SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 25

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 25
6. júní 2010 25 Mikið er lagt upp úr gegnsæi í bygging- unni svo gler er mikið notað í veggi. Gangarnir eru líka nýttir til fulls. Morgunblaðið/hag Fataklefinn, Flórinn, er skör lægra en aðalgólfið svo börnin geta tyllt sér til að klæða sig í og úr. Sand- urinn sem berst inn að utan verður eftir á neðri pallinum. Brúni stiginn í miðrými skólans er líkt og trjástofn sem kvíslast í ólíkar áttir til efri hæðarinnar, grænu trjákrónunnar, þar sem hreiður barnanna eru. Hreiðrin eru öll eins í útliti og heita eftir mismunandi fuglum. Hér fá yngstu börnin sér kríu. Þrúður Hjelm skólastjóri segir skólann hafa reynst frábærlega. „Húsið tók afskaplega vel á móti okkur og það styður við svo margt í starfinu.“ Gert er ráð fyrir 240 börnum í skólanum þegar hann verður fullskipaður en í dag eru elstu börnin sex og sjö ára. Þrúður býst við að vera með alla árganga upp í fjórða bekk og fullan skóla haustið 2011. „Róttækasta breytingin er samþættingin á aðalnámskrá leik- og grunnskóla, og eitt skóladagatal með 200 skóladaga á ári. Grunnskólabörnin eru hér frá því um miðjan ágúst og út júní, sem gefur okkur tuttugu daga auka yfir árið og minnkar kennslu- magnið á hverjum degi.“ Hún segir skólann hafa þegar sannað sig þegar kemur að misjöfnum þörfum barnanna. „Um daginn leit ég við á einu svæðinu og þá var blússandi vinna í gangi í öllum hornum. Tveir sátu inni í hreiðrinu og saumuðu í ró og næði, einn hópurinn var í stærð- fræðiinnlögn við borðið, nokkrir krakkar lágu á dýnu úti í horni að lesa, aðrir voru að klára ritunarverkefni sem var varpað upp á vegg og svo voru þrír í fótbolta fyrir utan. Þetta var einn og sami grunn- skólabekkurinn. Allir voru virkir og fengu þarfir sínar uppfylltar þannig að þetta var einstaklingsmiðað nám í sinni tærustu mynd.“ Einstaklingsmiðað nám í sinni tærustu mynd Þrúður Hjelm

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.