SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 55
6. júní 2010 55
S
öfnum er ætlað mikilvægt hlutverk í sam-
félaginu. Samkvæmt gildandi safnalögum
er safn „stofnun, opin almenningi, sem
hefur það hlutverk að safna heimildum
um manninn, sögu hans, umhverfi og náttúru
landsins, standa vörð um þær, rannsaka, miðla
upplýsingum og hafa þær til sýnis svo að þær megi
nýtast til rannsókna, fræðslu og skemmtunar“. Í
safnastarfi er gerður greinarmunur á safni, setri og
sýningu, þótt í daglegu tali sé gjarnan talað um
„safn“ í öllum tilvikum. Safn eða „museum“, eins
og það er nefnt á erlendum tungumálum, hefur
víðtækara hlutverk en setur og sýningar þótt
starfsemi þeirra sé skyld og sömuleiðis mikilvæg.
Söfn, sem gegna hlutverki sínu í samræmi við lög,
hljóta viðurkenningu safnaráðs. Á Íslandi eru yfir
fimmtíu viðurkennd söfn. Setur hafa ekki lög-
bundið hlutverk á sviði varðveislu, en þar er miðl-
un og fræðslu sinnt. Á sýningum fer fram fjöl-
breytt miðlun sem iðulega leiðir til umræðu um
margvísleg málefni. Í siðareglum Alþjóðaráðs
safna, ICOM, er lögð áhersla á að söfn skuli ekki
rekin til ágóða heldur til menntunar, ánægju og til
þjónustu við samfélagið. Hlutverk safna í samtím-
anum er mikilvægt, en söfn eru ekki stundarfyr-
irbrigði heldur snýst starfsemi þeirra ekki síður
um framtíðina, því þeim er ætlað að varðveita sinn
safnkost svo hann verði aðgengilegur komandi
kynslóðum.
Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði þjóð-
minjavörslu og hefur forystu um mótun safna-
stefnu á sviði þjóðminjavörslu. Auk Þjóðminja-
safnsins starfa tvö önnur höfuðsöfn á Íslandi,
Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands.
Safnastefnan er mikilvægt leiðarljós í starfsemi
safna þar sem áherslur eru skilgreindar. Á næstu
árum er brýnt að efla samvinnu safna, og stefna að
því að sameina söfn og safnatengda starfsemi þar
sem það á við. Æskilegt getur verið að setur og
sýningar hafi formleg tengsl við viðurkennd söfn,
til þess að árangur starfseminnar verði sem bestur
og áhrif samvinnu gagnleg öllum hlutaðeigandi
aðilum. Þannig má styrkja og þétta söfnin, og efla
faglega þætti safnastarfs svo að saman fari; söfn-
un, varðveisla, rannsóknir og miðlun.
Á síðustu áratugum hefur starfsemi safna tekið
miklum framförum og fjölbreytni starfseminnar
aldrei verið meiri. Þar koma til ýmsir þættir, svo
sem vel menntuð og fjölhæf stétt safnmanna,
metnaður stjórnvalda og áhugi almennings.
Frumkvæði safnmanna og árangur þeirra er einn
mikilvægasti drifkrafturinn í safnastarfi á Íslandi.
Mörg íslensk söfn hafa hlotið viðurkenningar
hérlendis sem erlendis. Þjóðminjasafn Íslands
hlaut sérstaka viðurkenningu Evrópuráðs safna
(European Museum Forum) eftir endurbætur þess
og opnun árið 2004 og tilheyrir það nú flokki við-
urkenndra safna í Evrópu (Best in Heritage – Gro-
up of Excellence). Áður hafði Síldarminjasafn Ís-
lands hlotið viðurkenningu ráðsins í flokki
atvinnusögusafna. Slíkar viðurkenningar eru
mikilvæg hvatning safnafólki á Íslandi og hafa
sannarlega beint athyglinni að vönduðu starfi
safna um allt land. Íslandsdeild ICOM og Félag ís-
lenskra safna og safnmanna standa að íslensku
safnaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár.
Á alþjóðlega safnadaginn 18. maí sl. var tilkynnt
um tilnefningar til íslensku safnaverðlaunanna
2010. Í ár bárust meira en sjötíu ábendingar og eru
þrjú söfn tilnefnd til safnaverðlaunanna 2010. Það
eru Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Heimilis-
iðnaðarsafnið á Blönduósi og Nýlistasafnið í
Reykjavík. Verðlaunin verða veitt á Bessastöðum á
íslenska safnadaginn 11. júlí í sumar. Allt eru þetta
söfn, þar sem unnið hefur verið mikilsvert faglegt
og skapandi brautryðjendastarf.
Söfn eru kjarni menningarstarfs í hverjum
landshluta og mikilvægur þáttur í menntun og
ferðaþjónustu. Í allt sumar, þar á meðal á íslenska
safnadaginn þann 11. júlí, gefst landsmönnum
tækifæri til þess að heimsækja söfnin í landinu,
þar sem blómleg og skemmtileg starfsemi verður í
boði. Nú á tímum nýrra tækifæra er mikilvægt að
huga að auðæfum sem felast í menningararfinum
til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar um allt
land. Því er nauðsynlegt að almenningur og
stjórnvöld hlúi að söfnunum og stuðli með því að
varðveislu menningararfsins, nýrri þekking-
arsköpun, betri skilningi og miðlun í nútíð og
framtíð.
Sjá nánar á www.thjodminjasafn.is,
www.safnarad.is, www.icom.is og www.safn-
menn.is.
Söfn, setur og
sýningar á Íslandi
Í bátahúsinu í Síldarminjasafninu á Siglufirði er endursköpuð stemning síldarhafna seinustu aldar.
Morgunblaðið/Golli
Þankar um
þjóðminjar
Margrét
Hallgrímsdóttir
’
Hlutverk safna í samtím-
anum er mikilvægt, en söfn
eru ekki stundarfyrirbrigði
heldur snýst starfsemi þeirra
ekki síður um framtíðina.
LISTASAFN ÍSLANDS
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Sögustaðir - Í fótspor W.G. Collingwoods
Myndir Einar Fals Ingólfssonar og W.G. Collingwoods
Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík
Klippt og skorið – um skegg og rakstur
Endurfundir – Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna!
Skemmtileg safnbúð og Kaffitár!
Opið alla daga 10-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn.
www.thjodminjasafn.is – s. 530 2200
Söfnin í landinu
Sýningar til 20. júní
Staðir - Friederike von Rauch
Það er erfitt að vera listamaður í
líkama rokkstjörnu -
Erling T.V. Klingenberg
Sunnudag 6. júní kl. 15 -
Síðdegisdjass í kaffistofu
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
AÐ ÞEKKJAST ÞEKKINGUNA
15 samtímalistamenn
Umræðudagskrá
lau. 5. júní kl. 15
Kaffistofa – leskró
Barnahorn
OPIÐ: alla daga. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
ÓNEFND KVIKMYNDASKOT, Cindy Sherman 16.5. - 5.9. 2010
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, 2010
Sunnudagsleiðsögn kl. 14
í fylgd Dagnýjar Heiðdal listfræðings.
ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012
EDVARD MUNCH 16.5. - 5.9. 2010
SAFNBÚÐ
FERMINGAR- OG ÚTSKRIFTARTILBOÐ á listaverkabókum.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir!
www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar
Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna. Mynd-
gerð: Páll Steingrímsson.
Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál
Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
Efnaskipti/Metabolism:
Anna Líndal, Guðrún
Gunnarsdóttir, Hildur Bjarnadóttir,
Hrafnhildur Arnardóttir,
Rósa Sigrún Jónsdóttir.
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com