SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Side 33

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Side 33
þess er m.a. sú að vegna erf- iðleikanna við að saga leiðsluna í sundur varð skurðurinn ekki eins fínn og til stóð sem þýðir að tappinn situr ekki nógu vel á henni. Enn er því alls óvíst hver árangurinn verður af þessum aðgerðum. Gríðarlegt áfall fyrir BP Hlutabréf í breska olíufélaginu British Petroleum (BP), sem unnið hefur olíu úr borholunni, hafa hríðfallið í verði að und- anförnu vegna atburðanna á Mexíkóflóa. Hefur markaðsvirði fyrirtækisins lækkað um þriðj- ung síðan olíuslysið átti sér stað. Nýjustu fréttir af árang- ursríkum tilraunum við að koma tappa í olíuleiðsluna hafa þó leitt til þess að bréf BP hafa hækkað lítillega aftur. Binda forystumenn fyrirtækisins von- ir við að það sé upphafið að því að það nái sér á strik aftur. Engu að síður er ljóst að olíu- slysið er gríðarlegt áfall fyrir BP og hefur sett framtíð þess í uppnám. Fyrir utan tap vegna glataðra olíubirgða hafa for- ystumenn BP lýst því yfir að fyrirtækið muni standa straum af öllum kostnaði við aðgerðir við að hefta olíulekann og hreinsa upp mengun af hans völdum. Þá muni fyrirtækið einnig bæta allt tjón sem olíu- lekinn veldur og byggt er á réttmætum kröfum. Ljóst er að þegar upp verður staðið verður heildartap fyrirtækisins vegna olíuslyssins gríðarlegt þrátt fyr- ir að gera megi ráð fyrir að tryggingar muni að einhverju leyti bæta tjónið. Forystumenn BP hafa sagt að til þessa sé tapið um einn milljarður bandaríkja- dala. Ofan á beint fjárhagslegt tjón bætist að bandarísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að höfðað verði dómsmál gegn BP og rekstraraðila borpallsins fyrir vanrækslu í rekstri hans og brot gegn öryggisreglum sem valdið hafi sprengingunni sem felldi pallinn. Fyrirtækin tvö hafa brugðist við með því að ásaka hvort annað um að bera ábyrgð á því hvernig fór. Hrist upp í stjórnvöldum Ljóst er að olíuslysið á Mexíkó- flóa hefur hrist mjög upp í bandarískum stjórnvöldum. Þannig hafa þau lýst því yfir að ekki verði heimilað að reisa fleiri borpalla í bandarískri lög- sögu fyrr en fyrir liggur hvað hafi valdið sprengingunni í borpalli BP. Þá hefur Barack Obama Bandaríkjaforseti notað olíuslysið til þess að leggja á það áherslu að Bandaríkjamenn geti ekki treyst á olíu sem orkugjafa framtíðarinnar. Olía gæti aðeins þjónað því hlut- verki tímabundið en varanleg lausn á orkuþörf Bandaríkjanna felist í hreinni orku. Áherslan á olíuna væri ógn við öryggi landsins og setti samhliða því umhverfi þess og efnahag í hættu. „Við getum aðeins haldið slíkri framleiðslu áfram ef hún er örugg og aðeins ef hún er hugsuð sem tímabundin lausn á meðan skipt er yfir í efnahagslíf sem byggir á hreinni orku,“ sagði Obama.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.