SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 44

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 44
44 6. júní 2010 K atie Melua ætti að vera Íslend- ingum að góðu kunn og þá ekki bara fyrir þau lög sín sem heyrast títt í útvarpi, heldur hefur hún líka verið iðin við að veita íslenskum blaðamönn- um viðtöl og hefur meira að segja komið hingað, einu sinni til tónleikahalds og einu sinni í kurteisis- og kynningarheimsókn. Í símaspjalli við hana fyrir stuttu þar sem ætl- unin var að ræða nýútkomna plötu hennar, The House, fer viðtalið eiginlega strax útaf sporinu því hún vill endilega tala um Ísland og hvað sé þar að gerast. Eftir að ég hef huggað hana með því að ástandið sé nú ekki alveg eins slæmt og efnahagshrun og eldgos gætu gefið til kynna er henni greinilega létt og hún notar tækifærið til að lýsa þeirri löngun sinni að halda aðra tónleika á Íslandi og það sem fyrst. Þegar það er frá er hægt að snúa sér að eig- inlegu viðtali og fyrsta spurning snýr að þeirri staðreynd að skífuna nýju, The House, vann Melua með nýju teymi; í stað lagasmiðsins og upptökustjórans Mike Batt kom Willam Orbit sem kemur óneitanlega úr óvæntri átt; þekkt- astur fyrir raftónlistarkryddaða tónlist og til- raunakennda. Melua tekur undir að það hafi verið við- brigði að vinna með Orbit eftir árin með Batt, en hún hefur unnið með honum undanfarin átta ár. „Það er þó ekki svo að við Mike séum hætt að tala saman,“ segir hún og hlær. „Hann er enn umboðsmaður minn og góður vinur og gefur plötuna mína út. Það var bara kominn tími til að prófa eitthvað nýtt ef ég ætlaði að bæta mig sem listamaður og ég var meira að segja búin að segja öllum hvað stæði til þegar Pictures kom út,“ en svo heitir þriðja breiðskífa Katie Melua sem kom út 2007. Á fyrstu plötu Melua átti hún tvö lög og lög- unum hennar hefur fjölgað smám saman og á The House vill svo til að hún semur öll lögin nema eitt, alla jafna í samvinnu við ýmsa lagasmiði, en tvö laganna semur hún ein síns liðs. Textarnir á plötunni eru líka öllu per- sónulegri en á fyrri skífum og hún játar því fúslega að til að byrja með hafi það verið glíma að setja þá saman, ekki síst fyrir það að hún væri að gefa meira af sér, eins og hún orðar það, hleypa fólki nær sér, en hún hefur gert hingað til. „Það er erfitt að byrja að segja frá innstu hugrenningum, en þegar maður er byrjaður þá er það ekki svo erfitt svo fram- arlega sem maður gætir þess að vera heið- arlegur.“ Út í óvissuna Á nýrri plötu söngkonunnar Katie Melua kveður við nýjan hljóm. Í viðtali við Morgunblaðið segir hún að það hafi verið tími til kominn að prófa eitthvað nýtt. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Söngkonan Katie Melua segir að mestu skipti að vera heiðarlegur. Fyrirtækið Oscilloscope sem er í eigu Adams Yauch úr Beastie Boys er nú að leggja loka- hönd á heimildarmynd um beat-skáldið Willi- am S. Burroughs. Myndin sem heitir William S. Burroughs: A Man Within segir frá ævi þessa goðsagnakennda beat-skálds sem dó árið 1997. Burroughs skrifaði bókina Naked Lunch árið 1959 og vann einnig með Kurt Cobain að plötunni The „Priest“ They Called Him. Tónlistarmenn á borð við Iggy Pop, Patti Smith, Thurston Moore, Lee Ranaldo úr Sonic Youth koma fram í myndinni sem frumsýnd verður 12. júní. Adam Yauch gerir mynd um beat-skáld Beat-skáldin Allen Ginsberg, Philip Whalen og William S. Burroughs. Stereolab er ekki komin úr fríi þó að ný plata sé væntanleg seinna í ár. Aðdáendur hljómsveitarinnar Stereolab geta tekið gleði sína á ný því sveitin hefur tilkynnt að ný plata sé væntanleg í nóvember og hef- ur hún fengið nafnið Not Music. Í apríl á síðasta ári