SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Qupperneq 20

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Qupperneq 20
20 6. júní 2010 E igi ég að vera alveg hreinskilinn hefur útlitið aldrei truflað mig og ég á alls ekki erfitt með að vera innan um fólk. Eftir aðgerðirnar þurfti ég að fara út í búð með slöngur hangandi út úr nefinu og hálsinum og fyrst ég gat það kinnroðalaust er ekkert mál að umgangast fólk í dag. Kannski er það kaldhæðni en svona lít ég á málið: Ég var aldrei neitt sérstaklega myndarlegur áður en núna er ég með andlit sem enginn gleymir.“ Það er stutt í húmorinn hjá Rick Bender, 48 ára gömlum Bandaríkjamanni, sem greindist ungur með krabbamein í munni vegna tóbaksnotkunar og missti í kjölfarið helming kjálkans, þriðjung tungunnar og allar tennurnar nema sex. Þá lamaðist hann að hluta í hægri handlegg vegna krabbameinsins. „Eins og fólk sér ætti ég að vera undir grænni torfu. Ég get því ekki annað en verið þakklátur,“ segir hann í símasamtali við Sunnudagsmoggann frá heimili sínu í Flórída. Rick staðfestir að flestum bregði þegar þeir líta hann augum í fyrsta sinn. „Það er bara eðlilegt,“ segir hann. „Ég er hins vegar mjög jákvæður og opinn að eðlisfari og það hjálpar fólki að venjast mér. Margir tala um að fljótlega hætti þeir að taka eftir því hvað ég er óvenjulegur í útliti. Ég veit samt ekki hvort það er satt, sennilega er fólk bara að gera mér til geðs. Alltént er ég ekki hættur að taka eftir þessu sjálfur – og er ég þó með mér allan sólarhringinn!“ Hann hlær dátt. Lét undan þrýstingi Rick fæddist í San Diego í Kaliforníu árið 1962. Hann byrjaði að nota tyggitóbak tólf ára gamall og segir þrjá þætti hafa legið þeirri ákvörðun til grundvallar. Í fyrsta lagi nefnir hann þrýsting frá fé- lögunum. „Nokkrir félagar mínir voru byrjaðir að fikta við reykingar á þessum tíma en foreldrar mínir höfðu frætt mig um skaðsemi þeirra, þannig ég hafði eng- an áhuga á þeim. Ég valdi því „skaðlausa kostinn“, eins og munntóbakið var kallað, til að falla inn í hópinn.“ Í öðru lagi tilgreinir Rick hafnabolta. „Ég lifði og hrærðist í hafnabolta á þessum tíma og munntóbaksnotkun hefur löngum verið mikil innan þeirrar greinar, þó ekki eins mikil og í íshokkíinu. Þar er munn- tóbaksnotkun algjör plága.“ Spurður hvers vegna þetta sé slær Rick á létta strengi. „Það segir sig sjálft, það er ómögulegt að halda á sígarettu meðan menn eru inni á vellinum. Þess vegna nota þeir munntóbak.“ Í þriðja lagi nefnir Rick auglýsingar í fjölmiðlum. „Þegar stjörnurnar úr hafna- boltanum og öðrum íþróttagreinum, fyr- irmyndir mínar, birtust á skjánum og í blöðum lofsyngjandi munntóbak þurfti ég ekki frekari vitna við.“ Rick var sjálfur liðtækur hafnabolta- leikmaður og var eitt ár á mála hjá at- vinnumannaliðinu Los Angeles Angels of Anaheim. „Það gekk ekki upp. Ég var ekki eins góður leikmaður og ég hélt,“ segir hann hlæjandi. „En ég spilaði í nokkur ár sem áhugamaður áður en ég veiktist.“ Krabbamein er bara fyrir gamalt fólk Rick ánetjaðist munntóbaki og hélt notk- un þess áfram fram á fullorðinsár. Hann var margoft varaður við skaðseminni en lét það sem vind um eyru þjóta. „Það er bara gamalt fólk sem fær krabbamein, ekki ég, kornungur maðurinn,“ hugsaði hann. Það fór á annan veg. „Vorið 1988 varð ég var við lítið hvítt sár á tungunni en velti mér ekki frekar upp úr því í fyrstu, munnangur hafði komið og farið gegnum árin. Á tímabili hætti ég að finna fyrir sárinu en þegar það kom aftur fyrir jólin og stækkaði ört ákvað ég loksins að fara til læknis. Það var í mars 1989. Læknirinn hristi bara höfuðið þegar hann sá sárið, þannig ég átti ekki von á góðu,“ segir Rick Viku síðar lá greiningin fyrir, Rick var með krabbamein í munni og fór beint undir hnífinn. „Þetta leit ekki vel út í upphafi. Eftir aðgerðina tilkynntu læknar föður mínum og þáverandi eiginkonu að ég myndi í besta falli lifa í tvö ár til við- bótar.“ Á rúmu ári fór Rick í þrjár aðgerðir að auki vegna sýkingar sem allar gengu vel. Meinið hafði ekki breiðst út og smám saman komst Rick til heilsu. „Ég prísa mig sælan. Lífslíkur fólks sem fær munn- krabba eru 50% eftir fimm ár en hjá körl- um yngri en þrjátíu ára eru lífslíkurnar innan við 1%.“ – Innan við 1%!!!? „Já, skýringin á því er tvíþætt. Annars vegar þarf þessi tegund krabbameins gott blóðflæði til að breiðast út og fyrir vikið þrífst það vel í ungum líkama. Í annan stað leita engir seinna til læknis en ungir karl- menn. Meinið greinist því oft of seint.“ Skornir í strimla Hann ráðleggur fólki að vera á varðbergi gagnvart einkennunum. Þau eru helst: Andlit sem enginn gleymir Læknirinn gaf honum tvö ár eftir að hann greindist með krabbamein í munni vegna tóbaksnotkunar. Síðan eru liðnir meira en tveir áratugir og Rick Bender er ennþá sprelllifandi og hefur helgað líf sitt for- vörnum og baráttunni gegn vánni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rick Bender hefur engar geð- flækjur vegna útlits síns, kveðst þvert á móti nota það sem „tæki“ til að gera fólk fráhverft tóbaksnotkun.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.