stóðu uppi sem sigurvegarar, 2:1.
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Les fyrstur fréttirnar