tilkynntu meðlimir sveitarinnar að þau væru á leið í ótímabund- ið frí frá tónlist til að sinna öðrum verk- efnum. En stuttu áður náði plata þeirra Emperor Tomato Ketchup ofarlega á lista Amazon.com yfir hundrað bestu indí-plötur allra tíma. Fréttirnar þurfa þó ekki endilega að þýða að fríi sveitarinnar sé lokið því efnið á væntanlegri plötunni var tekið upp á sama tíma og platan Chemical Chords sem kom út fyrir nokkrum árum. Ný plata, gamalt efni frá Stereolab Ætli það séu ekki liðin um það bil 12 ár frá því að ég heyrði mitt fyrsta lag með sænsku indí-hljómsveitinni Bob Hund í stofunni hjá félaga mínum í vesturbænum. Eftir að hafa heyrt þetta fyrsta lag hófst leit að meira efni með sveitinni. Lítið var til í plötubúðum hérna heima og ákveðin hræðsla við að panta í gegnum internetið stoppaði þær tilraunir. En stuttu seinna fannst loksins uppspretta af Bob Hund plötum í kjallara plötubúðar í hliðargötu einni í Kaupmannahöfn og varð breiðskífan Omslag: Martin Kann sú fyrsta sem fjárfest var í. Sveitin var sett á laggirnar haustið 1991 í Stokkhólmi af þeim Thomas Öberg, Jo- hnny Essing, Conny Nimm- ersjö, Mats Hellquist, Jonas Jo- nasson og Mats Andersson og er Omslag önnur breiðskífa Sví- anna. Á Omslag hefur hljómur sveitarinnar aðeins breyst frá fyrri plötum. Má kannski segja að hann sé orðið örlítið fágaðri, en á sama tíma er hann háværari en áður. Lögin eru drifin áfram af skemmtilega poppuðum gítarleik, hröðum bassa og hljóðgervlum sem eru eitt helsta einkenni sveitarinnar ásamt rödd Thomas Öberg sem að sjálf- sögðu syngur allt á sænsku. Platan er for- vitnileg blanda af hávaða og poppi sem gerir það að verkum að lög eins og „Förträngda Problem“ og „Düsseldorf“ eru frábærlega fjölbreytt og á köflum út um allar trissur, tónlistarlega séð. Það er ekki hægt að skrifa um Omslag án þess að minnast á ballöðuna „Upp, Upp, Upp, Ner,“ en hver hlustun á því yndislega lagi fær hárin til að rísa og gæsahúðin sprett- ur fram á fyrstu nótu og helst til loka lagsins. Í fyrstu stóð til að gefa plötuna út án titils. Eftir smá umhugsun fannst með- limum sveitarinnar að það væri kannski ekkert sniðugt að gefa út nafnlausa plötu sem erfitt væri að greina frá eldri út- gáfum. Var því ákveðið að nefna plötuna í höfuðið á ljósmyndaranum og hönn- uðinum Martin Kann sem unnið hefur með sveitinni í fjölmörg ár. Matthías Árni Ingimarsson Poppklassík Bob Hund – Omslag: Martin Kann ...Vildi að ég kynni sænsku Katie Melua fæddist í Grúsíu en fluttist til Englands með for- eldrum sínum átta ára gömul. Hún sýndi snemma tónlist- arhæfileika og gekk í tónlistar- skóla í Croydon í Lundúnum, þar sem upptökustjórinn Mike Batt kom auga á hana. það var um það leyti sem æði fyrir Eva Cassidy gekk yfir Evrópu og Batt var að leita að söngkonu sem svipaði til Cassidy. Hann samdi obbann af lögunum á fyrstu plötum henn- ar, stýrði upptökum og mótaði tónlistina með góðum árangri: Katie Melua er sjöundi auðugasti ungi tónlistarmaður Bretlands. Fjórða plata og fyrsta sólóplatan? Hin nýja Eva Cassidy Tónlist Á meðan hljómsveitin Modest Mouse undir- býr sig fyrir tónleikaferðalög í sumar hefur forsprakki sveitarinnar, Isaac Brock, endur- vakið sóló-verkefnið sitt Ugly Casanova. Níu lög frá Ugly Cassanova verða á plötu með tónlistinni úr heimildarmyndinni 180 Gráður Suður og kemur platan út 22. júní næstkom- andi. Það er útgáfufyrirtæki Jack Johnsons, Brushfire sem gefur út tónlistina úr mynd- inni sem fjallar um útivistarfólk á Padagonia- svæðinu í Chile. Söngvari Modest Mouse hvefur endurvakið sóló-verkefnið sitt Ugly Casanova. Nýtt frá Isaac Brock

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.