SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 22
22 6. júní 2010
G
eir Kristinn á ættir að rekja í
hið kunna Bakkasel við rætur
Öxnadalsheiðar, og í Bótina á
Akureyri. Hann kemur úr
stórri fjölskyldu og til gamans má geta að
afar hans eru báðir goðsagnapersónur í
höfuðstað Norðurlands; Skóda-Geiri og
Dóri skó sem hann segir báða mikil áhrif
hafa haft á sig. Sá síðarnefndi er faðir
Odds Helga, stofnanda L-listans og bæj-
arfulltrúa hans síðustu þrjú kjörtímabil.
Nýr oddviti L-listans er 35 ára, árinu
eldri en sambýliskonan Linda Guð-
mundsdóttir. Bæði eru þau viðskipta-
fræðingar, Geir starfar sem rekstrarstjóri
Vodafone á Norðurlandi en Linda í Ís-
landsbanka. Þau eiga tvo stráka, Jason
Orra 13 ára og Viktor Erni sjö ára.
Körfubolti í stað kartaflna
Íþróttir skipa stóran sess í lífi fjölskyld-
unnar. Geir er gamall handboltamaður,
Þórsari í húð og hár en lék einnig með KA
í eitt ár og hefur þjálfað 2. flokk samein-
aðs liðs félaganna, Akureyrar – hand-
boltafélags síðustu ár. Eplið fellur ekki
langt frá þeirri eik sem hann er; strák-
arnir hoppa gjarnan á trampólíni á lóð-
inni, eru þar í fótbolta, golfi og körfu-
bolta! „Hluti lóðarinnar var
kartöflugarður en ég gróf tvo metra niður
í fyrra og setti körfuboltavöll í staðinn.
Það er til nóg af kartöflum í búðunum og
skemmtilegt að leika sér með börnunum á
lóðinni,“ segir Geir þegar blaðamaður
Morgunblaðsins sækir hann heim í kjölfar
sögulegs stórsigurs Lista fólksins.
„Þegar ég gekk inn í Verkmenntaskól-
ann um klukkan 10 á laugardagskvöldið
fannst mér ég vera að koma inn í sjón-
varpsþátt. Fyrstu tölur eru alltaf spenn-
andi, ég hafði oft fylgst með þessu augna-
bliki fyrir framan sjónvarpið heima en nú
var ég þátttakandi á staðnum og það var
hálf-óraunverulegt,“ segir Geir, beðinn
um að lýsa því hvernig honum leið þegar
fyrstu tölur voru birtar.
„Skoðanakannanir höfðu sýnt mikið
fylgi við okkur, jafnvel að stutt væri í að
við næðum hreinum meirihluta, en ég
hélt jafnvel að þá myndi einhverjum
þykja komið nóg og ákveða að kjósa frek-
ar „sinn“ flokk, en fólk fylkti sér enn bet-
ur en áður á bak við okkur.“
Sumir hafa nefnt L-listann í sömu
andrá og Besta flokkinn í Reykjavík og
telja hann nýjan af nálinni en það er hann
sannarlega ekki; Oddur Helgi Hall-
dórsson, móðurbróðir Geirs Kristins, var
fyrst í bæjarstjórn fyrir Framsókn-
arflokkinn en stofnaði L-listann fyrir
kosningarnar 1998 og er nú að hefja fjórða
kjörtímabilið um borð í þeirri skútu.
Geir Kristinn sleit barnsskónum á Ak-
ureyri og hefur raunar slitið flestum skóm
sínum þar í bæ. Hann gekk að vísu um
höfuðborgina veturinn 1996-97 og aftur í
nokkur misseri áratug síðar og þau Linda
dvöldu á Húnavöllum einn vetur þegar
Jason var nýfæddur. Geir tók þá að sér
kennslu þar, 22 ára gamall, og ljómar
þegar hann rifjar upp þann tíma í Húna-
vatnssýslunni.
„Tíminn þar var æðislegur. Þar kynnt-
ist ég í fyrsta skipti annarri hlið á Íslandi
en ég var vanur; þarna var rólegt, allir
mjög innilegir og mér þótti orðið vænt um
alla 100 krakkana í skólanum eftir mán-
uð! Þau voru öll svo orginal. Það þjappaði
fjölskyldunni vel saman að vera á Húna-
völlum, okkur þykir mjög vænt um stað-
inn og förum oft þangað í heimsókn.“
Eftir veturinn á Húnavöllum nam Geir
viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri,
hóf eftir það störf á skrifstofu fyrirtækis
Odds frænda síns, Blikkrás, og nokkrum
árum síðar létu þau Linda gamlan draum
rætast og fluttu utan. Héldu til náms í Ár-
ósum. Hann segir þau ekki hafa viljað búa
í stórborg, Árósar séu reyndar stór borg
„en mjög skemmtilega sveitaleg. Þar er
ekki vottur af stressi,“ segir Geir. Þau
bjuggu í útborginni Lystrup, hann fór í
mastersnám í markaðsfræðum en Linda
lauk BS-námi í viðskiptafræðum.
Hugurinn bar þau hálfa leið til Ak-
ureyrar að námi loknu en þar var ekki
vinnu að hafa þá þannig að þau settust að
í Reykjavík. Geir fékk vinnu hjá Vodafone
en ári síðar ákváðu þau Linda að flytja í
heimahagana „og ég var svo heppinn að
vinnuveitendur bjuggu þá til nýtt starf
handa mér hér fyrir norðan. Ég er þeim
gríðarlega þakklátur fyrir það.“
Langbesta hernaðarlistin
Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna
framboðið náði þeim árangri sem raun
ber vitni. Geir er beðinn um að meta
stöðuna; má rekja útkomuna til góðrar
stefnu eða uppgjörs fólks við hefðbundnu
flokkanna, jafnvel hvors tveggja?
