SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 52
52 6. júní 2010
M
ér er það minnisstætt að
vestur í bæ, þar sem ég sleit
barnsskónum, var hæsta
rennibraut á Íslandi. Hún
var svo há að ég fékk fiðring í maganum
þegar ég sá hana álengdar og það að sitja
efst í henni og horfa niður í hyldýpið var
eiginlega nóg; stundum langaði mig til að
fara aftur niður tröppurnar, það var eig-
inlega nóg spenna að horfa og ekki endi-
lega þörf á að renna.
Það var mér nokkur vonbrigði þegar ég
sá rennibrautina aftur þegar ég sneri aftur
í Vesturbæinn eftir útlegð í Austurbænum
og sá hvað rennibrautin var í raun lítil;
hvað var ógnarbrautin sem hér stóð? Síð-
ar gerði ég mér grein fyrir því að svo er
þetta einmitt með flest það sem maður
horfir á frá sjónarhorni barnsins og að
minningar um ægileg mannvirki og mikla
menn eru kannski ekki svo nákvæmar
eftir allt. Ein af skýringum þess hvers
vegna gott er að eiga margt í minning-
unni og láta vera að velta þeim of mikið
fyrir sér.
Mikið hefur
verið rætt um
teiknimynda-
fígúruna Tinna í
fjölmiðlum
undanfarið
enda eru menn
að deila um
hann í Belgíu
þar sem Belgi af
kongóskum
uppruna freist-
ar þess að fá
bókina Tinni í Kongó bannaða þar sem
hún sýni upprunaland hans í háðulegu
ljósi. Hér heima hafa menn ekki deilt um
Tinna heldur fagnað honum og því að
bækurnar um hann, sem Fjölvi gat út á
sínum tíma í snilldarþýðingum Lofts
Guðmundssonar, eru nú endurútgefnar
hjá Forlaginu.
Ofangreind saga um rennibrautina
miklu rifjaðist upp fyrir mér þegar ég
fékk í hendurnar nýju Tinnabækurnar,
enda sýndist mér þær í mun minna broti
en þær sem Fjölvi gaf út á sínum tíma. Að
þessu sinni var það þó ekki minning sem
villti fyrir; það gat ég sannreynt á ein-
faldan hátt með því að draga fram gamla
Tinnabók út safninu og bera saman við þá
nýju.
Ekki er til nein lögbundin stærð á
myndasögubókum, en óneitanlega eru
teikningarnar tíkarlegri ekki stærri en
þetta. Hergé var meistari þess að segja
mikið í fáum strikum og þó Tinnabæk-
urnar verði seint kallaðar listaverk vegna
teikninganna þá eru þær meistaralega
gerðar og þegar búið er að þjappa þeim
svo saman dregur eðlilega nokkuð úr
áhrifamættinum.
Að því sögðu þá er mér minnisstætt er
ég leit málverkið Mona Lisa í fyrsta sinn í
Louvre-safninu í París. Það fyrsta sem ég
hugsaði var „Er þetta allt og sumt?“, enda
er myndin ekki stór um sig, 77 sm × 53 sm
– kannski fín stærð á Tinnabók.
Minni
Tinni
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
’
Þó Tinna-
bækurnar
verði
seint kallaðar
listaverk vegna
teikninganna
þá eru þær
meistaralega
gerðar
L
eikskáldið mikla William
Shakespeare lést í apríl 1616 og
sjö árum eftir andlát hans gáfu
félagar hans og samstarfmenn
út safn verka hans, þar af ýmislegt sem
birtist í fyrsta sinn. Á þeim tíma virðast
menn hafa verið með það á hreinu hver
Shakespeare var og hvað hann skrifaði,
en undir lok nítjándu aldar tóku ýmsir
fræði- og áhugamenn upp á því að
draga það í efa að hann hafi í raun
skrifað verkin.
Þeir sem nefndir hafa verið sem
hugsanlegir höfundar leikrita og ljóða
Shakespeares eru Francis Bacon, Chri-
stopher Marlowe, Edward de Vere og
William Stanley svo dæmi séu tekin.
Röksemdirnar fyrir því að þeir hafi
skrifað verkin eru fjölbreyttar og sumar
býsna ævintýralegar, en alla jafna rétt-
ara að kalla þær getgátur frekar en rök.
