SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 43
6. júní 2010 43 Í tilefni sjómanna- dagsins er ekki úr vegi að stinga sér til sunds og svamla um í öllum þeim fantasíum sem til eru um sjómenn. Þessar hetjur hafsins eru heldur betur löðrandi í kyn- þokka, hreystimenni sem standa í slori upp í hné í öllum veðrum og gera að fiski. Á sólskinsdögum eiga þeir frökkustu það til að varpa af sér stakknum og sinna sínum störfum berir að ofan með axlabönd gúmmí- buxnanna yfir geirvörtunum. Stígandi ölduna alls óhræddir. Með ógnandi brimið yfir sér. Úfnir og með skeggbrodda. Með sjávarins salt á vörunum. Og láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Hvað geta konur beðið um meira? Gerist vart karlmannlegra. Enda segir Loftur Guðmunds- son í textanum góða að sjó- mannslíf sé draumur hins djarfa manns, sem stígur trylltan dans við bárufans. Með brjóstið fullt af fögnuði brimhljóða og veðragnýs. Og svo stökkva þessir töffarar um borð eftir að hafa sagt nokkur ástarljúf orð við stelp- urnar. Fá sér svo nýja í næstu höfn. Nei, þeir bíða ekki boð- anna flagararnir föngulegu sem sigla um heimsins höf. Syngja svo bara Ship-o-hoj. Þessi ímynd sjómanna er sveipuð miklum sjarma. Þeir virðast engum háðir þar sem þeir vagga á hafsins vængjum með fjarrænt blik í augum. Þetta eru syngjandi gleðimenn og til í allt. Það hefur ábyggilega verið gaman að vera einhver þeirra kvenna sem hittu fyrir íslenskan sjómannsvíking á góðri stund í ókunnri höfn þar sem augnabliksins var notið. Kannski minna gaman að vera sú sem beið heima. Eða hvað? Verðum við ekki að gera ráð fyrir að þeir sjómenn sem ekki eru lausir og liðugir, séu sínum spúsum trúir og tryggir. Þá er gaman að taka á móti karlinum eftir langa útivist. Gera sig klára í beðmálsbátana sem bíða heima í húsi. Vagga saman í fletinu, fagnandi hvort öðru eftir alla þessa fjarveru. Verða ung í annað sinn í hvert sinn. Kútveltast saman í táhreinum rúmfötum sem ilma af golunni sem lék um þau úti á snúru. Tilhlökkunarspenningur í höndunum sem hengdu þau upp. Játa allan söknuðinn og njóta þess að heimta sinn mann úr hafsins faðmi. Og hann sem hefur dreymt um sinn konukropp á hverri nóttu og talið niður dagana, stundirnar. Stútfullur af þrá dansar hann djarfur eftir bryggjunni. Hún seiðir hann til sín, hin svala dröfn sem bíður heima í konulíki. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is ’ Gera sig klára í beð- málsbátana sem bíða heima í húsi. Vagga sam- an í fletinu, fagn- andi hvort öðru eftir alla þessa fjarveru. Gatan mín V esturgatan í Reykjavík nær úr Kvos og vestur í Ánanaust. Þetta er ein hinna fornfrægu gatna í Reykjavík og væri henni gefið mál myndi mörg fróðleg sagan fréttast. „Ég flutti hingað til Reykjavíkur sem ungur maður, uppalinn á Laugarvatni sem þá var og er enn lítið sveitaþorp. Eftir nokkura ára viðkomu í Kaupamannahöfn fannst mér best að stíga skrefið inn í borgarsamfélagið til fulls og því ákvað fjöl- skyldan að setja sig niður í miðbænum. Vorum fyrst í nokkur ár við Framnesveginn en höfum verið hér við Vesturgötina síðan árið 1987. Erum hér í einum grónasta hluta borgarinnar og í raun fallegasta,“ segir Stefán Ásgrímsson sem er starfsmaður FÍB. Stefán og Sif Knudsen eiginkona hans búa að Vesturgötu 26b. Þau eru á efri hæðinni en móðir Sifjar, Guðmunda Elíasdóttir söngkona, er á neðri hæðinni. Húsið er á lóð hinna svonefndu Hlíðar- húsa og enn stendur eitt þeirra á baklóð. „Það var söðlasmiður sem byggði þetta hús skömmu fyrir aldamótin 1900. Þá var húsið ekki ýkja stórt en þegar 20. öldin var nýgengin