„Ég held að hvort tveggja hafi skipt
máli en að aðalatriðið sé þó annað,“ segir
hann. „Stefnan var ekki verulega frá-
brugðin stefnu annarra en hernaðarlist
okkar var hins vegar langbest, gríðarlega
vel úthugsuð og við vorum með frábæran
kosningastjóra, Preben Jón Pétursson.“
Athygli vakti að kosningaskrifstofa L-
listans var í verslunarmiðstöðinni Gler-
ártorgi. „Með því vildum við koma til
fólksins og það heppnaðist einstaklega
vel. Fólk fann að það var mjög velkomið;
það var eins og að koma í saumaklúbb að
ganga inn til okkar, ekki eins og í stóra,
þunga ríkisstofnun – með fullri virðingu
fyrir hinum flokkunum.“
Geir segir frambjóðendur L-listans hafa
sammælst um að hvar sem þeir kæmu
fram yrði aðeins L-listinn til umræðu.
„Óhjákvæmilegt var auðvitað að fjalla um
það sem hefur verið gert en við vorum
aldrei með skítkast út í aðra. Ég veit að
margir hnýttu í okkur og það er auðvitað
allt í lagi ef menn vilja en ég held að okkar
aðferð falli fólki betur í geð. Ég hef reynd-
ar lengi velt því fyrir mér hvort virkilega
sé ekki hægt að vera í pólitík án þess að
tala illa um aðra.“
Miklu máli skiptir, segir Geir, að tala
mannamál, eins og hann tekur til orða.
„Ég lenti stundum í því á borgarafundum
í aðdraganda kosninga að fólk með miklu
meiri reynslu en ég talaði mál sem ég
skildi varla. Ég var engu nær eftir frasana
eða talnarunur um prósentur. Ég held að
fólk hafi betur kunnað að meta mín stuttu
og einföldu svör, á venjulegri íslensku.“
Engin nefndarsæti í verðlaun
Geir nefndi að stefnuskrá L-listans hefði
ekki verið ýkja frábrugðin annarra fram-
boða. En hverju svarar hann þegar spurt
er fyrir hvað L-listinn stendur?
„Við þurfum ekki að eyða tíma í að
vinna fyrir neinn flokk; allur okkar tími
fer í að vinna fyrir Akureyri og það greinir
okkur frá öðrum. Í flokkunum er frábært
fólk en það vinnur undir stórri flokks-
maskínu og ekki er hægt að horfa framhjá
því að það hefur áhrif.“
„Við viljum hlusta á raddir alls fólksins
í bænum og ljóst að við þurfum að hafa
fyrir því að heyra sumar því þær eru mjög
lágværar. En við munum leggja okkur
fram um að heyra þær.“
Geir segir L-listann ætla að koma á
móts við minnihlutann við röðun í
nefndir, með því að gefa eftir sæti í ein-
hverjum þeirra; rétta minnihlutanum
þannig völd. „Við höfum vald til að breyta
því hvernig bænum er stjórnað og mun-
um gera allt sem við getum til þess að gera
skilin á milli minnihluta og meirihluta
sem minnst; við viljum að allir 11 í bæj-
arstjórn verði sem eitt lið.“
Hann lofar því að fólkið í bænum verði
virkjað. „Ég held að það séu vinnubrögð
sem ekki hafi verið iðkuð hér áður. Fólk á
eftir að sjá fljótlega að við erum raun-
verulegur listi fólksins – ekki bara í kosn-
ingabaráttunni.“
Hann gefur dæmi: „Helsta áhersluatriði
okkar varðandi nefndir er að í hverri ein-
ustu verði fólk með brennandi áhuga á
málefninu, jafnvel menntun. Við munum
ekki verðlauna einhvern með setu í nefnd
fyrir að standa sig vel við að hjálpa okkur í
kosningabaráttunni.“
Fyrst verði eðlilega skyggnst um í hópi
L-listafólks, því margir hafi komið til
starfa þar vegna sérstaks áhuga á einstaka
málaflokkum, „en ég hef þegar fengið
fjölda símtala frá góðu fólki sem hefur
boðið sig fram og er nokkuð viss um að
nokkuð stór hluti þess hóps kemur til
með að starfa.“
Hann minnir á að L-listinn hafi lengi
viljað að ráðinn verði faglegur bæjarstjóri
og sá draumur verði fljótlega að veru-
leika. „Ég held að það verði stórt skref
fyrir Akureyri því við teljum heillavæn-
legt að aðskilja ákvörðunarvald og fram-
kvæmdavald. Við teljum faglega ráðinn
bæjarstjóra betur til þess fallinn en póli-
tískan að vera málsvari allrar bæj-
Fjölskyldan heima á lóð;
Jason Orri, Geir Kristinn,
Viktor Orri og Linda Guð-
mundsdóttir.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Pólitík á
mannamáli
Ekki er ofsagt að Geir Kristinn Aðalsteinsson kom, sá og
sigraði – með yfirburðum – í kosningum til bæjarstjórnar á
Akureyri. Hann er nýliði en var efstur á Lista fólksins, sem
náði meirihluta. Það hefur engu framboði tekist áður.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is