SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 25
6. júní 2010 25 Mikið er lagt upp úr gegnsæi í bygging- unni svo gler er mikið notað í veggi. Gangarnir eru líka nýttir til fulls. Morgunblaðið/hag Fataklefinn, Flórinn, er skör lægra en aðalgólfið svo börnin geta tyllt sér til að klæða sig í og úr. Sand- urinn sem berst inn að utan verður eftir á neðri pallinum. Brúni stiginn í miðrými skólans er líkt og trjástofn sem kvíslast í ólíkar áttir til efri hæðarinnar, grænu trjákrónunnar, þar sem hreiður barnanna eru. Hreiðrin eru öll eins í útliti og heita eftir mismunandi fuglum. Hér fá yngstu börnin sér kríu. Þrúður Hjelm skólastjóri segir skólann hafa reynst frábærlega. „Húsið tók afskaplega vel á móti okkur og það styður við svo margt í starfinu.“ Gert er ráð fyrir 240 börnum í skólanum þegar hann verður fullskipaður en í dag eru elstu börnin sex og sjö ára. Þrúður býst við að vera með alla árganga upp í fjórða bekk og fullan skóla haustið 2011. „Róttækasta breytingin er samþættingin á aðalnámskrá leik- og grunnskóla, og eitt skóladagatal með 200 skóladaga á ári. Grunnskólabörnin eru hér frá því um miðjan ágúst og út júní, sem gefur okkur tuttugu daga auka yfir árið og minnkar kennslu- magnið á hverjum degi.“ Hún segir skólann hafa þegar sannað sig þegar kemur að misjöfnum þörfum barnanna. „Um daginn leit ég við á einu svæðinu og þá var blússandi vinna í gangi í öllum hornum. Tveir sátu inni í hreiðrinu og saumuðu í ró og næði, einn hópurinn var í stærð- fræðiinnlögn við borðið, nokkrir krakkar lágu á dýnu úti í horni að lesa, aðrir voru að klára ritunarverkefni sem var varpað upp á vegg og svo voru þrír í fótbolta fyrir utan. Þetta var einn og sami grunn- skólabekkurinn. Allir voru virkir og fengu þarfir sínar uppfylltar þannig að þetta var einstaklingsmiðað nám í sinni tærustu mynd.“ Einstaklingsmiðað nám í sinni tærustu mynd Þrúður Hjelm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.