í garð hafði hagur karls vænkast og þá stækkaði hann húsið um rúm- lega helming. Annars hefur margvísleg starfsemi verið hér í tímans rás. Við keyptum húsið af Sig- urbirni Ólafssyni sem hér var með fyrirtækið Skiparadíó. Þegar við sýndum áhuga vildi Sig- urbjörn engum öðrum selja. Við breyttum flestu innanstokks áður en við fluttum inn en höfum síð- an verið að breyta ytra útliti hússins smám saman og nú lítur það svipað út og það gerði á fyrstu árum síðustu aldar,“ segir Stefán. „Það er gott nábýli hér á Vesturgötu. Fólk fylgist með eigum hvers annars og slíkt bandalag er í dag kallað nágrannavarsla og hefur óefað mikinn fæl- ingarmátt. Slíkt er þó engin nýlunda, ég man ekki betur en svona væri þetta líka þegar ég var að alast upp austur á Laugarvatni. Og við eigum víst öll að gæta bróður okkar eins og segir í Biblíunni. Hér eru margir mætir nágrannar, eins og t.d. Hafdís og Haukur í 26c og Lára Hanna Einarsdóttir sem stundum er kölluð ofurbloggari. Aðrir sem ég þekki minna eru t.d. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþing- ismaður, Markús Örn Antonsson fyrrum borgar- stjóri og útvarpsstjóri og margir fleiri,“ segir Stefán sem segir að hindranir sem settar voru upp á Vest- urgötunni fyrir nokkrum árum hafi temprað alla umferð við götuna til muna. Nú sé Vesturgata í raun þægileg vistgata og á góðum og björtum sumar- dögum sé gaman að sitja undir húsvegg og fylgjast með mannlífinu þegar allir séu í sólskinsskapi í orðsins fyllstu merkingu. Og blessunanlega sjáist næturgöltrarar skemmanalífsins sem öskra og slást í Kvosinni lítið á Vesturgötu. „Það er svolítill halli neðan úr kvos og hingað upp eftir og þeir sem hafa fengið sér of mikið í tána hafa hreinlega hvorki mátt né megin til að stika hingað upp og eiga heldur svosem ekkert erindi.“ Elstu húsin á Vesturgötunni sem eru niður við Kvos eru byggð seint á nítjándu öld en nær okkur í tíma eftir því sem utar dregur. Húsum hefur yfir- leitt verið haldið vel við og því er götumyndin býsna heildstæð, segir Stefán. „Á góðæristímanum fóru byggingavíkingar mikinn og keyptu upp all- margar lóðir hér við götuna. Byggðu háhýsi hér neðar við lóðina, hvítan kassa sem passar ómögu- lega inn í umhverfið hérna og vildu byggja meira af slíku. Réttast væri auðvitað að rífa þessi minnis- merki góðærisarkítektúrsins hið fyrsta.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úr Kvos í Naustin 1. Landakotshæðin er sá staður í nágrenni við mig sem mér er líklega kærastur. Þar gnæfir hin gotneska kirkja, eins og segir í ljóði Tómasar, og líklega er engin kirkja á Íslandi jafn falleg. Sjálfur er ég í Landakot- skórnum og þekki vel frábæran hljómburðinn. Kirkjan ómar öll. 2. Hafnarsvæðið er heillandi. Í næsta nágrenni við íbúðabyggð er slippurinn og frá erlendum gestum mín- um veit ég að þeim finnst upplifun að sjá slíka at- vinnustarfsemi inni í miðri borg. Erlendum kvikmynda- tökumönnum sem ég fylgdi eftir fannst stórkostlegt að sjá þetta. Þá eru við höfnina Sægreifinn, fínn veit- ingastaður og fiskbúð, og Hamborgarabúllan þar sem fást bestu borgararnir í bænum. Í raun er einstakt að sjá og upplifa hvernig ólík atvinnustarfsemi dafnar hlið við hlið á þessum slóðum sem segir okkur kannski að allt er hægt með skipulagi og ef vilji er fyrir hendi. Uppáhaldsstaðir Reykjavík 2 1 Vesturgata Æ gis ga rðu r Gra nd aga rðu r Mýrargata Tryggvagata Ránargata Bárugata Öldugata Túngata Æ gi sg at a Br æ ðr ab or ga rs tíg ur G ar ða st ræ ti Nýlendugata Draumur hins djarfa manns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.