Fræðimenn eru líka flestir á því að
Shakespeare sé rétt skráður höfundur
verkanna: Í könnun New York Times
fyrir þremur árum voru ríflega 80%
Shakespeare-fræðinga á því að ekki
væri ástæða til að efast.
Hvað er upprunalegt
Þó það sé almennt viðurkennt að
Shakespeare hafi skrifað þau verk sem
hann er sagður hafa skrifað er fjölmargt
óljóst um höfundarverk hans, ekki síst
vegna þess að ekki eru til eiginhandar-
handrit hans að leikritum eða ljóðum
og svo einnig að ekkert var gefið út á
meðan hann lifði. Texta- og Shake-
speare-fræðingar hafa líka dundað sér
við það að rífast um það hvort þessi
eða hin hendingin sé upprunaleg,
hvaða útgáfa af Hamlet sé „réttust“ og
hversu mikið Shakespeare átti í þeim
leikritum sem hann á að hafa samið
með öðrum.
Fyrir nokkrum árum var mikið deilt
um erfiljóð sem sumir fræðingar töldu
eftir Shakespeare eftir að hafa tölvu-
greint textann, talið orð og orða-
sambönd og þannig sannað að ljóðið,
eins illa samið og það annars var, væri
eftir Shakespeare. Þau rök urðu að
engu þegar menn loks settust niður og
lásu textann rækilega og sáu þá að til-
tekin orð í erfiljóðinu voru notuð öðru-
vísi en Shakespeare notaði þau, því á
þeim tíma voru fleiri afbrigði af ensku
máli við lýði en á okkar döpru dögum.
Nýtt leikrit!
Fyrir stuttu sauð svo uppúr enn og aft-
ur þegar Arden, sem er fremst í fræði-
legri útgáfu á Shakespeare, gaf út
„nýtt“ leikrit eftir skáldið mikla –
Double Falsehood, sem mætti kannski
snara sem Lygi á lygi ofan.
Leikritið sem um ræðir er ekki bein-
línis glænýtt í augum Shakespeare-
vina, því það bar fyrst á góma 1727
þegar leikskáldið Lewis Theobald, sem
frægt var fyrir falsanir, sagðist hafa
fundið þrjú handrit að leikriti sem
byggt væri á sögu Cervantes af Don
Quixote / Dón Kíkóta. Leikritið var svo
sett á svið stuttu síðar og þá allbreytt
frá upprunalegu handriti, að sögn
Theobalds; hann hefði neyðst til að
„endurbæta“ leikritið (og þá erfitt að
gera sér í hugarlund hversu slæmt það
var áður en hann tók til hendinni, því
það er óttalegt klastur). Handritin þrjú
komust svo aldrei fyrir manna sjónir
því þau urðu víst eldi að bráð í þremur
ótengdum óhöppum.
Samtímamenn Theobalds tóku stað-
hæfingar hans ekki trúanlegar og nægir
að nefna að í frægri bjánakviðu Alex-
anders Pope, Dunciad, er Theobald
konungur kjánanna. Að því sögðu þá
hafa menn mikið velt því fyrir sér
hvort vera mætti að Theobald hefði séð
eitt af týndum leikritum Shakespeares,
en þau eru nokkur, og skrifað upp eftir
minni eða eftir einhverju handriti. Með
tímanum hafa svo ýmsir orðið til þess
að halda því fram að það sé líklegt að
Shakespeare hafi samið Lygi á lygi of-
an, nei annars, það er ekki líklegt; það
er næsta víst! Eða hvað?
Þegar rýnt er í rökin fyrir því að
leikritið laka sé eftir skáldið mikla
virðast þau helst byggjast á því að sitt-
hvað í textanum minni á Shakespeare
og þá eins og engum hugkvæmist að
Theobald gæti verið að stæla Shake-
speare, nokkuð sem hann gerði iðulega.
Svonefnd Chandos-mynd af William Shakespeare - líkastil ófölsuð.
Lygi á lygi ofan
William Shakespeare
hefði orðið 446 ára 26.
apríl síðastliðinn ef
hann hefði lifað. Þó svo
langt sé frá því hann
samdi leikverk sín og
ljóð eru menn enn að
rífast um arfleifð hans
og þær deilur blossuðu
upp fyrir skemmstu
þegar birt var „nýtt“
leikrit eftir Shake-
speare.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Lesbók